Borgarbyggð
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 48. fundur
= Umhverfis- og landbúnaðarnefnd =
Dagskrá
=== 1.Dýravelferðarmál ===
2201042
Framlagðar tilkynningar um grun um brot á lögum um velferð dýra.
Bókun sveitarstjórnar af 240.fundi hennar dags. 11. maí 2023: "Lögð fram eftirfarandi tillaga: "Borgarbyggð er eitt stærsta sauðfjárræktarhérað landsins. Þar fer fram fyrirmyndarbúskapur, matvælaframleiðsla í hæsta gæðaflokki og velferð dýra nær undantekningalaust vel sinnt. Nú stendur sauðburður sem hæst. Meðan á þeim tíma stendur er alveg ljóst að skepnur eiga að vera undir verndarvæng og umsjá umráðamanna. Eigi að síðar berast ítrekað erindi til sveitarfélagsins þess efnis að sauðfé af einstaka bæ njóti ekki nauðsynlegrar umhirðu og eftirlits umráðamanna og að ekki hafi verið brugðist nægjanlega við ábendingum um slíkt af Matvælastofnun, jafnvel svo árum skipti. Það er að mati sveitarstjórnar Borgarbyggðar ólíðandi.
Lög um velferð dýra og reglugerð um meðferð sauðfjár og geitfjár eru að mati sveitarstjórnar alveg skýr hvað það varðar að Matvælastofnun ber skylda til að sinna eftirliti með að umráðamenn búfjár fylgi lögum og reglum. Varla þarf að taka fram mikilvægi þess nú þegar sauðburður stendur sem hæst.
Lagt er til að umhverfis- og landbúnaðarnefnd taki málið fyrir eins fljótt og unnt er."
SÓ tók til máls.
Samþykkt samhljóða.
Bókun sveitarstjórnar af 240.fundi hennar dags. 11. maí 2023: "Lögð fram eftirfarandi tillaga: "Borgarbyggð er eitt stærsta sauðfjárræktarhérað landsins. Þar fer fram fyrirmyndarbúskapur, matvælaframleiðsla í hæsta gæðaflokki og velferð dýra nær undantekningalaust vel sinnt. Nú stendur sauðburður sem hæst. Meðan á þeim tíma stendur er alveg ljóst að skepnur eiga að vera undir verndarvæng og umsjá umráðamanna. Eigi að síðar berast ítrekað erindi til sveitarfélagsins þess efnis að sauðfé af einstaka bæ njóti ekki nauðsynlegrar umhirðu og eftirlits umráðamanna og að ekki hafi verið brugðist nægjanlega við ábendingum um slíkt af Matvælastofnun, jafnvel svo árum skipti. Það er að mati sveitarstjórnar Borgarbyggðar ólíðandi.
Lög um velferð dýra og reglugerð um meðferð sauðfjár og geitfjár eru að mati sveitarstjórnar alveg skýr hvað það varðar að Matvælastofnun ber skylda til að sinna eftirliti með að umráðamenn búfjár fylgi lögum og reglum. Varla þarf að taka fram mikilvægi þess nú þegar sauðburður stendur sem hæst.
Lagt er til að umhverfis- og landbúnaðarnefnd taki málið fyrir eins fljótt og unnt er."
SÓ tók til máls.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn hefur ekki heimildir til að bregðast við ábendingum um meint brot á lögum um velferð dýra. Samkvæmt lögum um velferð dýra nr. 55/2013 skal Matvælastofnun hafa eftirlit með velferð búfjár og því er öllum tilkynningum beint til Matvælastofnunar. Umhverfis-og landbúnaðarnefnd felur deildarstjóra umhverfis-og framkvæmda að senda tilkynningu til stofnunarinnar.
=== 2.Ágangur sauðfjár í heimalöndum - ábyrgð og leiðir ===
2211253
Farið yfir verklagsreglur um smölun ágangsfjár.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd felur deildarstjóra að senda drög að verklagsreglum til fjallskilanefndar Borgarbyggðar og fjallskilanefndar Þverárréttar til umsagnar.
Óskað verði eftir að nefndirnar fjalli um þær og sendi inn athugasemdir fyrir 1. júní.
Óskað verði eftir að nefndirnar fjalli um þær og sendi inn athugasemdir fyrir 1. júní.
=== 3.Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis ===
2111023
Framlagðar upplýsingar um kynningarefni vegna breytinga í úrgangsmálum.
Lagt fram.
=== 4.Deild Umhverfis-og framkvæmdamála, mánaðarskýrslur 2023 ===
2301060
Framlagt minnisblað um helstu verkefni deildarinnar.
Lagt fram.
Næsti fundur Umhverfis-og landbúnaðarnefndar verður haldinn 5. júní kl. 9:00.
Fundi slitið - kl. 10:30.