Borgarbyggð
Fjallskilanefnd Brekku - og Svignaskarðsréttar - 49. fundur
= Fjallskilanefnd Brekku - og Svignaskarðsréttar =
Dagskrá
=== 1.Verkaskipting nefndar 2022-2026 ===
2206128
Nefndin skiptir með sér verkum.
=== 2.Ystutungugirðing ===
1904010
Framlagðar upplýsingar um viðræður landeigenda við Skógræktina vegna skila á girðingunni við lok samnings.
Fjallskilanefnd Brekku-og Svignaskarðsréttar fagnar því að unnið sé að samkomulagi við Skógræktina um yfirtöku Ystutungugirðingar. Nefndin ítrekar að mikilvægt er að samningur þar að lútandi verði undirritaður sem fyrst.
=== 3.Flýting leita 2022 ===
2206129
Lögð fram tillaga formanns um flýtingu leita og rétta á starfssvæði nefndarinnar.
Fjallskilanefnd Brekku- og Svignaskarðsréttar óskar eftir heimild til að flýta fyrri og seinni leitum um eina viku haustið 2022. Fyrstu leitir hefjist þá aðra helgina í september. Óskað er eftir staðfestingu sveitarstjórnar og að sveitarstjórn leggi tillöguna fyrir stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps til ákvörðunar.
=== 4.Önnur mál fjallskilanefndar BS 2022 ===
2206130
Rætt um viðhald og búnað í fjallhúsi. Samþykkt efniskaup sem samræmast viðauka í leigusamningi við Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs og fjárhagsáætlun.
Rætt um samræmingu í álagningu fjallskila innan sveitarfélagsins.
Rætt um fyrirkomulag leita.
Rætt um samræmingu í álagningu fjallskila innan sveitarfélagsins.
Rætt um fyrirkomulag leita.
Fundi slitið - kl. 16:00.
Varaformaður: Halldóra Jónasdóttir
Ritari: Pétur Ísleifur Sumarliðason