Borgarbyggð
Sveitarstjórn Borgarbyggðar - 240. fundur
= Sveitarstjórn Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Skýrsla sveitarstjóra ===
2102062
Sveitarstjóri flytur skýrslu sveitarstjóra.
Sveitarstjóri flutti skýrslu sveitarstjóra.
=== 2.Ársreikningur Borgarbyggðar 2022 ===
2303271
Afgreiðsla frá 239. fundi sveitarstjórnar: "Framlögð tillaga um að sveitarstjórn samþykki að vísa ársreikningi Borgarbyggðar fyrir árið 2022 til seinni umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða."
Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2022 lagður fram til seinni umræðu í sveitarstjórn. Með ársreikningnum fylgir sundurliðunarbók, skýrsla endurskoðenda og ábyrgðar- og skuldbindingayfirlit.
SG tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun: "Minnihluti sveitarstjórnar Borgarbyggðar lýsir ánægju sinni með rekstrarniðurstöðu sveitarfélagsins árið 2022. Rekstrarniðurstaðan endurspeglar þá góðu vinnu sem unnið hefur verið undanfarin kjörtímabil sem miðuðust allar að því að styrkja rekstur sveitarfélagsins sem hefur eflst með hverju árinu og er í dag fjárhagslega öflugt sveitarfélag sem er í stakk búið til að byggja upp góða innviði. Þrátt fyrir ánægjulega ársniðurstöðu þá eru það vonbrigði hvað uppbygging innviða gengur hægt og er útlit er fyrir að nánast verði framkvæmdstopp hjá sveitarfélaginu í tvö ár og allt í boði meirihlutans því ekki er mikill ágreiningur við minnihlutann um framkvæmdir og forgangsröðun þeirra heldur virðist skorta kjark og dug hjá meirihlutanum til að láta hendur standa fram úr ermum og framkvæma hlutina því ekki skortir þörfina á innviðauppbyggingu. Í ljósi góðrar niðurstöðu síðast liðins árs, sem kom endanlega í ljós eftir að fjárhagsáætlunarvinnu 2023 var lokið, leggur minnihlutinn til að fjárhagsáætlun 2023 verði endurskoðuð og ef svigrúm er til, að teknu tilliti til fjárfestinga, tekna og gjalda, að álögur á íbúa verði endurskoðaðar."
Ársreikningur 2022 samþykktur samhljóða.
SG tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun: "Minnihluti sveitarstjórnar Borgarbyggðar lýsir ánægju sinni með rekstrarniðurstöðu sveitarfélagsins árið 2022. Rekstrarniðurstaðan endurspeglar þá góðu vinnu sem unnið hefur verið undanfarin kjörtímabil sem miðuðust allar að því að styrkja rekstur sveitarfélagsins sem hefur eflst með hverju árinu og er í dag fjárhagslega öflugt sveitarfélag sem er í stakk búið til að byggja upp góða innviði. Þrátt fyrir ánægjulega ársniðurstöðu þá eru það vonbrigði hvað uppbygging innviða gengur hægt og er útlit er fyrir að nánast verði framkvæmdstopp hjá sveitarfélaginu í tvö ár og allt í boði meirihlutans því ekki er mikill ágreiningur við minnihlutann um framkvæmdir og forgangsröðun þeirra heldur virðist skorta kjark og dug hjá meirihlutanum til að láta hendur standa fram úr ermum og framkvæma hlutina því ekki skortir þörfina á innviðauppbyggingu. Í ljósi góðrar niðurstöðu síðast liðins árs, sem kom endanlega í ljós eftir að fjárhagsáætlunarvinnu 2023 var lokið, leggur minnihlutinn til að fjárhagsáætlun 2023 verði endurskoðuð og ef svigrúm er til, að teknu tilliti til fjárfestinga, tekna og gjalda, að álögur á íbúa verði endurskoðaðar."
Ársreikningur 2022 samþykktur samhljóða.
=== 3.Breyting á skipuriti Borgarbyggðar apríl 2023 ===
2304088
Afgreiðsla frá fundi sveitarstjórnar nr. 239: "Sveitarstjórn samþykkir að vísa tillögum um breytingu á skipuriti Borgarbyggðar til seinni umræðu í sveitarstjórn, ásamt samsvarandi breytingum á samþykktum, og felur sveitarstjóra að fullvinna.
Samþykkt samhljóða."
Samþykkt samhljóða."
Tillaga að breytingum á samþykkt um stjórn Borgarbyggðar nr.1213/2022, með síðari breytingum, vegna breytinga á skipuriti lagðar fram til seinni umræðu í sveitarstjórn.
EMJ tók til máls.
Samþykkt samhljóða.
EMJ tók til máls.
Samþykkt samhljóða.
=== 4.Barnvænt sveitarfélag - vinnuhópur ===
1911117
Teymi um forvarnir, heilsueflandi samfélag og barnvænt samfélag óskar eftir tilnefningu, 1 fulltrúa meiri hluta og 1 fulltrúa minni hluta sveitarstjórnar í stýrihóp um Barnvænt samfélag. Hlutverk stýrihóps er að samræma og stýra innleiðingu Barnasáttmálans innan sveitarfélagsins. Samkvæmt leiðbeiningum frá Unicef eiga að vera í stýrihópnum amk 1 kjörinn fulltrúi frá meirihluta, einn kjörinn fulltrúi frá minnihluta, einn starfsmaður af hverju sviði sveitarfélagsins, umsjónarmaður Barnvæns sveitarfélags og 4 ungmenni.
Lagt er til að eftirfarandi aðilar verði tilnefndir í stýrihóp um barnvænt samfélag:
Þórunn Unnur Birgisdóttir og Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir.
Samþykkt samhljóða.
Þórunn Unnur Birgisdóttir og Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir.
Samþykkt samhljóða.
=== 5.Val á listamanni Borgarbyggðar ===
2206059
Afgreiðsla 46. fundar atvinnu-, markaðs-, og menningarmálanefndar:
"Nefndin samþykkir að breyta heiti á Listamanni Borgarbyggðar í Listamanneskju Borgarbyggðar og vísar þeirri samþykkt til afgreiðslu sveitarstjórnar."
"Nefndin samþykkir að breyta heiti á Listamanni Borgarbyggðar í Listamanneskju Borgarbyggðar og vísar þeirri samþykkt til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn samþykkir að breyta heiti á "Listamanni Borgarbyggðar" í "Listamanneskju Borgarbyggðar".
Samþykkt samhljóða
Samþykkt samhljóða
=== 6.Samstarfssamningar um hátíðar í Borgarbyggð ===
2101027
Afgreiðsla 46. fundar atvinnu-, markaðs-, og menningarmálanefndar:
"Nefndin samþykkir drög af uppfærðum reglum vegna hátíða í Borgarbyggð og vísar þeirri samþykkt til afgreiðslu sveitarstjórnar."
"Nefndin samþykkir drög af uppfærðum reglum vegna hátíða í Borgarbyggð og vísar þeirri samþykkt til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn samþykkir uppfærðar reglur um samstarfssamninga vegna hátíða í sveitarfélaginu.
EMJ tók til máls.
Samþykkt samhljóða.
EMJ tók til máls.
Samþykkt samhljóða.
=== 7.Breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar-lóðir, spildur og jarðarpartar ===
2110178
Afgreiðsla 53. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða breytingu á stefnu fyrir landbúnaðarsvæði í aðalskipulaginu til auglýsingar skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar."
Sveitarstjórn samþykkir framlagða breytingu á stefnu fyrir landbúnaðarsvæði í aðalskipulaginu til auglýsingar skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sem auglýst verði skv. 31. gr. sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 8.Deiliskipulag Hafnarfjall - Ósk um umsögn - Hvalfjarðarsveit ===
2304036
Afgreiðsla 53. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar gerir ekki athugasemd við breytinguna en vill árétta að þess verði gætt að lýsing við hús verði lágstemmd. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við breytingartillögu deiliskipulags fyrir Hafnarfjall 2 í Hvalfjarðarsveit.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 9.Krafa vegna Mávakletts 10 ===
2211232
Afgreiðsla byggðarráðs Borgarbyggðar frá fundi nr. 632:"Málinu var vísað aftur inn í byggðarráð með bókun sveitarstjórnar dags. 9. febrúar 2023, þar sem kalla átti eftir frekari gögnum. Hefur nú verið lögð fram yfirlýsing Birkis Más Gunnarssonar, dags. 23. apríl 2023. Byggðarráð leggur til að samkomulagið verði staðfest og vísar afgreiðslunni til sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn staðfestir framlagðan samning og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.
Samþykkt samhljóða
Samþykkt samhljóða
=== 10.Útboð vegna ræstinga ===
2211229
Afreiðsla frá 631. fundi byggðarráðs Borgarbyggðar: "Framlagt minnisblað með tillögum um fyrirkomulag ræstingar hjá Borgarbyggð.
Lagt er til að ræstingar við Grunnskólann í Borgarnesi, Ölduna, Frístund, Óðal, Leikskólann Andabæ, Tónlistarskóla Borgarfjarðar og ráðhús Borgarbyggðar verði boðnar út fyrir 1. júní 2023 og að leitað verði liðsinnis ráðgjafa við gerð útboðsgagna en að öðru leyti munu sviðsstjórar halda utan um ferlið. Ákvörðunin er byggð á afgreiðslu byggðarráðs frá 3. nóvember sl. en þar segir að við mat á breyttu fyrirkomulagi ræstinga sé mikilvægt að horfa t.d. til gæða, sveigjanleika og fyrirsjáanleika í mönnun, hagkvæmni og áhrifa á starfsemi viðkomandi stofnana.
Samþykkt samhljóða."
Lagt er til að ræstingar við Grunnskólann í Borgarnesi, Ölduna, Frístund, Óðal, Leikskólann Andabæ, Tónlistarskóla Borgarfjarðar og ráðhús Borgarbyggðar verði boðnar út fyrir 1. júní 2023 og að leitað verði liðsinnis ráðgjafa við gerð útboðsgagna en að öðru leyti munu sviðsstjórar halda utan um ferlið. Ákvörðunin er byggð á afgreiðslu byggðarráðs frá 3. nóvember sl. en þar segir að við mat á breyttu fyrirkomulagi ræstinga sé mikilvægt að horfa t.d. til gæða, sveigjanleika og fyrirsjáanleika í mönnun, hagkvæmni og áhrifa á starfsemi viðkomandi stofnana.
Samþykkt samhljóða."
Sveitarstjórn samþykkir að boðnar verði út ræstingar við Grunnskólann í Borgarnesi, Ölduna, Frístund, Óðal, Leikskólann Andabæ, Tónlistarskóla Borgarfjarðar og ráðhús Borgarbyggðar. Að leitað verði liðsinnis ráðgjafa við gerð útboðsgagna en að öðru leyti munu sviðsstjórar halda utan um ferlið.
Samþykkt samhljóða
Samþykkt samhljóða
=== 11.Aðalfundarboð Nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar 2023 ===
2304246
Afgreiðsla frá 631. fundi byggðarráðs: "Aðalfundarboð Nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar 9.maí 2023
Framlagt og sveitarstjóra falið að mæta á fundinn fyrir hönd Borgarbyggðar."
Framlagt og sveitarstjóra falið að mæta á fundinn fyrir hönd Borgarbyggðar."
Staðfest að sveitarstjóri fari með umboð til að mæta á fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 12.Smoties - Rannsóknarverkefni - Þéttbýlisgreining ===
2105052
Afgreiðsla frá 630. fundi byggðarráðs: "Tillaga framlögð. Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga á grundvelli hennar með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar. Byggðarráð hefur væntingar til þess að tillagan verði mikilvægur grundvöllur frekari þróunar neðri bæjar Borgarness sem styrkir mannlíf og menningu og gerir sögu byggðar í Borgarnesi hátt undir höfði. Fjármögnun vísað til vinnu við nýtt aðalskipulag og viðauka við fjárhagsáætlun. Samþykkt samhljóða."
Framlagður samningur við Alternance slf um ráðgjöf, samráð og frumhönnun almenningssvæða og torga milli Skallagrímsgarðs og Brákarsunds í framhaldi af rannsókn á skipulagi Borgarness sem unnin var af Alternance slf fyrir Borgarbyggð.
Framlagður samningur við Alternance slf um ráðgjöf, samráð og frumhönnun almenningssvæða og torga milli Skallagrímsgarðs og Brákarsunds í framhaldi af rannsókn á skipulagi Borgarness sem unnin var af Alternance slf fyrir Borgarbyggð.
Sveitarstjórn staðfestir framlagðan samning við Alternance slf. varðandi ráðgjöf og hönnun, dags. 17. apríl 2023.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 13.Kosningar í ráð og nefndir 2022-2026 ===
2205140
Valur Örn Vífilsson hefur beðist lausnar sem fulltrúi í fjölmenningarráði. Lagt er til að í hans stað verði skipuð Sjöfn Hilmarsdóttir.
Sveitarstjórn þakkar Val Vífilssyni fyrir vel unnin störf og skipar Sjöfn Hilmarsdóttur sem fulltrúa í fjölmenningarráð Borgarbyggðar.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 14.Varmaland - nemendafjöldi næsta skólaárs 2023-2024 ===
2303217
Sigurður Guðmundsson sveitarstjórnarfulltrúi óskaði eftir að eftirfarandi mál yrði tekið á dagskrá sveitarstjórnar. Um ræðir mál frá 220. fundi fræðslunefndar Borgarbyggðar: "Framhald frá síðasta fundi fræðslunefndar.
Í aðalnámskrá er veitt leiðsögn um hvernig skólum ber að tryggja heilbrigði og velferð nemenda sem byggir á andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Nám og námsaðferðir nemenda eru einstaklingsbundnar og mikilvægt að geta mætt þeim innan skólastofnana. Mikilvægt er að öll börn fái tækifæri til að njóta styrkleika sinna sem er lykilþáttur í að byggja upp jákvæða sjálfsmynd. Leikur og samskipti við samnemendur er jafnframt mikilvæg námsaðferð sem opnar víddir sköpunargleði barna og ungmenna og hjálpar þeim að finna hæfileikum sínum farveg. Þá eru samskipti, samtal og speglun eigin skoðana og viðhorfa afar mikilvægur þáttur í námi og þroska. Í ljósi fámennis í Varmalandsdeild Grunnskóla Borgarfjarðar þykir ljóst að erfitt er að veita nemendum þar viðeigandi tækifæri til að þroska ofangreinda þætti sem og að tryggja þeim þá greinabundnu menntun sem þeir eiga rétt á.
Fræðslunefnd leggur til að á þessum tímapunkti sé ekki farið í þær aðgerðir að sameina nemendur á unglingastigi á Varmalandi við Kleppjárnsreyki á næsta skólaári. En fræðslunefnd leggur áherslu á að nemendur fái tækifæri til að vinna saman á milli unglingastigana.
Því leggur fræðslunefnd til að í tengslum við byggingu og endurbætur á Kleppjárnsreykjadeild Grunnskóla Borgarfjarðar sem fyrirhugað er að ljúki árið 2025 verði þegar hafist handa við að kanna endurskilgreiningu á upptökusvæði skólahverfa og skipulagi skólastarfsins, skólaakstri og öðrum þáttum er lúta að því markmiði að nemendur við Varmalandsdeild Grunnskóla Borgarfjarðar verði komnir í húsnæði á Kleppjárnsreykjum árið 2025 í góðri sátt við nemendur, foreldra og starfsfólk. Á þeim tíma sé ekki gerð breyting á núverandi skólaskipan.
Þá sé einnig mikilvægt að fræðslunefndin fái kynningu á nýju skólahúsnæði á Kleppjárnsreykjum.
Samþykkt samhljóða."
Í aðalnámskrá er veitt leiðsögn um hvernig skólum ber að tryggja heilbrigði og velferð nemenda sem byggir á andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Nám og námsaðferðir nemenda eru einstaklingsbundnar og mikilvægt að geta mætt þeim innan skólastofnana. Mikilvægt er að öll börn fái tækifæri til að njóta styrkleika sinna sem er lykilþáttur í að byggja upp jákvæða sjálfsmynd. Leikur og samskipti við samnemendur er jafnframt mikilvæg námsaðferð sem opnar víddir sköpunargleði barna og ungmenna og hjálpar þeim að finna hæfileikum sínum farveg. Þá eru samskipti, samtal og speglun eigin skoðana og viðhorfa afar mikilvægur þáttur í námi og þroska. Í ljósi fámennis í Varmalandsdeild Grunnskóla Borgarfjarðar þykir ljóst að erfitt er að veita nemendum þar viðeigandi tækifæri til að þroska ofangreinda þætti sem og að tryggja þeim þá greinabundnu menntun sem þeir eiga rétt á.
Fræðslunefnd leggur til að á þessum tímapunkti sé ekki farið í þær aðgerðir að sameina nemendur á unglingastigi á Varmalandi við Kleppjárnsreyki á næsta skólaári. En fræðslunefnd leggur áherslu á að nemendur fái tækifæri til að vinna saman á milli unglingastigana.
Því leggur fræðslunefnd til að í tengslum við byggingu og endurbætur á Kleppjárnsreykjadeild Grunnskóla Borgarfjarðar sem fyrirhugað er að ljúki árið 2025 verði þegar hafist handa við að kanna endurskilgreiningu á upptökusvæði skólahverfa og skipulagi skólastarfsins, skólaakstri og öðrum þáttum er lúta að því markmiði að nemendur við Varmalandsdeild Grunnskóla Borgarfjarðar verði komnir í húsnæði á Kleppjárnsreykjum árið 2025 í góðri sátt við nemendur, foreldra og starfsfólk. Á þeim tíma sé ekki gerð breyting á núverandi skólaskipan.
Þá sé einnig mikilvægt að fræðslunefndin fái kynningu á nýju skólahúsnæði á Kleppjárnsreykjum.
Samþykkt samhljóða."
TH, EMJ (2), SG, BLB (2) og EÓT tóku til máls.
SG lagði fram eftirfarandi tillögu fyrir hönd minnihluta sveitarstjórnar: "Sveitarstjórn Borgarbyggðar felur fræðslunefnd að vinna sviðsmyndagreiningu um þá valkosti sem mögulegir eru í skipan skólastofnana og skólahverfa í Borgarbyggð sem heild, þar sem allir mögulegir kostir um skólaskipan og skólahverfi verða skoðaðir og lagðir fram til kynningar. Leiðarljósið í þeirri vinnu verði „samfélagsleg áhrif, þjónusta við nemendur og foreldra, og nýting fjármagns“. Fræðslunefnd fær heimild til að ráða ráðgjafa sér til aðstoðar og vinnu verði hraðað eins og mögulegt er þannig að valkostir um framtíðarskólaskipan liggi fyrir í lok ágúst til kynningar fyrir sveitarstjórn og íbúa."
Felld með fjórum atkvæðum (SG, TH, REJ og BLB) gegn fimm (ÞB, EMJ, EÓT, SÓ og DS).
EMJ lagði fram eftirfarandi tillögu: "Ég legg til að sveitastjórn Borgarbyggðar styðji þá tillögu fræðslunefndar sem hér liggur fyrir, að farið verði í vinnu við skoða hvort endurskilgreina þurfi upptökusvæði skólahverfa, skipulag skólastarfs og skólaaksturs á starfssvæði Grunnskóla Borgarfjarðar."
Samþykkt með fimm atkvæðum (ÞB; EMJ, EÓT, SÓ og DS) gegn fjórum (SG, TH, REJ og BLB).
SG lagði fram eftirfarandi tillögu fyrir hönd minnihluta sveitarstjórnar: "Sveitarstjórn Borgarbyggðar felur fræðslunefnd að vinna sviðsmyndagreiningu um þá valkosti sem mögulegir eru í skipan skólastofnana og skólahverfa í Borgarbyggð sem heild, þar sem allir mögulegir kostir um skólaskipan og skólahverfi verða skoðaðir og lagðir fram til kynningar. Leiðarljósið í þeirri vinnu verði „samfélagsleg áhrif, þjónusta við nemendur og foreldra, og nýting fjármagns“. Fræðslunefnd fær heimild til að ráða ráðgjafa sér til aðstoðar og vinnu verði hraðað eins og mögulegt er þannig að valkostir um framtíðarskólaskipan liggi fyrir í lok ágúst til kynningar fyrir sveitarstjórn og íbúa."
Felld með fjórum atkvæðum (SG, TH, REJ og BLB) gegn fimm (ÞB, EMJ, EÓT, SÓ og DS).
EMJ lagði fram eftirfarandi tillögu: "Ég legg til að sveitastjórn Borgarbyggðar styðji þá tillögu fræðslunefndar sem hér liggur fyrir, að farið verði í vinnu við skoða hvort endurskilgreina þurfi upptökusvæði skólahverfa, skipulag skólastarfs og skólaaksturs á starfssvæði Grunnskóla Borgarfjarðar."
Samþykkt með fimm atkvæðum (ÞB; EMJ, EÓT, SÓ og DS) gegn fjórum (SG, TH, REJ og BLB).
=== 15.Stjórn fjallskilaumdæmis ABHS ===
2208116
Framlögð fundargerð 15. fundar stjórnar fjallskilumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps.
Fundargerð framlögð.
=== 16.Dýravelferðarmál ===
2201042
Umræða um velferð búfjár.
Lögð fram eftirfarandi tillaga: "Borgarbyggð er eitt stærsta sauðfjárræktarhérað landsins. Þar fer fram fyrirmyndarbúskapur, matvælaframleiðsla í hæsta gæðaflokki og velferð dýra nær undantekningalaust vel sinnt. Nú stendur sauðburður sem hæst. Meðan á þeim tíma stendur er alveg ljóst að skepnur eiga að vera undir verndarvæng og umsjá umráðamanna. Eigi að síðar berast ítrekað erindi til sveitarfélagsins þess efnis að sauðfé af einstaka bæ njóti ekki nauðsynlegrar umhirðu og eftirlits umráðamanna og að ekki hafi verið brugðist nægjanlega við ábendingum um slíkt af Matvælastofnun, jafnvel svo árum skipti. Það er að mati sveitarstjórnar Borgarbyggðar ólíðandi.
Lög um velferð dýra og reglugerð um meðferð sauðfjár og geitfjár eru að mati sveitarstjórnar alveg skýr hvað það varðar að Matvælastofnun ber skylda til að sinna eftirliti með að umráðamenn búfjár fylgi lögum og reglum. Varla þarf að taka fram mikilvægi þess nú þegar sauðburður stendur sem hæst.
Lagt er til að umhverfis- og landbúnaðarnefnd taki málið fyrir eins fljótt og unnt er."
SÓ tók til máls.
Samþykkt samhljóða.
Lög um velferð dýra og reglugerð um meðferð sauðfjár og geitfjár eru að mati sveitarstjórnar alveg skýr hvað það varðar að Matvælastofnun ber skylda til að sinna eftirliti með að umráðamenn búfjár fylgi lögum og reglum. Varla þarf að taka fram mikilvægi þess nú þegar sauðburður stendur sem hæst.
Lagt er til að umhverfis- og landbúnaðarnefnd taki málið fyrir eins fljótt og unnt er."
SÓ tók til máls.
Samþykkt samhljóða.
=== 17.Tímasetning næsta sveitarstjórnarfundar ===
2305084
Næsti fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar er áætlaður 8. júní næst komandi. Gerð er tillaga að honum verði flýtt til 6. júní næst komandi.
Sveitarstjórn samþykkir að næsti fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar fari fram 6. júní næst komandi og hefjist kl. 16.00.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 18.Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 46 ===
2304018F
Fundargerð framlögð
Fundargerð framlögð.
- 18.1 2112089
[Skýrsla samskiptastjóra](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/atvinnu-markads-og-menningarmalanefnd/18933#2112089)Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 46 Nefndin þakkar fyrir yfirferðina á þeim verkefnum sem eru til meðferðar hjá samskiptastjóra.
- 18.2 2205028
[Heimasíða Borgarbyggðar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/atvinnu-markads-og-menningarmalanefnd/18933#2205028)Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 46 Nefndin fór yfir framlögð tilboð og felur samskiptastjóra að taka verkefnið áfram til afgreiðslu.
- 18.3 2101027
[Samstarfssamningar um hátíðar í Borgarbyggð](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/atvinnu-markads-og-menningarmalanefnd/18933#2101027)Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 46 Nefndin samþykkir drög af uppfærðum samstarfssamningi vegna hátíða í Borgarbyggð og vísar þeirri samþykkt til afgreiðslu sveitarstjórnar.
- 18.4 2304259
[Sumaropnun Safnahúss Borgarfjarðar 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/atvinnu-markads-og-menningarmalanefnd/18933#2304259)Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 46 Nefndin samþykkir tillögu forstöðumanns menningarmála er varðar sumaropnun Safnahúss Borgarfjarðar.
Opnunartíminn verður sem hér segir:
Frá 10. júní 2023 - 31. ágúst 2023
Virka daga frá kl. 10:00 - 17:00
Laugardaga kl. 11:00 - 14:00
Héraðsskjalasafnið verður lokað frá og með 1. júlí 2023 til 31. júlí 2023.
- 18.5 2206059
[Val á listamanni Borgarbyggðar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/atvinnu-markads-og-menningarmalanefnd/18933#2206059)Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 46 Nefndin samþykkir að breyta heiti á Listamanni Borgarbyggðar í Listamanneskju Borgarbyggðar og vísar þeirri samþykkt til afgreiðslu sveitarstjórnar.
- 18.6 2304247
[Listamanneskja Borgarbyggðar 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/atvinnu-markads-og-menningarmalanefnd/18933#2304247)Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 46 Samkvæmt reglum um tilnefningu listamanneskju Borgarbyggðar auglýsir atvinnu-, markaðs-, og menningarmálanefnd eftir tilnefningum með rökstuðningi um listamanneskju.
Tilnefningar þurfa að berast fyrir 25. maí nk.
Listamanneskjan er útnefnd á 17. júní og ber titilinn í eitt ár frá þeirri dagsetningu.
Tilnefningum skal skila rafrænt á netfangið mannlif@borgarbyggd.is.
Hægt er að kynna sér reglurnar á heimasíðu Borgarbyggðar.
=== 19.Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 46 ===
2303032F
Fundargerð framlögð
Fundargerð framlögð.
- 19.1 2211253
[Ágangur sauðfjár í heimalöndum - ábyrgð og leiðir](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18923#2211253)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 46 Umhverfis-og landbúnaðarnefnd mun vinna áfram að málinu. Ljóst er að megináhersla sveitarfélagsins verður á að bregðast við þeim skyldum sem hvíla á sveitarfélaginu skv. lögum.
Beðið er eftir frekari gögnum frá ráðuneytum og öðrum opinberum aðilum.
- 19.2 2203242
[Vatnsveitur í Borgarbyggð](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18923#2203242)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 46 Miðað þau gögn sem starfsmenn hafa aflað og þá vinnu sem fram hefur farið, má áætla að tveir raunhæfir kostir séu í stöðunni:þ.e. að halda fyrirkomulagi vatnsveitumála í dreifbýli óbreyttu, eða að sveitarfélagið stofni formlega vatnsveitu sem haldi utanum öll veitumál á forræði sveitarfélagsins. Umhverfis-og landbúnaðarnefnd telur mikilvægt að fá ráðgjöf sérfræðinga við útfærslu á valkostagreiningu og mögulegu rekstrarformi vatnsveitna í dreifbýli. Horft verði til fordæma hjá sveitarfélögum sem eru með veiturekstur og reynslu þeirra. Nefndin vísar erindinu til byggðaráðs til umfjöllunar og afgreiðslu.
- 19.3 1511098
[Vatnsveita Álftaneshrepps](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18923#1511098)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 46 Umhverfis-og landbúnaðarnefnd vekur athygli á að einkaveitur innan einstakra jarða eru ekki á ábyrgð Vatnsveitu Álftaneshrepps, jafnvel þótt húseigendur greiði vatnsgjöld skv. gjaldskrá. Eigendur bera sjálfir ábyrgð á lögnum heim að einstaka húsum.
- 19.4 2301065
[Refa og minkaeyðing 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18923#2301065)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 46 Umhverfis-og landbúnaðarnefnd samþykkir framlagða tillögu að töxtum og kvóta vegna refa-og minkaveiða og felur deildarstjóra að upplýsa veiðimenn um fyrirkomulagið.
Nefndin telur mikilvægt að vinna málið áfram með það að markmiði að ná betri árangri á næstu árum til verndar á villtum fuglum og spendýrum.
Veiðimenn verði kallaðir til fundar við nefndina með haustinu og farið yfir stöðu mála og árangur.
- 19.5 2111023
[Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18923#2111023)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 46 Umhverfis-og landbúnaðarnefnd felur deildarstjóra að vinna minnisblað varðandi mögulegar leiðir í kynningu á nýju fyrirkomulagi í úrgangsmálum og leggja fyrir byggðaráð til umfjöllunar og ákvörðunar.
- 19.6 2304031
[Hreinsunarátak 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18923#2304031)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 46
- 19.7 2304076
[Áskorun vegna sauðfjárveikivarnagirðinga](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18923#2304076)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 46 Ítrekað hefur verið bent á að fjármagn til viðhalds sauðfjárveikivarnagirðinga hefur verið af skornum skammti á landinu öllu á undanförnum árum.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar tekur undir bókun sveitarstjórnar frá fundi sveitarstjórnar nr. 238 dags. 13. apríl 2023 og skorar á Matvælastofnun og Matvælaráðuneyti að auka verulega fjármagn í viðhald á sauðfjárveikivarnagirðingum milli Mýra-og Borgarfjarðarsýslna og Húnavatnssýslna, sérstaklega í ljósi frétta af riðusmiti í Miðfjarðarhólfi.
Nefndin bendir á að hagsmunir heillrar atvinnugreinar er í húfi og getur haft áhrif á matvælaöryggi í landinu ef ekki er brugðist hratt við.
=== 20.Umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum - 78 ===
2304009F
Fundargerð framlögð
Fundargerð framlögð.
- 20.1 2108060
[Gönguleiðir í Borgarbyggð](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umsjonarnefnd-folkvangsins-i-einkunnum/18925#2108060)Umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum - 78 Umsjónarnefnd Einkunna veitir samþykki fyrir sitt leyti fyrir því að kortlagning gönguleiða í landi fólkvangsins verði nýtt til upplýsingagjafar og í kynningarstarfi á opinberum vettvangi.
- 20.2 2209193
[Umsókn í framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umsjonarnefnd-folkvangsins-i-einkunnum/18925#2209193)Umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum - 78 Framlagt.
- 20.3 2303274
[Auglýsing Afþreying Einkunnum](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umsjonarnefnd-folkvangsins-i-einkunnum/18925#2303274)Umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum - 78 Umsjónarnefnd Einkunna leggur til að hafin verði vinna við gerð afnotasamnings við umsækjanda og felur deildarstjóra umhverfis- og framkvæmdamála að vinna málið áfram og leggja fyrir byggðarráð til afgreiðslu.
- 20.4 2206203
[Einkunnir- verkefni 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umsjonarnefnd-folkvangsins-i-einkunnum/18925#2206203)Umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum - 78 Umsjónarnefnd Einkunna tók saman lista yfir forgangsverkefni í fólkvangingum og mun vinna þann lista áfram.
- 20.5 1705171
[Samningur um umsjón með Einkunnum 2017](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umsjonarnefnd-folkvangsins-i-einkunnum/18925#1705171)Umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum - 78 Umsjónarnefnd Einkunna þakkar kynningu Helga á málefni fólkvangsins. Nefndin mun kalla eftir nákvæmari útfærslum á forgangsröðun verkefna, og útfærslu á samkomulagi milli aðila eftir að aðalfund skógræktarfélagsins.
=== 21.Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 47 ===
2304012F
Fundargerð framlögð
Fundargerð framlögð.
- Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 47 Lagt fram. Umhverfis-og landbúnaðarnefnd felur deildarstjóra að senda Umhverfisstofnun uppfærðar upplýsingar um tengiliði vegna urðunarstaðarins við Bjarnhóla.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd fagnar því að upplýsingar um mengaðan jarðveg séu gerðar aðgengilegar í kortasjá Umhverfisstofnunar.
- 21.2 2304150
[Umhverfisviðurkenningar 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18928#2304150)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 47 Umhverfis-og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga líkt og undanfarin ár. Opnað verði á rafrænar tilnefningar á heimasíðu Borgarbyggðar og frestur til að skila inn tilnefningum verði til 20. ágúst.
- 21.3 2304031
[Hreinsunarátak 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18928#2304031)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 47 Lagt er til að hreinsunarátak í dreifbýli verði með svipuðu sniði og undanfarin ár; gámar fyrir timbur og úrgang til urðunar verði settir út sem hér segir:
6-12. júní
Bæjarsveit
Brautartunga
Bjarnastaðir - á eyrinni
Síðumúli
Lundar
14-20. júní
Lyngbrekka
Lindartunga
Eyrin við Bjarnadalsá (Norðurárdalur)
Högnastaðir
Ekki verði boðið upp á gáma fyrir málmúrgang að þessu sinni en stefnt verði að hirðingu málma í haust með svipuðu sniði og undanfarin ár.
Stóri Plokkdagurinn er 30. apríl. Umhverfis-og landbúnaðarnefnd felur deildarstjóra umhverfis-og framkvæmdamála að setja auglýsingu á vefmiðla sveitarfélagsins og hvetur íbúa til að hreinsa rusl í sínu nærumhverfi.
- 21.4 2211253
[Ágangur sauðfjár í heimalöndum - ábyrgð og leiðir](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18928#2211253)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 47 Umhverfis-og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar vinnur áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
- 21.5 2304076
[Áskorun vegna sauðfjárveikivarnagirðinga](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18928#2304076)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 47 Umhverfis-og landbúnaðarnefnd lýsir yfir miklum áhyggjum af ástandi sauðfjárveikivarnagirðinga á landinu. Fram kom á fundinum að MAST telur að svokölluðum forgangsgirðingum sé vel sinnt .
Fram kom í máli heimamanna í Miðfirði að þrátt fyrir að um sé að ræða forgangsgirðinu, þá sé viðhaldi ábótavant og girðingar ekki fjárheldar.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd lýsir yfir áhyggjum sínum af viðhaldi girðinga milli varnarhólfa 7, Miðfjarðarhólfs annars vegar og hólfs nr. 2, Vesturlandshólfs hins vegar.
Einnig sauðfjárveikivarnagirðingu milli Snæfellsneshólfs nr. 3 og Vesturlandshólfs nr. 2, en vitað er að sú girðing er ónýt og ljóst að leggja þarf umtalsvert fjármagn í þá girðingu.
Nefndin skorar á Matvælaráðuneyti og MAST að axla ábyrgð á hlutverki sínu í þessum málum og krefst frekara fjármagns í málaflokkinn sem fyrst í ljósi aðstæðna í Miðfjarðarhólfi.
Deildarstjóra falið að koma bókun nefndarinnar á framfæri við Matvælaráðuneyti, Matvælastofnun, Fjármálaráðuneyti, þingmenn NV-kjördæmis og sveitarstjórna innan ofangreindra hólfa.
- 21.6 2203242
[Vatnsveitur í Borgarbyggð](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18928#2203242)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 47 Lagt fram.
- 21.7 2111023
[Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18928#2111023)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 47 Umhverfis-og landbúnaðarnefnd leggur til að grenndarstöðvar fyrir málm, textíl og gler verði settar upp til reynslu á eftirfarandi stöðum:
Við íþróttasvæði í Borgarnesi, á Hvanneyri við Arnarflöt og á Kleppjárnsreykjum við grunnskóla eða íþróttasvæði.
Þá verði hafin vinna við að koma fyrir stærri grenndarstöð framan við núverandi gámastöð á Sólbakka og á Bifröst verði áfram unnið að lausn í samstarfi við Háskólann á Bifröst.
Þess utan felur umhverfis-og landbúnaðarnefnd deildarstjóra að vinna að frekara upplýsingaefni til að birta á vefmiðlum sveitarfélagsins í samstarfi við íslenska gámafélagið.
- 21.8 2302068
[Leikvellir og skólalóðir](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18928#2302068)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 47 Umhverfis-og landbúnaðarnefnd þakkar ungmennaráði fyrir góðar hugmyndir og samtal um hvaða úrbætur eru mikilvægastar á leikvöllum og skólalóðum.
Ungmennaráð og umhverfis-og landbúnaðarnefnd telja mikilvægt að fá góða kynningu á breytingum í úrgangsmálum inn í skólana, þar sem nemendur á öllum skólastigum fái fræðslu um flokkun úrgangs og endurvinnslu.
Deildarstjóra falið að ræða við skólastjórnendur og fulltrúa Íslenska Gámafélagsins um fyrirkomulag kynningarinnar.
=== 22.Byggðarráð Borgarbyggðar - 631 ===
2304007F
Fundargerð framlögð
Fundargerð framlögð.
- 22.1 2303271
[Ársreikningur Borgarbyggðar 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18926#2303271)Byggðarráð Borgarbyggðar - 631 Drög að ársreikningi Borgarbyggðar fyrir árið 2022 sýna mun betri afkomu heldur en áætlun hafði gert ráð fyrir og talsverðan afkomubata milli ára.
Rekstrarniðurstaða samstæðu Borgarbyggðar var jákvæð um 368 m.kr. á árinu 2022. Tekjur jukust um 19,2% og voru 6.053 m.kr. Rekstrargjöld samstæðunnar án afskrifta jukust á sama tíma um 9,0%.
Rekstrarniðurstaða samstæðu fyrir afskriftir var jákvæð um 824 m.kr. sem samsvarar 13,6% af tekjum. Veltufé frá rekstri samstæðunnar var 846 m.kr. eða 14,0% af tekjum og handbært fé frá rekstri var 549 m.kr.
Rekstrarniðurstaða A- hluta var jákvæð um 305 m.kr. á árinu 2022. Tekjur A-hluta jukust um 18,3% milli ára og námu 5.193 m.kr. Vöxtur skatttekna var þó heldur minni eða tæp 11% en framlög Jöfnunarsjóðs og aðrar tekjur voru hvorutveggja talsvert yfir áætlun auk þess sem munar um talsvert lægri gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga milli ára.
Hagnaður fyrir afskriftir var 561 m.kr. á árinu eða 10,8% af tekjum samanborið við 120 m.kr. eða 2,7% af tekjum árið áður. Veltufé frá rekstri A-hluta var 749 m.kr. á árinu eða 14,4% af tekjum og handbært fé frá rekstri 481 m.kr.
Fjármagnsliðir höfðu heldur minni neikvæð áhrif heldur en áætlað hafði verið en neikvæð áhrif þeirra voru 108 m.kr. á A-hluta og 225 m.kr. á samstæðuna.
Á árinu 2022 námu fjárfestingar A-hluta Borgarbyggðar í fastafjármunum 349 m.kr. og færðust heldur í aukana er leið á árið en voru þó talsvert undir áætlun. Heildareignir A-hluta Borgarbyggðar voru um áramót liðlega 9,1 ma.kr., eigið fé 5,2 ma. og eiginfjárhlutfall um 57%. Skuldaviðmið A-hluta skv. reglugerð var 32% um áramót. Hreinar vaxtaberandi skuldir A-huta, án lífeyrisskuldbindinga, voru liðlega 1,5 ma.kr. um áramót og lífeyrisskuldbindingar stóðu í 1,3 ma.kr.
Heildareignir samstæðunnar voru um 11,5 ma.kr. í árslok og eigið fé um 5,2 ma.kr.
Það er ánægjuefni fyrir íbúa Borgarbyggðar að fjárhagsstaða sveitarfélagsins er sterk og undirliggjandi afkoma batnar verulega með fjölgun íbúa og auknum umsvifum. Skuldastaðan er viðráðanleg við erfiðar aðstæður á fjármagnsmarkaði. Trausta fjárhagsstöðu má þakka aðhaldi og aga í fjármálum síðustu ár en fjölgun íbúa að undanförnu og sterkt atvinnulíf skipta sköpum um raunvöxt tekna og afkomubata. Þess ber að geta að nánast allir málaflokkar hafa haldist innan áætlunar og á starfsfólk og stjórnendur stofnana þakkir skildar fyrir vel unnin störf.
Framundan eru fjárfestingar í innviðum sveitarfélagsins svo sem í skólum, gatnagerð og íþróttamannvirkjum. Ein forsenda fjárfestinga er að rekstur sveitarfélagsins ráði við aukna skuldsetningu sem fylgir þeim fjárfestingum. Það er því mikilvægt að viðhalda góðri afkomu og sjóðstreymi af undirliggjandi rekstri.
Ársreikningi Borgarbyggðar fyrir árið 2022 er vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
- 22.2 2304081
[Tilboð í tryggingaráðgjöf](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18926#2304081)Byggðarráð Borgarbyggðar - 631 Framlagt og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða.
Kristín Lilja Lárusdóttir fór af fundi að loknum þessum lið.
- 22.3 2304088
[Breyting á skipuriti Borgarbyggðar apríl 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18926#2304088)Byggðarráð Borgarbyggðar - 631 Tillaga um breytingar á skipuriti Borgarbyggðar lögð fyrir byggðarráð. Tillagan hefur verið unnin af byggðarráði í samstarfi við sveitarstjóra og sviðsstjóra. Breytingunni er ætlað að auka skilvirkni, flæði og samstarf sviða. Breytingin felur ekki í sér breytingu á fjölda starfa og litla breytingu á verkefnum starfsfólks í ráðhúsinu eða annars staðar hjá sveitarfélaginu. Tillagan felur ekki í sér aukinn rekstrarkostnað hjá Borgarbyggð.
Tillaga að breyttu skipuriti kemur í eðlilegu framhaldi af breytingum sem ráðist var í sumarið 2022. Með þeim breytingum tókst að styrkja skipulags- og byggingarmál hjá sveitarfélaginu. Tillagan nú snýr að því að efla stjórnsýslu þvert á svið sveitarfélagsins og skilgreina málaflokka í samræmi við þróun verkefna. Í tillögunni felst einnig að verksvið sveitarstjóra er betur afmarkað.
Breytingar eru eftirfarandi:
?
Stjórnsýsla og fjármál verða sameinuð í Fjármála- og stjórnsýslusvið sem starfar þvert á önnur svið. Þjónustuver, samskipta- og markaðsmál, mannauðs- og gæðamál, skjalavarsla og tölvuumsjón færast undir stjórnsýsluhluta sviðsins en höfðu áður heyrt beint undir sveitarstjóra. Lögfræðiráðgjöf þvert á starfsemi sveitarfélagsins verður gert hærra undir höfði. Sviðsstjóri fjármálasviðs, Eiríkur Ólafsson, verður deildarstjóri fjármála (fjármálastjóri) Borgarbyggðar. Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs verður Lilja Björg Ágústsdóttir.
?
Skipulags- og umhverfismál heyra undir sérstakt svið og undir það falla Skipulags- og byggingardeild og Umhverfis- og landbúnaðardeild. Nú þegar hefur verið auglýst eftir deildarstjóra Umhverfis- og landbúnaðardeildar. Framundan er að auglýsa eftir sviðsstjóra Skipulags- og umhverfissviðs.
?
Fjölskyldusvið skiptist í félags- og velferðarþjónustu og skóla- og menntun. Þá tilheyrir frístundastarfsemi sviðinu en þar undir heyrir rekstur íþróttamannvirkja og tómstundastarfsemi. Málefni flóttamanna er nú skilgreindur sérstaklega sem málaflokkur undir félags- og velferðarþjónustu. Inga Vildís Bjarnadóttir, deildarstjóri félagsþjónustu (félagsmálastjóri), er á leið í ársleyfi frá störfum og verður ráðið tímabundið í hennar starf. Sviðsstjóri Fjölskyldusviðs er Hlöðver Ingi Gunnarsson.
Jafnframt er lögð fyrir byggðarráð tillaga um að Atvinnu,- markaðs- og menningarmálanefnd Borgarbyggðar verði lögð niður og verkefni nefndarinnar færð beint undir byggðarráð, þar á meðal málefni safnahúss og félagsheimila. Nefndin var sett á fót síðla árs 2019 til reynslu. Með því að leggja niður nefndina næst fram fjárhagslegur sparnaður. Samtímis er lögð meiri ábyrgð á herðar sérfræðinga sveitarfélagsins og sveitarstjóra, með fulltingi byggðarráðs, í þeim málaflokkum sem heyra undir nefndina. Verkefnum sem heyra undir málaflokkinn verður því áfram gert jafn hátt undir höfði.
Verði tillagan samþykkt verða fastanefndir sveitarfélagsins fjórar; Umhverfis- og landbúnaðarnefnd og Skipulags- og byggingarnefnd, sem veita Skipulags- og umhverfissviði leiðsögn í sínum málaflokkum, og Fræðslunefnd og Velferðarnefnd, sem veita Fjölskyldusviði leiðsögn.
Lagt verður til að tillögunum verði vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Í tillögunum felast breytingar á samþykktum Borgarbyggðar en slíkar breytingar þarfnast umræðu og staðfestingu á tveimur fundum sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
- 22.4 2203242
[Vatnsveitur í Borgarbyggð](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18926#2203242)Byggðarráð Borgarbyggðar - 631 Byggðarráð tekur undir með Umhverfis- og landbúnaðarnefnd og felur sveitarstjóra að hefja viðræður við ráðgjafa KPMG um að vinna valkostagreiningu.
Samþykkt samhljóða.
Eiríkur Ólafsson fór af fundi að loknum þessum lið
Lilja Björg Ágústsdóttir fór af fundi að loknum þessum lið.
- 22.5 2111023
[Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18926#2111023)Byggðarráð Borgarbyggðar - 631 Byggðarráð samþykkir að útbúinn verði einblöðungur á íslensku, pólsku, ensku og úkraínsku í samræmi við framlagt tilboð ÍGF. Þá samþykkir byggðarráð að haldinn verði íbúafundur um málið þar sem ÍGF kynnir breytingar og svara fyrirspurnum. Sveitarstjóra falið að útfæra ásamt deildarstjóra umhverfismála.
Byggðarráð vísar erindi um fjölda og staðsetningu grenndarstöðva til Umhverfis- og landbúnaðarnefndar með ósk um tillögur frá nefndinni.
Samþykkt samhljóða.
Hrafnhildur Tryggvadóttir deildarstjóri umhverfis- og framkvæmdamála sat fundinn undir þessum lið.
- 22.6 2304087
[Auka sveitarstjórnarfundur í apríl 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18926#2304087)Byggðarráð Borgarbyggðar - 631 Byggðarráð leggur til að haldinn verði aukafundur í sveitarstjórn Borgarbyggðar miðvikudaginn 26. apríl kl. 10.00 en þar verða tillögur um breytingu á skipuriti og ársreikningur Borgarbyggðar teknar fyrir ásamt öðrum málum sem fram kunna að koma.
Samþykkt samhljóða.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 631 Byggðarráð samþykkir að sama gjaldskrá skuli gildi í íþróttamiðstöðvum Borgarbyggðar óháð því hvar námsfólk stundar nám. Vísað til sveitarstjóra að útfæra í samstarfi við forstöðumann íþróttamannvirkja.
Samþykkt samhljóða.
- 22.8 2304051
[Aðalfundur Orkuveitu Reykjavíkur 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18926#2304051)Byggðarráð Borgarbyggðar - 631 Fram lagt og sveitarstjóra falið að mæta á fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
- 22.9 2301193
[Samband ísl.sveitarfélaga - fundagerðir 2023.](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18926#2301193)Byggðarráð Borgarbyggðar - 631 Fundargerð framlögð
- 22.10 2301206
[Hafnasamband Íslands - fundargerðir 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18926#2301206)Byggðarráð Borgarbyggðar - 631 Fundargerð framlögð.
=== 23.Byggðarráð Borgarbyggðar - 632 ===
2304015F
Fundargerð framlögð
Fundargerð framlögð.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 632 Byggðarráð tekur heils hugar undir hlýjar kveðjur Félags sauðfjárbænda í Borgarfjarðarhéraði til nágranna okkar í Miðfjarðarhólfi og deilir þeirri von að fleira fé muni ekki greinast með riðuveiki. Byggðarráð er sammála því brýnt sé að setja kraft í viðhald sauðfjárveikivarnagirðinga, sérstaklega á milli Mýra- og Borgarfjarðarsýslna og Húnavatnssýslna en Borgarbyggð hefur komið þeirri áskorun á framfæri við Matvælaráðuneytið, Matvælastofnun og þingmenn kjördæmisins sbr. bókun sveitarstjórnar Borgarbyggðar frá 13. apríl s.l.
Samþykkt samhljóða.
- 23.2 2301087
[Nánari skilgreiningar vegna launa fyrir nefndastörf](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18936#2301087)Byggðarráð Borgarbyggðar - 632 Byggðarráð felur sveitarstjóra að láta fara fram endurskoðun á erindisbréfum nefnda t.d. með tilliti til lagabreytinga, breytinga stefnu sveitarfélagsins í málaflokkum, fyrirkomulagi greiðslna, tíðni og tímasetningu funda o.fl. Endurskoðuninni verði lokið fyrir lok september 2023 og niðurstöður lagðar fyrir byggðarráð.
Samþykkt samhljóða.
Lilja B. Ágústsdóttir fór af fundi að afloknum þessum lið.
- 23.3 1912081
[Aldan framtíðarsýn - starfshópur](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18936#1912081)Byggðarráð Borgarbyggðar - 632 Fyrir liggur að samstarfi Öldunnar og Endurvinnslunnar um móttöku dósa og flaskna til endurvinnslu verður hætt. Stefnan er að því samstarfi ljúki þegar annar aðili hefur tekið að sér að sinna þeirri þjónustu. Byggðarráð vill þakka Endurvinnslunni fyrir gott samstarf undanfarin ár og vonast til að Endurvinnslan eigi gott samstarf við nýjan umboðsaðila.
Samþykkt samhljóða.
- 23.4 2304257
[Orlof húsmæðra 2023.](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18936#2304257)Byggðarráð Borgarbyggðar - 632 Tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga lagður fram. Þar kemur fram að skv. upplýsingum frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu skal framlag sveitarfélaga til orlofsnefnda á hverju svæði vera minnst kr. 141,01 fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins. Framlag þetta skal greiða orlofsnefnd viðkomandi orlofssvæðis fyrir 15. maí nk. sbr. 5. gr. laga nr. 53/1972. Samkvæmt þessu er lögbundið framlag Borgarbyggðar m.v. íbúafjölda í lok árs 2022 að lágmarki um 578 þús.kr.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 632 Samkvæmt fjárfestingaráætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2023 er áætlað að nettó fjárfestingar verði samtals kr. 566 m.kr. Þar af er ráðgert að 333 m.kr. verði fjárfest í húsnæði og 176 m.kr. í götum og vegum. Í vinnu við gerð fjárhagsáætlunar kom fram að ráðgert væri að um 6% fjárfestingar ársins myndi falla til á fyrsta ársfjórðungi og að fjárfestingar yrðu mestar í sumar og haust. Ekkert hefur komið fram sem gefur tilefni til að breyta áætlun ársins og engum verkefnum hefur verið slegið á frest. Í núverandi vaxta- og verðbólguumhverfi er mikilvægt að varast að auka skuldir sveitarfélagsins þannig að áframhaldandi varfærni í fjárfestingum er skynsamleg.
Tillaga frá Sigurði Guðmundssyni fyrir hönd minnihluta: "Raun fjárfesting ársins 2023 stefnir í að verða lægri heldur en samþykkt fjárfestingaráætlun 2023 hljóðaði upp á m.a. vegna hagstæðra niðurstöðu útboðs á hönnun Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og framgang annarra verkefna á fyrstu mánuðum ársins. Fyrir hönd minnihluta sveitarstjórnar Borgarbyggðar legg ég til breytingar á fjárfestingaráætlun sem fela það í sér að auka fjárfestingu í skólalóð Grunnskólans í Borgarnesi þannig að henni verði lokið á árinu 2023 samkvæmt fyrirliggjandi hönnun lóðarinnar. Góð skólalóð er mikilvæg hverjum skóla og hjálpar til við að gera gott skólastarf betra. Fjármagn sem þarf til þess verði tekið af öðrum liðum innan ársins og fjárfesting í skólalóðum næstu ára lækkuð á móti þannig er einungis um tilfærslur fjármuna innan áætlunarinnar 2023-2026. Þar sem fyrir liggur hönnun á skólalóðinni þá á að vera mögulegt að hrinda þessu í framkvæmd á þessu ári.
Jafnframt legg ég til að ef í ljós kemur að ef það verði meiri slaki í fjárfestingum ársins að hann verði nýttur til þess að klára stækkun á búningsklefum kvenna í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Þar er ófrágengið pláss við hlið núverandi búningsklefa sem myndaðist við breytingar sem gerðar voru á sundlaug og líkamsræktaraðstöðu fyrir nokkrum árum. Verkefnið ætti ekki að vera stórt því einungis er um að ræða innréttinga- og frágangsvinnu á rýminu sem mætti undirbúa þannig að mögulegt sé að hrinda því í framkvæmd ef svigrúm skapast."
Bókun frá fulltrúum Framsóknarflokksins: "Fulltrúar Framsóknar telja varhugavert strax á fyrsta ársfjórðungi að áætla að raun fjárfestingar ársins verði lægri en áætlanir gera ráð fyrir. Enda gera áætlanir ráð fyrir að stærsti hluti kostnaðar komi fram síðari hluta árs. Undirrituð geta tekið undir mikilvægi þess að bæta búningsaðstöðu í sundlaug íþróttamiðstöðvar og aðbúnað á skólalóðum enda hefur í tengslum við jákvæða niðurstöðu ársreiknings þegar verið óskað eftir upplýsingum um kostnaðaráætlun og annað er lítur að því að hefja þær framkvæmdir. Sömuleiðis eru áform um að bæta leiksvæði í hverfum sveitarfélagsins og leiktæki á lóð Grunnskólans á Hvanneyri. Skólastjórnendur Grunnskólans í Borgarnesi hafa óskað eftir því að breytingar verði gerðar á fyrirliggjandi hönnun lóðarinnar og mikilvægt áður en ráðist er í frekari kostnaðarsamar framkvæmdir við lóðina að fá upplýsingar hverjar þarfir skólans eru. En ljóst er að um 40-50 milljónir króna þarf til að klára lóðina."
Tillaga Sigurðar Guðmundssonar borin undir atkvæði og felld með tveimur atkvæðum (GE og DS) gegn einu (SG).
Lilja B. Ágústsdóttir kom á ný til fundarins.
- 23.6 2211232
[Krafa vegna Mávakletts 10](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18936#2211232)Byggðarráð Borgarbyggðar - 632 Málinu var vísað aftur inn í byggðarráð með bókun sveitarstjórnar dags. 9. febrúar 2023, þar sem kalla átti eftir frekari gögnum. Hefur nú verið lögð fram yfirlýsing Birkis Más Gunnarssonar, dags. 23. apríl 2023. Byggðarráð leggur til að samkomulagið verði staðfest og vísar afgreiðslunni til sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
- 23.7 2210251
[Áformuð hlutafjáraukning Ljósleiðarans](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18936#2210251)Byggðarráð Borgarbyggðar - 632 Borgarbyggð hafði samþykkt hlutafjáraukningu Ljósleiðarans fyrir sitt leyti í nóvember síðastliðnum. Sú samþykkt byggðist á viðamiklum gögnum sem þá þegar lágu fyrir um tilgang hlutafjáraukningar, stöðu félagsins og áform um ráðstöfun fjármagns. Borgarbyggð óskar Ljósleiðaranum alls hins besta í komandi hlutafjáraukningu og bindur vonir við að nýtt eigið fé og nýir hluthafar verði til að styrkja félagið enn frekar.
Samþykkt samhljóða.
- 23.8 2304249
[Orkufundur 2023 - Samtök orkusveitarfélaga](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18936#2304249)Byggðarráð Borgarbyggðar - 632 Framlagt fundarboð.
- 23.9 2211229
[Útboð vegna ræstinga](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18936#2211229)Byggðarráð Borgarbyggðar - 632 Lagt er til að ræstingar við Grunnskólann í Borgarnesi, Ölduna, Frístund, Óðal, Leikskólann Andabæ, Tónlistarskóla Borgarfjarðar og ráðhús Borgarbyggðar verði boðnar út fyrir 1. júní 2023 og að leitað verði liðsinnis ráðgjafa við gerð útboðsgagna en að öðru leyti munu sviðsstjórar halda utan um ferlið. Ákvörðunin er byggð á afgreiðslu byggðarráðs frá 3. nóvember sl. en þar segir að við mat á breyttu fyrirkomulagi ræstinga sé mikilvægt að horfa t.d. til gæða, sveigjanleika og fyrirsjáanleika í mönnun, hagkvæmni og áhrifa á starfsemi viðkomandi stofnana.
Samþykkt samhljóða.
Hlöðver Ingi Gunnarsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Lilja B. Ágústsdóttir vék af fundi að afloknum þessum lið.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 632 Framlagt og sveitarstjóra falið að mæta á fundinn fyrir hönd Borgarbyggðar.
- 23.11 2304244
[Niðurfelling vegar af vegaskrá Grenjavegur 5374-01](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18936#2304244)Byggðarráð Borgarbyggðar - 632 Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna búsetu og atvinnurekstur við Grenjaveg og setja sig í samband við bréfritara.
Samþykkt samhljóða.
- 23.12 2201128
[Birkihlíð - útboðsgögn, verðfyrirspurn](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18936#2201128)Byggðarráð Borgarbyggðar - 632 Byggðarráð leggur til að verkið verði klárað í samræmi við verksamning að undanskilinni malbikun á botnlanga við Birkihlíð 2-4.
Samþykkt samhljóða.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 632 Framlagt.
- 23.14 2301002
[Umsagnarmál f. Alþingi 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18936#2301002)Byggðarráð Borgarbyggðar - 632 Framlagt.
- 23.15 2301002
[Umsagnarmál f. Alþingi 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18936#2301002)Byggðarráð Borgarbyggðar - 632 Framlagt.
- 23.16 2301002
[Umsagnarmál f. Alþingi 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18936#2301002)Byggðarráð Borgarbyggðar - 632 Framlagt.
- 23.17 2301002
[Umsagnarmál f. Alþingi 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18936#2301002)Byggðarráð Borgarbyggðar - 632 Framlagt.
- 23.18 2301002
[Umsagnarmál f. Alþingi 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18936#2301002)Byggðarráð Borgarbyggðar - 632 Framlagt.
- 23.19 2301206
[Hafnasamband Íslands - fundargerðir 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18936#2301206)Byggðarráð Borgarbyggðar - 632 Fundargerð framlögð.
- 23.20 2301193
[Samband ísl.sveitarfélaga - fundagerðir 2023.](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18936#2301193)Byggðarráð Borgarbyggðar - 632 Fundargerðir framlagðar.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 632 Fundargerð framlögð.
=== 24.Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 53 ===
2304011F
Fundargerð framlögð
Fundargerð framlögð.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 53 Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar gerir ekki athugasemd við breytinguna en vill árétta að þess verði gætt að lýsing við hús verði lágstemmd. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
- 24.2 2301243
[Krossnes L135934 - Umsókn um framkvæmdaleyfi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18934#2301243)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 53 Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi skv. 13. grein skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir bæði framkvæmdinni og mótvægisaðgerðunum þegar samþykki landeiganda Þverholts L205887 hefur borist sveitarfélaginu.
- 24.3 2304019
[Borgarland L196891 - Umsókn um framkvæmdaleyfi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18934#2304019)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 53 Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að taka til afgreiðslu framkvæmdaleyfi skv. 13. grein skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir efnistöku úr núverandi námu Borgir (E96) þegar viðeigandi gögnum hefur verið skilað inn til sveitarfélagsins s.s. tímaáætlun um efnistöku og frágangsáætlun þar sem m.a. verði gerð grein fyrir lokun námunnar. Skilyrði fyrir efnistökunni verða skilgreind í framkvæmdaleyfi. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn Borgarbyggðar að heildarúttekt verði gerð á efnistökusvæðum samhliða vinnu við endurskoðun aðalskipulags þar sem skilgreind efnistöku- og efnislosunarsvæði verði metin m.t.t. framtíðarnotkunar.
- 24.4 2304018
[Raðhólar L211822 - Umsókn um framkvæmdaleyfi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18934#2304018)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 53 Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, telur að ekki sé unnt að veita framkvæmdaleyfi fyrir fyrirhugaðri efnistöku þar sem engin náma er skilgreind á svæðinu í aðalskipulagi Borgarbyggðar. Landeiganda er bent á að hann geti óskað eftir því að efnistökusvæðið verði skilgreint í aðalskipulagi.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 53 Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá málinu í samvinnu við málsaðila.
- 24.6 2103141
[Melabraut - Lagnakerfi götu](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18934#2103141)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 53 Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í að notaðar verði blágrænar ofanvatnslausnir við athafnarsvæðið að Melabraut, Hvanneyri.
- 24.7 2304210
[Fyrirspurn um skipulagsmál](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18934#2304210)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 53 Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið með fyrirvara um afstöðu aðliggjandi lóðareigenda.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 53 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða breytingu á stefnu fyrir landbúnaðarsvæði í aðalskipulaginu til auglýsingar skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar.
- 24.9 2301075
[Aðalskipulag - Endurskoðun - Vinnslutími](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18934#2301075)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 53
- 24.10 2303026F
[Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 9](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18934#2303026F)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 53 Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa nr. 9
- 24.11 2304005F
[Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 10](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18934#2304005F)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 53 Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa nr. 10
- 24.12 2304013F
[Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 11](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18934#2304013F)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 53 Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa nr. 11
- 24.13 2303030F
[Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 208](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18934#2303030F)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 53 Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 208
- 24.14 2304001F
[Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 209](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18934#2304001F)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 53 Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 209
=== 25.Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 220 ===
2304021F
Fundargerð framlögð
Fundargerð framlögð.
- Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 220 Fræðslunefnd samþykkti á síðasta fundi sínum skóladagatöl fyrir stofnanir Borgarbyggðar. Fræðslunefnd leggur það í hendurnar á hverri skólastofnun að ákveða hvort þau opni klukkan 10:00 eftir jólafrí á næsta skólaári í samráði við foreldra- og skólaráð. Nú munu skólar birta skóladagatöl á heimasíðum skólanna svo að foreldrar og nemendur geti byrjað að undirbúa næsta vetur.
Samþykkt samhljóða
- 25.2 2304033
[Hinsegin fræðsla i grunnskólum Borgarbyggdar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18938#2304033)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 220 Lagt fram til kynningar.
- Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 220 Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir verkefni á vegum barnamálaráðuneytisins um úthlutun fjármuna fyrir alla í grunnskólum. Borgarbyggð hefur sótt þessa fundi og gerir ráðfyrir að vinna áfram með þau eyðublöð sem sveitafélagið hefur fengið. Fræðslunefnd verður upplýst um framhald þessarar vinnu.
- 25.4 2301205
[Barnamenningarhátíð á Vesturlandi 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18938#2301205)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 220 Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnir dagskrána fyrir barnamenningarhátíðina sem ber heitið OK. Hátíðin er íburðarmikil og margir áhugaverðir viðburðir á dagskrá. Fræðslunefnd vill koma á framfæri sérstöku þakklæti til Sigfríðar Björnsdóttur skólastjóra tónlistaskólans. Hún hefur haldið utan um verkefnið af miklum metnaði og ber dagskráin þess merki.
Samþykkt samhljóða.
- 25.5 2304107
[Farsæld á fyrsta ári - samantekt ráðherra](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18938#2304107)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 220 Lagt fram til kynningar
- 25.6 2202028
[Endurmenntunarsjóður grunnskóla 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18938#2202028)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 220 Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnir umsókn fjölskyldusviðs í Endurmenntunarsjóð grunnskóla fyrir næsta skólaár. Verkefnið sem sótt er um í ár snýr að kynfræðslu í grunnskólum og er framhald af Sprotaverkefni sem Þóra Geirlaug kennari við Grunnskóla Borgarfjarðar fékk styrk fyrir núverandi skólaár.
- 25.7 2101054
[Ytra mat Leikskólinn Ugluklettur](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18938#2101054)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 220 Kristín Gísladóttir skólastjóri Uglukletts kemur til fundarins og kynnir framvinduna í ytra matinu sem Ugluklettur er að vinna í. Fræðslunefnd þakkar henni fyrir kynninguna. Ugluklettur á mikið hrós skilið fyrir metnnaðarfullt starf.
Samþykkt samhljóða.
- 25.8 2303217
[Varmaland - nemendafjöldi næsta skólaárs 2023-2024](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18938#2303217)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 220 Í aðalnámskrá er veitt leiðsögn um hvernig skólum ber að tryggja heilbrigði og velferð nemenda sem byggir á andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Nám og námsaðferðir nemenda eru einstaklingsbundnar og mikilvægt að geta mætt þeim innan skólastofnana. Mikilvægt er að öll börn fái tækifæri til að njóta styrkleika sinna sem er lykilþáttur í að byggja upp jákvæða sjálfsmynd. Leikur og samskipti við samnemendur er jafnframt mikilvæg námsaðferð sem opnar víddir sköpunargleði barna og ungmenna og hjálpar þeim að finna hæfileikum sínum farveg. Þá eru samskipti, samtal og speglun eigin skoðana og viðhorfa afar mikilvægur þáttur í námi og þroska. Í ljósi fámennis í Varmalandsdeild Grunnskóla Borgarfjarðar þykir ljóst að erfitt er að veita nemendum þar viðeigandi tækifæri til að þroska ofangreinda þætti sem og að tryggja þeim þá greinabundnu menntun sem þeir eiga rétt á.
Fræðslunefnd leggur til að á þessum tímapunkti sé ekki farið í þær aðgerðir að sameina nemendur á unglingastigi á Varmalandi við Kleppjárnsreyki á næsta skólaári. En fræðslunefnd leggur áherslu á að nemendur fái tækifæri til að vinna saman á milli unglingastigana.
Því leggur fræðslunefnd til að í tengslum við byggingu og endurbætur á Kleppjárnsreykjadeild Grunnskóla Borgarfjarðar sem fyrirhugað er að ljúki árið 2025 verði þegar hafist handa við að kanna endurskilgreiningu á upptökusvæði skólahverfa og skipulagi skólastarfsins, skólaakstri og öðrum þáttum er lúta að því markmiði að nemendur við Varmalandsdeild Grunnskóla Borgarfjarðar verði komnir í húsnæði á Kleppjárnsreykjum árið 2025 í góðri sátt við nemendur, foreldra og starfsfólk. Á þeim tíma sé ekki gerð breyting á núverandi skólaskipan.
Þá sé einnig mikilvægt að fræðslunefndin fái kynningu á nýju skólahúsnæði á Kleppjárnsreykjum.
Samþykkt samhljóða.
- 25.9 2304253
[Reglur vegna efnilegra ungmenna sem leggja stund á íþróttir, tómstundir og listir í Vinnuskóla Borgarbyggðar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18938#2304253)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 220 Sigríður Verkefnastjóri tómstundamála kynnir tillögur að breytingu á reglum ,, vegna efnilegra ungmenna sem leggja stund á íþróttir, tómstundir og listir í vinnuskóla Borgarbyggðar? breytingarnar eru lagðar fram til að styðja betur við ungmenni í Borgarbyggð. Fræðslunefnd samþykkir breytingarnar og telur mikilvægt að þær séu kynntar vel á heimasíðu sveitafélagsins.
Samþykkt samhljóða.
- 25.10 2304254
[Kynning á sumarfjöri og vinnuskóla - vor 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18938#2304254)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 220 Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir verkefnastjóri tómstunda kemur til fundarins og kynnir sumarfjörið og vinnuskólann fyrir næsta vetur.
Helstu breytingar eru: Sumarfjörið verður staðsett í Borgarnesi fyrir öll börn í Júní og Júlí en í ágúst verður stefnt á að starfstöð verði á Hvanneyri. Akstur verður í boði fyrir börn í dreifbýli, tvær ferðir á dag að morgni og í lok dags. Þá verður einnig stefnt að því að bjóða uppá akstur af Mýrum á sama tíma. Gerð verður tilraun með að hafa Óðal opið fyrir miðstig og unglingastig tvisvar í viku í sumar.
Fræðslunefnd finnst mikilvægt að tómstundastarfið í sumar sé vel kynnt fyrir foreldrum og börnum.
Samþykkt samhljóða.
- 25.11 2301061
[Breyting á opnunartíma - sundlaugin á Kleppjárnsreykjum](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18938#2301061)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 220 Ingunn Jóhannesdóttir forstöðumaður íþróttamannvirkja kemur til fundarins og ræðir opnun sundlaugarinnar á Kleppjárnsreykjum.
Fræðslunefnd leggur það til að samræmt verði á milli sundlaugarinna á Varmalandi og Kleppjárnsreykjum að ekki verði boðið upp á vetraropnun frá og með haustinu 2023. Málinu er vísað inn til Byggðarráðs til umræðu.
Samþykkt samhljóða.
Fundi slitið - kl. 17:45.