Borgarbyggð
Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 137. fundur
= Velferðarnefnd Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Trúnaðarbók 2023 ===
2302009
Lagðar fram afgreiðslur starfsmanna frá síðasta fundi og afgreiddar umsóknir um fjárhagsstyrk. Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustu starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
=== 2.Öldungaráð Borgarbyggðar - 8 ===
2304008F
Fundargerð lögð fram, engar athugasemdir gerðar.
- 2.1 2205069 Móttaka nýs sveitarstjórnarfólks og nefndarmannaÖldungaráð Borgarbyggðar - 8 Sveitarstjóri kynnti fyrirkomulag nefndastarfs hjá sveitarfélaginu. Öldungaráð kallar eftir að HVE skipi fulltrúa í öldungaráð til að tryggja fulla mönnun þess skv erindisbréfi.
- 2.2 2206128 Verkaskipting nefndar 2022-2026Öldungaráð Borgarbyggðar - 8 Öldungarráð samþykkir að skipa Guðbrand Guðbrandsson sem formann öldungaráðs og Sigurð Oddsson sem varaformann.
Samþykkt samhljóða.
- 2.3 2209252 Samþætting þjónustu við aldraðaÖldungaráð Borgarbyggðar - 8 Staða verkefnisins kynnt fyrir öldungaráði. Öldungaráð lýsir ánægju með fram komnar hugmyndir en vekur athygli á að stærð sveitarfélagsins felur í sér talsverða áskorun.
- 2.4 2007082 Félagsstarf aldraðraÖldungaráð Borgarbyggðar - 8 Framboð á félagsstarfi rætt, fram komu hugmyndir um að reyna að koma upplýsingum um félagsstarf á einn stað. Einnig sé mikilvægt að koma upplýsingum á framfæri í gegnum auglýsingar í verslunum og í félagsstarfi ásamt því sem auglýst er á facebook eða heimasíðum. Almenn ánægja með fjölbreytni í félagsstarfi.
- 2.5 1906011 Félagsþjónusta Borgarbyggðar - kynningÖldungaráð Borgarbyggðar - 8 Framlögð og kynnt samantekt á helstu verkefnum félagsþjónustu í Borgarbyggð.
- 2.6 1907031 JafnréttisáætlunÖldungaráð Borgarbyggðar - 8 Framlagðar upplýsingar um kynjaskiptingu í nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins.
=== 3.Stefna í málefnum fatlaðra ===
2005194
Farið yfir stöðu á vinnu stefnu í málefnum fatlaðra.
Farið yfri stöðuna á vinnu að stefnunni. Það hefur hamlað vinnunni að notendaráð fatlaðra er ekki starfandi þar sem hagsmunasamtök fatlaðra hafa ekki sent tilnefningu í ráðið.
=== 4.Breytingar í barnaverndarþjónustu sveitarfélaga ===
2212026
Viðauki við samning og bréf til aðildarsveitarfélaga umdæmisráðs landsbyggða þar sem ákvörðun um skipan Árneshrepps í umdæmisráð Landsbyggða er tilkynnt.
Lagt fram til kynningar.
=== 5.Ungmennaráð Borgarbyggðar ===
2302073
Aðilar frá ungmennaráði segja frá starfi ráðsins.
Ásdís Lind varaformaður ungmennaráðs kom á fundinn og sagði frá starfi ráðsins og áherslum þeirra. Áhersla ráðsins er m.a. á að efla þurfi forvarnir vegna notkunar vímuefna sem hafa aukist til muna að mati ungmennaráðs. Einnig hafa þau áhyggjur af neyslu orkudrykkja sem mjög greiður aðgangur er að fyrir allan aldur í verslunum. Velferðarnefnd tekur undir mikilvægi þess að öflugt forvarnarstarf sé í sveitarfélaginu og lýsir ánægju með að ungmennaráð komi með ábendingar um áhersluatriði. Nefndin beinir því til forvarnarteymis Borgarbyggðar að halda áfram þeirri stefnu að ná samtali við verslunareigendur/rekstraraðila um að takmarka aðgengi barna að tóbaki, nikotínpúðum og orkudrykkjum og einnig að börn séu ekki sett í þá stöðu að þurfa að afgreiða/neita jafningjum um afgreiðslu þessara vara.
=== 6.Samræmd móttaka flóttafólks ===
2303023
María Kristjánsdóttir frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga fer yfir hvað felst í samræmdri móttöku flóttamanna.
Fulltrúi Sambandins fór yfir helstu þætti sem felast í samræmdri móttöku flóttafólks.
Um er að ræða þjónustu við fólk með stöðu flóttafólks, þ.e. fólk sem hefur fengið samþykkta alþjóðlega vernd á Íslandi og fengið íslenska kennitölu.
Flóttafólk, líkt og aðrir íbúar sveitarfélaga, eiga rétt á allri grunnþjónustu sveitarfélaga. Þeir geta skráð lögheimili sitt í hvaða sveitarfélagi sem þeir vilja líkt og aðrir íbúar landsins svo framarlega sem þeir hafa húsnæði. Markmið þjónustusamningsins um samræmda móttöku flóttafólks er að standa undir þeirri viðbótarþjónustu sem starfsfólk félagsþjónustu veitir vegna flóttafólks. Sveitarfélög eiga einnig rétt á endurgreiðslu á útlögðum kostnaði samkvæmt 15. gr. félagsþjónustulaga.
12 sveitarfélög á Íslandi eru nú með samning um samræmda móttöku flóttamanna.
Nefndin telur tímabært að skoða betur möguleika varðandi samning um samræmda móttöku flóttafólks og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs og félagsmálastjóra að eiga samtal um það við ráðuneytið.
Um er að ræða þjónustu við fólk með stöðu flóttafólks, þ.e. fólk sem hefur fengið samþykkta alþjóðlega vernd á Íslandi og fengið íslenska kennitölu.
Flóttafólk, líkt og aðrir íbúar sveitarfélaga, eiga rétt á allri grunnþjónustu sveitarfélaga. Þeir geta skráð lögheimili sitt í hvaða sveitarfélagi sem þeir vilja líkt og aðrir íbúar landsins svo framarlega sem þeir hafa húsnæði. Markmið þjónustusamningsins um samræmda móttöku flóttafólks er að standa undir þeirri viðbótarþjónustu sem starfsfólk félagsþjónustu veitir vegna flóttafólks. Sveitarfélög eiga einnig rétt á endurgreiðslu á útlögðum kostnaði samkvæmt 15. gr. félagsþjónustulaga.
12 sveitarfélög á Íslandi eru nú með samning um samræmda móttöku flóttamanna.
Nefndin telur tímabært að skoða betur möguleika varðandi samning um samræmda móttöku flóttafólks og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs og félagsmálastjóra að eiga samtal um það við ráðuneytið.
Fundi slitið - kl. 15:00.
Samþykkt samhljóða.