Grindavíkurbær
Bæjarstjórn - Fundur 541
**541. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 30. maí 2023 og hófst hann kl. 16:00.**
Fundinn sátu:
Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, aðalmaður og Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður. Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá:
**1. Kjör forseta bæjarstjórnar og 1. og 2. varaforseta - 2205257**
Til máls tók: Ásrún.
Forseti leggur til að eftirtalin verði kjörin til eins árs: Forseti bæjarstjórnar: Ásrún Helga Kristinsdóttir 1. varaforseti: Helga Dís Jakobsdóttir 2. varaforseti: Hallfríður Hólmgrímsdóttir
Samþykkt samhljóða.
**2. Kosning í bæjarráð, sbr. 28. gr. og A lið 48. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar - 2205250**
Til máls tók: Ásrún.
Forseti leggur til að eftirtalin verði kjörin í bæjarráð til eins árs: Aðalmenn: Hjálmar Hallgrímsson, formaður Helga Dís Jakobsdóttir, varaformaður Hallfríður Hólmgrímsdóttir Varamenn: Birgitta Káradóttir Sævar Þór Birgisson Birgitta Rán Friðfinnsdóttir Áheyrnarfulltrúi með málfrelsi og tillögurétt: Ásrún Helga Kristinsdóttir
Samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3 atkvæðum fulltrúa M-lista.
**3. Ársuppgjör 2022 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2303014**
Til máls tók: Ásrún.
Síðari umræða um ársreikning 2022 Grindavíkurbæjar og stofnana og er hann lagður fram til samþykktar.
Ársreikningur Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árið 2022 er samþykktur samhljóða.
**4. Siðareglur kjörinna fulltrúa Grindavíkurbæjar - 2304049**
Til máls tók: Ásrún.
Lagðar fram uppfærðar siðareglur kjörinna fulltrúa Grindavíkurbæjar. Bæjarráð hefur tekið siðareglurnar fyrir á fundi sínum og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.
Siðareglurnar eru samþykktar samhljóða.
**5. Hafnargata 13 - Eigandi Rauði krossinn - 2210035**
Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri og Hjálmar.
Fyrir liggur kauptilboð Grindavíkurbæjar í eignarhluta Rauða krossins að Hafnargötu 13. Tilboðið var undirritað með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar tilboðinu til samþykktar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða kauptilboðið og felur bæjarstjóra að ganga frá kaupsamningi og afsali.
**6. Samþykkt um sorphirðu - 2305023**
Til máls tók: Ásrún.
Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Grindavíkurbæ lögð fram til fyrri umræðu.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa samþykktinni til síðari umræðu.
**7. Gjaldskrá sorphirðu - 2305024**
Til máls tóku: Ásrún og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs í Grindavíkurbæ er lögð fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs í Grindavíkurbæ.
**8. Samþykkt um hænsnahald - 2108050**
Til máls tók: Ásrún.
Lögð fram samþykkt um hænsnahald til annarrar umræðu bæjarstjórnar. HES tók samþykktina fyrir á 300. fundi sínum þann 4. maí 2023 og bókaði eftirfarandi: Nefndin fagnar frumkvæði Grindavíkur í þessum málum og hvetur önnur sveitarfélög á svæðinu til að setja sér sambærilega samþykkt.
Bæjarstjórn samþykkir samþykktina samhljóða.
**9. Vinnuaðstaða starfsfólks á bókasafni í Hópsskóla - 2305039**
Til máls tók: Ásrún.
Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2023 til kaupa á skrifstofuhúsgögnum fyrir starfsmann bókasafns í Hópsskóla að fjárhæð 550.000 kr. Lagt er til að viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
**10. Beiðni um viðauka - Túngata - 2305058**
Til máls tók: Ásrún.
Lögð fram beiðni um viðauka á fjárhagsáætlun sambýlis á Túngötu vegna ársins 2023. Viðaukinn snýr að tveimur þáttum. Annars vegar framlengingar á 50% stöðugildi frá 1. júlí til ársloka að fjárhæð 2.434.000 kr. Hins vegar er óskað eftir heimild til að breyta starfslýsingum starfsfólks til samræmis við aukið álag og auknar starfsskyldur en það leiðir af sér launaflokkahækkun. Bæjarráð samþykkir nýjar starfslýsingar sem halda gildi sínu á meðan þetta álagstímabil stendur yfir. Dagsetning nýrra starfslýsinga verði 1. maí 2023. Kostnaðarauki vegna þessa er 3.047.000 á árinu 2023. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2023 að fjárhæð 5.481.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
**11. Heimild til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi bæjarstjórnar - 2305021**
Til máls tók: Ásrún.
Með vísan til 8. gr. samþykkta um stjórn Grindavíkurkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar leggur forseti til að fundir bæjarstjórnar verði felldir niður í júní og júlí í sumarleyfi bæjarstjórnar. Jafnframt að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála, í samræmi við 33. gr. sömu samþykkta, nema þar sem lög kveða á um annað.
Samþykkt samhljóða.
**12. Ungmennaráð Grindavíkur - Fundur með bæjarstjórn - 2304040**
Ungmennaráð Grindavíkur mætti til fundarins, ásamt sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs og forstöðumanni Þrumunnar og leggja fyrir eftirfarandi dagsskrá til umræðu:
1. Yfirferð á verkefnum ársins 2022-2023 og farið stuttlega yfir hvað sé framundan 2. Nokkrir fulltrúar ráðsins taka til máls 2.1. Atvinnutækifæri ungmenna 2.2. Hvernig nýtist ungmennaráðið best 2.3. Þruman, ungmennahús og ungmennagarður 3. Svör bæjarfulltrúa 4. Opin umræða
**13. Fundargerðir - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2023 - 2302049**
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Birgitta Hrund og bæjarstjóri. Fundargerð 788. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum þann 12. apríl 2023 er lögð fram til kynningar.
**14. Fundargerðir 2023 - Svæðisskipulag Suðurnesja - 2301125**
Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri, Hallfríður og Birgitta Hrund. Fundargerð 36. fundar Svæðisskipulags Suðurnesja þann 30. mars 2023 er lögð fram til kynningar.
**15. Fundargerðir 2023 - Svæðisskipulag Suðurnesja - 2301125**
Til máls tóku: Ásrún og bæjarstjóri. Fundargerð 37. fundar Svæðisskipulags Suðurnesja þann 4. maí 2023 er lögð fram til kynningar.
**16. Fundargerðir - Heilbrigðisnefnd Suðurnesja 2023 - 2301117**
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Birgitta Hrund, Helga Dís og bæjarstjóri. Fundargerð 300. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja þann 4. maí 2023 lögð fram til kynningar.
**17. Fundargerðir - Reykjanes Geopark 2023 - 2303018**
Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri, Birgitta Hrund og Hallfríður. Fundargerð 71. fundar Reykjanes jarðvangs ses þann 14. apríl 2023 er lögð fram til kynningar.
**18. Bæjarráð Grindavíkur - 1642 - 2304020F**
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður og Birgitta Hrund.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**19. Bæjarráð Grindavíkur - 1643 - 2305006F**
Til máls tóku: Ásrún, Birgitta Hrund, Hallfríður, Birgitta Rán og Gunnar Már.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**20. Bæjarráð Grindavíkur - 1644 - 2305011F**
Til máls tóku: Ásrún, Birgitta Hrund, bæjarstjóri, Hallfríður, Hjálmar, Gunnar Már og Birgitta Rán.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**21. Skipulagsnefnd - 119 - 2304022F**
Til máls tóku: Ásrún, Birgitta Hrund, Hjálmar, bæjarstjóri, Gunnar Már, Hallfríður, Helga Dís, og Birgitta Rán.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**22. Skipulagsnefnd - 120 - 2305007F**
Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri og Hjálmar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**23. Fræðslunefnd - 131 - 2304017F**
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Birgitta Hrund, Birgitta Rán og Helga Dís.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**24. Frístunda- og menningarnefnd - 125 - 2304021F**
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Helga Dís, Birgitta Hrund og bæjarstjóri. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**25. Hafnarstjórn Grindavíkur - 489 - 2305001F**
Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri, Hallfríður, Helga Dís, bæjarstjóri og Gunnar Már.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**26. Afgreiðslunefnd byggingar- og skipulagsmála - 71 - 2304013F**
Til máls tók: Ásrún.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**27. Afgreiðslunefnd byggingar- og skipulagsmála - 72 - 2305005F**
Til máls tók: Ásrún.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**28. 50 ára afmælisnefnd Grindavíkurbæjar - 1 - 2304016F**
Til máls tók: Ásrún. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40.
Skipulagsnefnd / 6. mars 2023
[Fundur 116](/v/26472)
Skipulagsnefnd / 15. maí 2023
[Fundur 120](/v/26471)
Bæjarstjórn / 30. maí 2023
[Fundur 541](/v/26462)
Bæjarráð / 23. maí 2023
[Fundur 1644](/v/26448)
Bæjarráð / 16. maí 2023
[Fundur 1643](/v/26431)
Fræðslunefnd / 4. maí 2023
[Fundur 131](/v/26411)
Hafnarstjórn / 8. maí 2023
[Fundur 489](/v/26410)
Bæjarráð / 2. maí 2023
[Fundur 1642](/v/26397)
Skipulagsnefnd / 3. maí 2023
[Fundur 119](/v/26393)
Frístunda- og menningarnefnd / 3. maí 2023
[Fundur 125](/v/26392)
Fræðslunefnd / 17. apríl 2023
[Fundur 130](/v/26387)
Bæjarstjórn / 25. apríl 2023
[Fundur 540 ](/v/26378)
Bæjarráð / 18. apríl 2023
[Fundur 1641](/v/26371)
Skipulagsnefnd / 3. apríl 2023
[Fundur 118](/v/26358)
Fræðslunefnd / 2. mars 2023
[Fundur 129](/v/26356)
Bæjarráð / 4. apríl 2023
[Fundur 1640](/v/26355)
Bæjarstjórn / 29. mars 2023
[Fundur 539](/v/26340)
Bæjarráð / 22. mars 2023
[Fundur 1639](/v/26326)
Skipulagsnefnd / 22. mars 2023
[Fundur 117](/v/26325)
Bæjarráð / 22. mars 2023
[Fundur 1638](/v/26324)
Frístunda- og menningarnefnd / 9. mars 2023
[Fundur 124](/v/26303)
Bæjarráð / 8. mars 2023
[Fundur 1637](/v/26300)
Bæjarstjórn / 1. mars 2023
[Fundur 538](/v/26284)
Fræðslunefnd / 27. febrúar 2023
[Fundur 128](/v/26282)
Bæjarráð / 23. febrúar 2023
[Fundur 1636](/v/26277)
Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2023
[Fundur 115](/v/26273)
Bæjarráð / 15. febrúar 2023
[Fundur 1635](/v/26264)
Skipulagsnefnd / 10. febrúar 2023
[Fundur 114](/v/26255)