Dalabyggð
Byggðarráð Dalabyggðar - 309
|Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda sat fundinn undir lið 1.|
**1. 2304023 - Framkvæmdir 2023**
|Farið yfir atriði sem tekin voru fyrir á stöðufundi framkvæmda hjá starfsfólki Dalabyggðar til að upplýsa byggðarráð um stöðu framkvæmda.|
Lagt til að sveitarstjóri hafi heimild til að ganga frá samningi vegna grassláttar í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða.
**2. 2301013 - Rekstur Silfurtúns 2023**
|Lagt til að sveitarstjóra sé falið að eiga samtal við Heilbrigðisráðuneytið vegna stöðu mála, í samræmi við umræður á fundinum.|
Samþykkt samhljóða.
**3. 2101017 - Samstarfssamningur við Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi 2021-2023**
|Dalabyggð heldur áfram samtali um möguleika á nýtingu húsnæðis sveitarfélagsins fyrir starf félagsins.|
**4. 2302006 - Félagslegar íbúðir**
|Lagt til að íbúðir Dalabyggðar í Stekkjahvammi verði færðar yfir á almennan rekstur, íbúð Dalabyggðar að Sunnubraut fari í söluferli og íbúðir fyrir eldri borgara við Silfurtún fari undir félagslegar íbúðir. |
Samþykkt samhljóða.
**5. 2301018 - Vínlandssetur 2023**
|Rætt um stöðu mála á rekstri Vínlandsseturs.|
|Herdís Erna Gunnarsdóttir skólastjóri Auðarskóla, kemur inn á fundinn undir dagskrárlið 6.|
**6. 2305018 - Innkaup Dalabyggðar, verktakar og vörur**
|Lagt til að sveitarstjóri vinni að útboði á rekstri mötuneytis Auðarskóla í samræmi við innkaupareglur Dalabyggðar og umræður á fundinum.|
Samþykkt samhljóða.
Lagt til að sveitarstjóri taki saman starfsprósentu við þrif í húsnæði Dalabyggðar (m.a. skrifstofu og grunnskóla) og skoði útfærslu á starfi við þrif.
Samþykkt samhljóða.
**7. 2305017 - Íþróttamannvirki í Búðardal 2023**
|Rætt um stöðu mála.|
**8. 1904034 - Úrgangsþjónusta - samningur 2021 - 2023**
|Lagt til að sveitarstjóri tilkynni þjónustuaðila um vilja Dalabyggðar til að framlengja samning um úrgangsþjónustu um eitt ár.|
Samþykkt samhljóða.
**9. 2302001 - Skilti og merkingar í Dalabyggð 2023**
|Í samræmi við minnisblaði verði kallað eftir fulltrúa frá Vegagerðinni, fulltrúi menningarmálanefndar verði Alexandra Rut Jónsdóttir og sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarstjórnar.|
Samþykkt samhljóða.
**10. 2301067 - Starfsumhverfi skipulags- og byggingarmála**
|Rætt um stöðu mála. Umhverfis- og skipulagsnefnd mun einnig fjalla um málið á sínum næsta fundi.|
**11. 2302009 - Safnamál Dalabyggðar 2023**
|Rætt um stöðu safnamála eftir framlagða greinargerð vinnuhóps.|
**12. 2305021 - Umsókn um grunnskólanám utan lögheimilisveitarfélags**
|Samþykkt í samræmi við framlögð gögn, fært í trúnaðarbók.|
**13. 2305012 - Bréf EFS til sveitarfélaga um almennt eftirlit á árinu 2023**
|Lagt fram til kynningar.|