Dalabyggð
Dalaveitur ehf - 45
**1. 2305022 - Ársreikningur Dalaveitna 2022**
|Rekstrartekjur félagsins á árinu 2022 námu 10,3 millj. kr. og hafa þær aukist um 1,2 millj. kr. frá fyrra ári eða um 13,5 %. |
Tap varð á rekstri félagins á árinu að fjárhæð 9,0 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi (2021; 10,5 millj. kr.) og eigið fé félagsins í árslok var neikvætt um 33,5 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi.
Ársreikningur 2022 samþykktur samhljóða.
**2. 2305019 - Dalaveitur 2023, staða og horfur**
|Rekstur Dalaveitna ehf. er ekki sjálfbær, liggja þar ýmsar ástæður að baki, m.a. eru tengipunktar ljósleiðara mun færri en í upphaflegum áætlunum, stofnkostnaður ljósleiðarakerfis varð langt umfram sömu áætlanir og þróun fjármagnskostnaðar hefur þróast á mun verri veg en í upphaflegum áætlunum. Gjaldsskrá þarf að yfirfara hvað ljósleiðarakerfi varðar og koma þarf á gjaldskrá varðandi hitaveituhluta Dalaveitna ehf.|
Rekstrarhæfi Dalaveitna ehf. nú er tryggt með framlagi eigandans, Dalabyggðar, og vinna er hafin við að tryggja sjálfbærni rekstrar sbr. framangreint.
Stjórn Dalaveitna felur sveitarstjóra að gera tillögu að gjaldskrá fyrir hitaveituna sem undir fyrirtækið heyrir sem og að gera tillögur að aðgerðum til að ljósleiðarahlutinn verði sjálfbær.