Grindavíkurbær
Bæjarráð - Fundur 1643
**1643. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 16. maí 2023 og hófst hann kl. 16:00.**
Fundinn sátu: Hjálmar Hallgrímsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Birgitta H. Ramsay Káradóttir, varamaður, Helga Dís Jakobsdóttir, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður og Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi. Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá:
**1. Málefni aðalfundar Kölku-sorpeyðingarstöðvar sf. - 2305009**
Steinþór Þórðarson framkvæmdastjóri Kölku mætti á fundinn og kynnti starfsemi Kölku og framtíðarplön í rekstrinum. Einnig sat fundinn undir þessum dagskrárlið fulltrúi Grindavíkurbæjar í stjórn Kölku, Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir.
**2. Vinnuaðstaða starfsfólks á bókasafni í Hópsskóla - 2305039**
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagkrárlið. Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2023 til kaupa á skrifstofuhúsgögnum fyrir starfsmann bókasafns í Hópsskóla að fjárhæð 550.000 kr. Lagt er til að viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina.
**3. Garðsláttur eldri borgara - 2304041**
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.
Bæjarráð samþykkir að hafa fyrirkomulagið óbreytt nú í sumar en málið verði skoðað betur fyrir sumarið 2024.
**4. Betri vinnutími í leikskóla - 2304001**
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lagt fram minnisblað og bókun fræðslunefndar á fundi 131 þann 4. maí sl.
Bæjarráð samþykkir framlagða tímasetta áætlun um að ná þeim markmiðum sem sett eru.
**5. Sumarlokun leikskóla Grindavíkurbæjar - 2212026**
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lagt fram minnisblað og bókun fræðslunefndar á fundi nr. 131 dags. 4. maí sl. Jafnframt er lagt fram bréf frá skólastjóra Lautar, dags. 5. maí sl.
Bæjarráð samþykkir að stytta sumarlokun í Laut í 4 vikur og það taki gildi sumarið 2024 og að það verið útfært í fjárhagsáætlunarvinnu í haust.
**6. Starfsumhverfi leikskóla og menntun kennara - 2109132**
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lagt fram minnisblað og bókun fræðslunefndar á fundi nr. 131 dags. 4. maí sl.
Bæjarráð samþykkir tillögur og útfærslu sem er í minnisblaðinu en það felur í sér afslátt á vistunargjöldum ef börn eru ekki í leikskóla milli jóla og nýárs, í dymbilviku og auknu sumarleyfi. Sækja þarf um afslátt í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins innan þeirra tímamarka sem gefinn verður.
**7. Læsisstefna Grindavíkurbæjar - 2304015**
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lagt fram minnisblað og bókun fræðslunefndar á fundi 131 þann 4. maí sl.
Bæjarráð tekur undir með fræðslunefnd um mikilvægi læsisstefnu og lýsir jafnframt yfir áhuga sínum á verkefninu "Kveikjum neistann" og felur sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að óska eftir kynningu á verkefninu.
**8. Rekstur Fab Lab á Suðurnesjum - 2305008**
Lagt fram minnisblað frá Menntaneti Suðurnesja, dags. 27. apríl sl. um stafræna smiðju þar sem gerð er grein fyrir markmiðum og fjármögnun verkefnisins.
Málinu frestað til næsta fundar.
**9. Endurskoðun á skipuriti Grindavíkurbæjar - 2206049**
Lögð fram drög að lokaskýrslu frá KPMG um úttekt á stjórnskipulagi Grindavíkurbæjar.
Bæjarráð þakkar KPMG fyrir skýrsluna og mun bæjarráð ásamt bæjarstjóra og sviðsstjórum vinna málið áfram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.
Skipulagsnefnd / 6. mars 2023
[Fundur 116](/v/26472)
Skipulagsnefnd / 15. maí 2023
[Fundur 120](/v/26471)
Bæjarstjórn / 30. maí 2023
[Fundur 541](/v/26462)
Bæjarráð / 23. maí 2023
[Fundur 1644](/v/26448)
Bæjarráð / 16. maí 2023
[Fundur 1643](/v/26431)
Fræðslunefnd / 4. maí 2023
[Fundur 131](/v/26411)
Hafnarstjórn / 8. maí 2023
[Fundur 489](/v/26410)
Bæjarráð / 2. maí 2023
[Fundur 1642](/v/26397)
Skipulagsnefnd / 3. maí 2023
[Fundur 119](/v/26393)
Frístunda- og menningarnefnd / 3. maí 2023
[Fundur 125](/v/26392)
Fræðslunefnd / 17. apríl 2023
[Fundur 130](/v/26387)
Bæjarstjórn / 25. apríl 2023
[Fundur 540 ](/v/26378)
Bæjarráð / 18. apríl 2023
[Fundur 1641](/v/26371)
Skipulagsnefnd / 3. apríl 2023
[Fundur 118](/v/26358)
Fræðslunefnd / 2. mars 2023
[Fundur 129](/v/26356)
Bæjarráð / 4. apríl 2023
[Fundur 1640](/v/26355)
Bæjarstjórn / 29. mars 2023
[Fundur 539](/v/26340)
Bæjarráð / 22. mars 2023
[Fundur 1639](/v/26326)
Skipulagsnefnd / 22. mars 2023
[Fundur 117](/v/26325)
Bæjarráð / 22. mars 2023
[Fundur 1638](/v/26324)
Frístunda- og menningarnefnd / 9. mars 2023
[Fundur 124](/v/26303)
Bæjarráð / 8. mars 2023
[Fundur 1637](/v/26300)
Bæjarstjórn / 1. mars 2023
[Fundur 538](/v/26284)
Fræðslunefnd / 27. febrúar 2023
[Fundur 128](/v/26282)
Bæjarráð / 23. febrúar 2023
[Fundur 1636](/v/26277)
Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2023
[Fundur 115](/v/26273)
Bæjarráð / 15. febrúar 2023
[Fundur 1635](/v/26264)
Skipulagsnefnd / 10. febrúar 2023
[Fundur 114](/v/26255)