Kópavogsbær
Bæjarráð - 3131. fundur
Dags. 25.05.2023: lögð fram drög að samkomulagi milli Hjálparsveitar skáta í Kópavogi og Kópavogsbæjar og óskað eftir heimild bæjarstjóra til undirritunar.
Fundarhlé hófst kl. 10:21, fundi fram haldið kl. 10:30.
Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.
Bókun:
"Því er beint til bæjarstjóra að áður en umræða og afgreiðsla málsins fer fram í bæjarstjórn liggi eftirfarandi nauðsynlegar upplýsingar fyrir:
1. Hvenær lóðaleigusamningar við HSSK renna út. Hvernig áformað er að ráðstafa þeim lóðarréttindum, sem bærinn hyggst leysa til sín?
2. Heildarkostnað Kópavogsbæjar þ.m.t. áætlaðan kostnað af lántöku miðað við þau lánakjör sem nú bjóðast á markaði. Hvaða áhrif væntanleg lántaka hefur á skuldaviðmið og fjármögnun grunninnviða og uppbyggingu þjónustustofnana Kópvogsbæjar.
3. Hvort kolefnisáhrif niðurrifs steinbygginga á lóðinni hafi verið metin. Ef svo er ekki, hvenær á að meta þau og setja fram áætlun um hvernig lágmarka megi neikvæð loftslagsáhrif."
Frá bæjarlögmannni, dags. 30.05.2023, lagt fram svar við ofangreindri fyrirpurn.
Gestir
- Ásthildur Helgadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 10:18
- Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 10:18
Bæjarráð samþykkir með þrem atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur að vísa tillögu um samræmda móttöku flóttafólks til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bókun:
"Undirrituð tekur undir bókun Sigurbjargar, Bergljótar og Einars úr velferðarráði."
Helga Jónsdóttir
Bókun:
"Undirrituð fagna því að Kópavogsbær gangi til samninga við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um samræmda móttöku flóttafólks, mikilvægt er að vel sé að móttöku staðið en ljóst er að framlög sem fylgt hafa samningum um samræmda móttöku duga ekki fyrir útlögðum kostnaði.
Með þessum samningi sýnir Kópavogsbær ábyrgð en mikilvægt er að innviðir standi undir þeim fjölda sem um er samið. Mikill skortur er í dag á leiguhúsnæði hjá Kópavogsbæ og viðbúið er að það verður vandkvæðum bundið að tryggja fólki húsnæði innan tímamarka samningsins ef horft er til stöðunnar á húsnæðismarkaði.
Þá er rétt að benda á að sveitarfélög hafa m.a. bent á að raunkostnaður vegna skólagöngu flóttabarna er hærri en framlög. Undirrituð telja æskilegt að stuðningur mennta- og barnamálaráðuneytisins við skólaþjónustu sveitarfélaga sé hluti af samningi um samræmda móttöku flóttafólks til að tryggja betur fjármögnun sérhæfðrar þjónustu leik- og grunnskóla til flóttabarna."
Ásdís Kristjánsdóttir
Orri V. Hlöðversson
Andri S. Hilmarsson
Elisabet B. Sveinsdóttir.
Bókun:
"Móttaka flóttafólks er samfélagsleg ábyrgð Kópavogsbæjar rétt eins og annarra sveitarfélaga. Þessir nýju íbúar auðga mannlífið, efnahags- og atvinnulíf. Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu glíma við húsnæðisvanda en bjóða engu að síður miklu fleira fólk velkomið. Kópavogsbær hefur árum saman verið langt undir viðmiðum menntamálastofnunar um framlög til íslenskukennslu barna af erlendum uppruna. Framganga Kópavogsbæjar í þessu máli er til skammar."
Bergljót Kristinsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Helga Jónsdóttir.