Dalabyggð
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 38
|Viðar Þór Ólafsson, verkstjóri áhaldahúss kom á fund nefndarinnar undir dagskrárlið 1.|
**1. 2303025 - Ferðaþjónusta í Dalabyggð 2023**
|Viðar kom inn á fundinn og nefndin ræddi fyrirkomulag á opnun á salernum í Skarðsstöð.|
Nefndin er opin fyrir því að skoða möguleikann á opnun og jafnvel að aðeins annað salernið verði opið í einu á hverjum tíma.
Nefndin leggur til að auglýst verði eftir aðila til að sjá um þrif og eftirlit með salernum í Skarðsstöð.
Kostnaðargreina þarf verkefnið áður en það er auglýst, verkefnastjóra og verkstjóra falið að vinna greiningu fyrir tímabilið 1. júní til 30. september, sem lögð verði fyrir byggðarráð/sveitarstjórn.
|Kristján Ingi Arnarsson, umsjónarmaður framkvæmda kom á fund nefndarinnar undir dagskrárlið 2.|
**2. 2305015 - Hitaveita Rarik í Dölum - fyrispurn um viðhald og endurnýjun**
|Kristján kom inn á fundinn og nefndin ræddi ÍSOR skýrsluna og Hitaveitu Rarik í Dalabyggð sérstaklega.|
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar óskar eftir ítarlegri upplýsingum frá Rarik varðandi ástand dreifikerfis hitaveitu í Dalabyggð ásamt því að fá upplýsingar varðandi hvernig faglegu utanumhaldi er háttað. Nefndin kallar einnig eftir því að fá upplýsingar um hvort til sé áætlun um endurbætur og endurnýjun dreifikerfis á næstu mánuðum/árum.
Nefndin telur mikilvægt að komið sé í veg fyrir sóun í kerfinu s.s. vegna leka og mögulegar stórbilanir. Þá leggur nefndin áherslu á að til staðar sé búnaður og efni til viðgerða á dreifikerfi hitaveitunnar hjá starfsstöð í héraðinu, sérstaklega í neyð.
[Skýrsla um hitaveitur_úrdráttur fyrir Dalabyggð.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=rXk2agaKz0moOKi62iVpQ&meetingid=CUW1Mbe_JUKviklLIHfcA1)
**3. 2208004 - Vegamál**
|Nefndin klárar að fylla inn í skjal sem notað verður til að útbúa greinargerð fyrir forgangsröðun vegaframkvæmda í Dalabyggð. Einnig hafist handa við að rita greinargerð út frá áhrifaþáttum á forgangsröðun. Unnið áfram fram að næsta fundi.|
**4. 2301054 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2023**
|Fjöldi atvinnulausra í lok mánaðar í Dalabyggð var 3.|
[atvinnuleysi_april-23-.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=rWtQTrTI0UWlj2YjmYl54Q&meetingid=CUW1Mbe_JUKviklLIHfcA1)
**5. 2305020 - Út að hjóla - Fjallahjólaleiðir**
|Lagt fram til kynningar fyrir nefndina.|