Vesturbyggð
Bæjarráð - 962
= Bæjarráð #962 =
Fundur haldinn í fjarfundi, 23. maí 2023 og hófst hann kl. 12:00
====== Nefndarmenn ======
- Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
- Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
====== Starfsmenn ======
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
- Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri
====== Fundargerð ritaði ======
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
== Almenn erindi ==
=== 1. Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs ===
Sviðssstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs kom inná fundinn. Farið var yfir þau verkefni sem eru efsta á baugi.
=== 2. Sviðsstjóri fjölskyldusviðs ===
Sviðssstjóri fjölskyldusviðs kom inná fundinn. Farið var yfir þau verkefni sem eru efst á baugi.
=== 3. Áskoranir til Bæjarstjórnar frá Félagi eldri borgara í V-Barð. ===
Lagt fram erindi frá Félagi eldri borgara í V-Barð. með áskorunum til bæjarstjórnar í þremur liðum.
Bæjarráð þakkar erindið og vísar því áfram til öldurnarráðs Vesturbyggðar sem gerir tillögur að breytingum á gjaldskrá fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2024.
=== 4. Erindi frá Halldóri Árnasyni varaformanni Strandveiðifélagsins Króks varðandi skipulag á hafnasvæði. ===
Lagt fram erindi frá Halldóri Árnasyni varaformanni Strandveiðifélagsins Króks varðandi skipulag á hafnarsvæði á Patreksfirði.
Bæjarráð þakkar erindið og vísar því áfram til umfjöllunar í hafna- og atvinnumálaráði og skipulags- og umhverfisráði.
=== 5. Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi Skjaldborg lokahóf ===
Lögð fyrir beiðni Sýslumannsins á Vestfjörðum dags. 16. maí 2023 um umsögn Kristínar Andreu Þórðardóttur vegna tækifærisleyfis fyrir Heimildarmyndahátíðina Skjaldborg.
Bæjarráð gerir ekki athugaasemd við veitingu leyfisins.
=== 6. Golfkennsla barna - styrkbeiðni ===
Lögð fyrir styrkbeiðni dags. 19. maí 2023 þar sem Golfklúbbur Patreksfjarðar óskar eftir styrk vegna golfkennslu barna á grunnskólaaldri í lok maí.
Bæjaráð tekur vel í erindið og felur bæjarstjóra að vera í samskiptum við umsækjanda vegna styrks í uppsetningu á golfhermi. Erindi vísað áfram til kynningar í Fræðslu- og æskulýðsráð.
== Til kynningar ==
=== 7. Mál nr. 497 um frumvarp til laga um breytingu á kosningarlögum, nr.112-2021 ( lækkun kosningaaldurs). Ósk um umsögn. ===
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis dags. 17. maí sl. með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á kosningalögum, nr.112-2021 (lækkun kosningaaldurs).
=== 8. Bréf til sveitarstjórna um skipulag skógræktar í landinu ===
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 04. maí sl. frá Vinum Íslenskrar náttúru varðandi skipulag skógræktar í landinu.
=== 9. Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis 2023 ===
Lögð fram til kynningar fundargerð 143. fundar Heilbirgðisnefndar ásamt ársskýrslu Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.
=== 10. Mál nr. 1028 um frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi. Ósk um umsögn. ===
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis dags. 05. maí sl. með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi.
=== 11. Ársreikningur 2022, BsVest. og aðalfundarboð. ===
Lagður fram til kynningar ársreikningur Byggðasamlags Vestfjarða fyrir árið 2022 ásamt fundarboði á aðalfund sem haldinn verður miðvikudaginn 31. maí nk.
=== 12. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023 ===
Lögð fram til kynningar fundargerð 925. fundar stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga.
=== 13. Umsóknir um styrki í fiskeldissjóð 2023 ===
=== 14. Ársfundur og ársreikningur Náttúrustofu Vestfjarða 2022 ===
Lagt fram til kynningar, fundarboð á ársfund Náttúrustofu Vestfjarða sem haldinn var 19. maí s.l. í Bolungarvík.
=== 15. Sorphirða Verkfundargerðir Verktaka og Verkkaupa ===
Lögð fram til kynningar fundargerð 7. verkfundur milli Kubbs, Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps sem haldinn var 9. maí 2023. Til aðgreiningar er viðbótartexti í nýjustu fundargerð bláletrað.
=== 16. Bréf EFS til allra sveitarfélaga um almennt eftirlit á árinu 2023 ===
Lagt fram til kynningar bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sem sent var öllum sveitarfélögum varðandi almennt eftirlit á árinu 2023.
=== 17. Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2023 ===
**Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:05**