Vesturbyggð
Bæjarstjórn - 383
= Bæjarstjórn #383 =
Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 15. maí 2023 og hófst hann kl. 17:00
====== Nefndarmenn ======
- Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Friðbjörn Steinar Ottósson (FSO) aðalmaður
- Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
- Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
- Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) aðalmaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
====== Starfsmenn ======
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
- Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri
====== Fundargerð ritaði ======
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
====== Hljóðupptaka ======
== Almenn erindi ==
=== 1. Skýrsla bæjarstjóra ===
Bæjarstjóri Vesturbyggðar fór yfir helstu verkefni síðustu vikna.
Til máls tóku:Forseti og bæjarstjóri.
=== 2. Starfshópur um samstarfs í velferðarþjónustu meðal sveitarfélaga á Vestfjörðum ===
Lagðir eru fram tölvupóstar Þorgeirs Pálssonar, sveitarstjóra Strandabyggðar, dagsettir 3. Og 9. Maí 2023, þar sem óskað er eftir að bæjar- og sveitarstjórnir þeirra sveitarfélaga sem standa að samningi um Velferðarþjónustu Vestfirðinga, taki beiðni Strandabyggðar um aðild, formlega fyrir á næsta bæjar- eða sveitarstjórnarfundi.
Samningur þeirra sveitarfélaga sem ákváðu að standa saman að Velferðarþjónustu Vestfirðinga hefur verið í yfirlestri hjá ráðuneytum undanfarnar vikur. Öll sveitarfélög á Vestfjörðum ákváðu að koma að stofnun Velferðarþjónustu Vestfirðinga, nema Strandabyggð sem vildi kanna aðra möguleika. Unnið er að því að gerðar verði breytingar á samningnum þar sem bætt verði inn heimild til að bæta við aðildarsveitarfélagi að samningnum með viðauka við samninginn ef bæjar- eða sveitarstjórnir allra sveitarfélaga samþykkja.
Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir fyrir sitt leyti að gerður verði viðauki við samning um Velferðarþjónustu Vestfirðinga, í samræmi við framangreint, þar sem Strandabyggð bætist við sem aðili að samningnum enda gangi Strandabyggð að skilmálum samningsins.
Samþykkt samhljóða
=== 3. Ársreikningur 2022 ===
Lagður fram til seinni umræðu ársreikningur Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2022.
Rekstrartekjur A og B hluta bæjarsjóðs voru 2.142 millj. kr., þar af voru 1.645 millj. kr. vegna A hluta og jukust tekjur A hluta um 9,5% á milli ára. Samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta bæjarsjóðs var rekstrarniðurstaðan jákvæð um 88 millj. kr. en í fjárhagsáætlun hafði verið gert ráð fyrir jákvæðri afkomu upp á 55 millj. kr.
Rekstrarniðurstaða A hluta var neikvæð um 92,8 millj. kr. en í fjárhagsáætlun hafði verið gert ráð fyrir neikvæðri afkomu upp á 71 millj. kr.
Fjárfest var á árinu fyrir 302 millj. kr. í fastafjármunum og tekin voru ný lán á árinu 2022 uppá 100 millj. kr. Afborganir langtímalána námu 177 millj. kr.
Heildareignir sveitarfélagsins í samanteknum ársreikningi A og B hluta námu 3.062 millj. kr. í árslok 2022. Skuldir A hluta námu í árslok 2022 2.107 millj. kr., heildarskuldbindingar (A og B hluta) námu um 2.462 millj. kr.
Skuldaviðmið var 82% í árslok 2022 og hafði lækkað um 4% frá árinu 2021.
Eigið fé sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum ársreikningi var 600 millj. kr. í árslok 2022 og var eiginfjárhlutfall 19,6%.
Veltufé frá rekstri í samanteknum ársreikningi A og B hluta var 348 millj. kr. Nam handbært fé í árslok 135 millj. kr.
Til máls tóku:
Ársreikningur Veturbyggðar fyrir árið 2022 samþykktur samhljóða.
=== 4. Strandgata 14A,C,D. umsókn um lóð og sameiningu. ===
Erindi frá Arnarlax hf. dags. 1. mars 2023. Í erindinu er sótt um lóðirnar að Strandgötu 14A, 14C og 14D á Bíldudal. Hafna- og atvinnumálaráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að leigja út lóðirnar að Strandgötu 14A, 14C og 14D á Bíldudal til Arnarlax. Þá samþykkir ráðið að farið verði í sameiningu lóðanna með tilheyrandi breytingu á deiliskipulagi.
Til máls tók: Forseti
Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir úthlutun lóðanna.
=== 5. Vegagerðin - Umsókn um stofnun vegsvæðis úr landi Trostansfjarðar. ===
Erindi frá Direkta lögfræðiþjónustu dags. 04.05.2023 f.h. landeigenda í Trostansfirði, Arnarfirði, L140470. Í erindinu er sótt um stofnun 108.608 m2 vegsvæðis úr landi Trostansfjarðar.
Erindinu fylgir uppdráttur er sýnir vegsvæðið.
Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 106. fundi sínum þar sem það leggur til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt.
Til máls tók: Forseti
Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir stofnun lóðarinnar.
=== 6. Kvígindisdalur - Umsókn um stofnun lóðar. ===
Erindi frá Val Thoroddsen. Í erindinu er sótt um stofnun 400m2 lóðar úr landi Kvígindisdals, Patreksfirði, L139897.
Erindinu fylgir lóðarblað er sýnir afmörkun lóðarinnar.
Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 106. fundi sínum þar sem það leggur til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt.
Til máls tók: Forseti
Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir stofnun lóðarinnar.
=== 7. Dufansdalur Fremri - umsókn um stofnun lóðar ===
Erindi frá Guðrúnu I. Halldórsdóttur. Í erindinu er sótt um stofnun lóðar úr landi Dufansdals Fremri, L231733. Stærð lóðar er 6564 m2 og ber heitið Dufansdalur lóð 10.
Erindinu fylgir lóðablað. Lóðin stendur við deiliskipulagða frístundabyggð í Dufansdal.
Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 106. fundi sínum þar sem það leggur til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt.
Til máls tók: Forseti
Bæjarstjórn Vesturbyggð samþykkir stofnun lóðarinnar.
=== 8. Deiliskipulag Krossholt - ósk um breytingu. ===
Tekið fyrir eftir grenndarkynningu breyting á deiliskipulagi Langholt-Krossholt. Breytingin var grenndarkynnt frá 27. febrúar til 3. apríl 2023. Fyrir liggur umsögn Fiskistofu sem og tvær athugasemdir er bárust á kynningartímanum.
Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 106. fundi sínum þar sem það leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að svara þeim sem gerðu athugasemdir og að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tók: Forseti
Bæjarstjórn samþykkir breytinguna og að hún fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá felur bæjarstjórn skipulagsfulltrúa að svara þeim sem gerðu athugasemdir.
== Fundargerðir til kynningar ==
=== 9. Menningar- og ferðamálaráð - 28 ===
Lögð fram til kynningar fundargerð 28. fundar menningar- og ferðamálaráðs, fundurinn var haldinn 2. maí 2023. Fundargerð er í 4 liðum.
Til máls tóku: Forseti, GE, ÁS og bæjarstjóri.
== Fundargerð ==
===
10.
===
Bæjarráð - 961
Lögð fram til kynningar fundargerð 961. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 9. maí 2023. Fundargerð er í 12 liðum.
Til máls tók: Forseti.
[10.1. #2304037 – Kjör í fulltrúaráð Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2304037/) [10.2. #2305002 – Fundargerð 72. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2305002/) [10.3. #2305001 – Mál nr. 978 um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun í málefnum hönnunar og arkitektúrs fyrir árin 2023-2026. Ósk um umsögn.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2305001/) [10.4. #2304056 – Mál nr. 980 um frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða ( veiðistjórn grásleppu). Ósk um umsögn](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2304056/) [10.5. #2302088 – Rekstur og fjárhagsstaða 2023](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2302088/) [10.6. #2201050 – Leikskólar í Vesturbyggð - húsnæðismál](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2201050/) [10.7. #2304045 – Mögulegar lagabreytingar vegna óleyfisbúsetu.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2304045/) [10.8. #2304049 – Mál nr. 922 um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna ( samþætting þjónustu o.fl.). Ósk um umsögn.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2304049/) [10.9. #2304050 – Mál nr. 956 um frumvarp til laga um Mennta- og skólaþjónustustofu. Ósk um umsögn.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2304050/) [10.10. #2304052 – Mál nr. 945. um frumvarp til laga um kosningalög o.fl. (ýmsar breytingar). ósk um umsögn.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2304052/) [10.11. #2304046 – Orlof húsmæðra 2023](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2304046/) [10.12. #2304051 – Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi fyrirhugaða atkvæðagreiðslu BSRB um verkfallsaðgerðir](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2304051/)
===
11.
===
Hafna- og atvinnumálaráð - 49
Lögð fram til kynningar fundargerð 49. fundar hafna- og atvinnumálaráðs, fundurinn var haldinn 9. maí 2023. Fundargerð er í 4 liðum.
Til máls tók: Forseti.
===
12.
===
Fræðslu- og æskulýðsráð - 87
Lögð fram til kynningar fundargerð 87. fundar fræðslu- og æskulýðsráðs, fundurinn var haldinn 8. maí 2023. Fundargerð er í 5 liðum.
Fráfarandi skólastjóra Bíldudalsskóla þakkað samstarfið.
Til máls tók: Forseti.
===
13.
===
Skipulags og umhverfisráð - 106
Lögð fram til kynningar fundargerð 106. fundar skipulags- og umhverfisráðs, fundurinn var haldinn 11. maí 2023. Fundargerð er í 11 liðum.
Til máls tók: Forseti.
[13.1. #2305014 – Vegagerðin - Umsókn um stofnun vegsvæðis úr landi Trostansfjarðar.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2305014/) [13.2. #2212033 – Deiliskipulag Krossholt - ósk um breytingu.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2212033/) [13.3. #2305022 – Dufansdalur Fremri - umsókn um stofnun lóðar](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2305022/) [13.4. #2305004 – Grænhóll. Ósk um samþykki fyrir niðurrifum.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2305004/) [13.5. #2305003 – Kvígindisdalur - Umsókn um stofnun lóðar.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2305003/) [13.6. #2305018 – Langholt 3. Umsókn um stöðuleyfi.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2305018/) [13.7. #2304025 – Erindi til Skipulags- og umhverfisráðs varðandi sæstrengi og ósk um gögn.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2304025/) [13.8. #2304027 – Deiliskipulagsbreyting - deiliskipulag hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2304027/) [13.9. #2304054 – Göngustígur í Selárdal](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2304054/) [13.10. #2305005 – Strandgata 21 - umsókn um samþykki byggingaráforma.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2305005/) [13.11. #2305006 – Aðalstræti 19, Patreksfirði - fyrirspurn](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2305006/) **Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:23**
Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 383. fundar mánudaginn 15. maí 2023 kl. 17:00 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði.
Jón Árnason forseti setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.