Vesturbyggð
Bæjarráð - 961
= Bæjarráð #961 =
Fundur haldinn í fjarfundi, 9. maí 2023 og hófst hann kl. 12:00
====== Nefndarmenn ======
- Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
- Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
- Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) varamaður
====== Starfsmenn ======
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
- Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri
====== Fundargerð ritaði ======
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
== Almenn erindi ==
=== 1. Kjör í fulltrúaráð Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands ===
Lagður er fram tölvupóstur frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands, dags. 17. apríl 2023, þar sem óskað er eftir tilnefningu Vesturbyggðar í fulltrúaráð vegna kjörtímabilisins 2023-2027.
Friðbjörg Matthíasdóttir tilnefnd sem fulltrúi Vesturbyggðar og Þórkatla Soffía Ólafsdóttir til vara.
Samþykkt samhljóða.
=== 2. Rekstur og fjárhagsstaða 2023 ===
Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs fór yfir rekstur sveitarfélagsins fyrir janúar til mars. Rekstarniðurstaða samstæðunnar er betri en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða A hluta er lakari en áætlun gerir ráð fyrir og munar þar um fjármagnsgjöld.
=== 3. Leikskólar í Vesturbyggð - húsnæðismál ===
Bæjarstjóri greinir frá upplýsingum um tilboð í Krók, viðbyggingu við Araklett, sem er færanlegt húsnæði frá Terra. Einnig kynnir bæjarstjóri áður framkomna kostnaðaráætlun við bygginguna.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skrifa undir kaupsamning um húsnæðið.
== Til kynningar ==
=== 4. Mögulegar lagabreytingar vegna óleyfisbúsetu. ===
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 21. apríl þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á áformaskjali starfshóps á vegum innviðarráðherra sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda. Er um að ræða áform vegna fyrirhugaðra breytinga m.a. á lögheimilislögum í tengslum við óleyfisbúsetu í atvinnuhúsnæði.
=== 5. Mál nr. 922 um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna ( samþætting þjónustu o.fl.). Ósk um umsögn. ===
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis dags. 25. apríl sl. með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu o.fl.).
=== 6. Mál nr. 956 um frumvarp til laga um Mennta- og skólaþjónustustofu. Ósk um umsögn. ===
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis dags. 26. apríl sl. með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um Mennta- og skólaþjónustustofu.
=== 7. Mál nr. 945. um frumvarp til laga um kosningalög o.fl. (ýmsar breytingar). ósk um umsögn. ===
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis dags. 26. apríl sl. með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um kosningalög o.fl.
=== 8. Orlof húsmæðra 2023 ===
Lagt fram til kynningar erindi dags. 21. apríl 2023 frá sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á lögbundnu framlagi sveitarfélaga til orlofsnefndar húsmnæðra á viðkomandi orlofssvæði.
=== 9. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi fyrirhugaða atkvæðagreiðslu BSRB um verkfallsaðgerðir ===
Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 26. apríl sl.varðandi fyrirhugaða atkvæðagreiðslu BSRB um verkfallsaðgerðir.
=== 10. Fundargerð 72. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. ===
Lögð fram til kynningar 72. stjórnarfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem haldinn var þann 19. apríl sl.
=== 11. Mál nr. 978 um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun í málefnum hönnunar og arkitektúrs fyrir árin 2023-2026. Ósk um umsögn. ===
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Atvinnuveganefnd Alþingis dags. 28 apríl. sl. með beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun í málefnum hönnunar og arkitektúrs fyrir árin 2023-2026.
=== 12. Mál nr. 980 um frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða ( veiðistjórn grásleppu). Ósk um umsögn ===
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Atvinnuveganefnd Alþingis dags. 28. apríl sl. með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða ( veiðistjórn grásleppu).
**Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:10**