Sveitarfélagið Vogar
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga - 207. fundur
[Stjórnsýsla](/is/stjornsysla) [Stjórnkerfi](/is/stjornsysla/stjornkerfi) [Stjórnskipulag](/is/stjornsysla/stjornsysla) [Gjaldskrár og talnaefni](/is/stjornsysla/gjaldskrar_og_talnaefni) [Vogar](/is/stjornsysla/vogar) [Þjónusta](/is/thjonusta) [Félagsþjónusta](/is/thjonusta/felagsthjonusta) [Ferðaþjónusta](/is/thjonusta/ferdathjonusta) [Íþróttir og tómstundir](/is/thjonusta/irottir-og-tomstundir) [Menntun og fræðsla](/is/thjonusta/menntun-og-fraedsla) [Skipulag](/is/thjonusta/skipulag) [Önnur skipulagsmál](/is/thjonusta/onnur-skipulagsmal) [Umhverfismál](/is/thjonusta/umhverfismal) [Ýmis þjónusta](/is/thjonusta/ymsar-thjonustur) [Mannlíf](/is/mannlif) [](#)
Bæjarstjórn samþykkir ársreikning 2022.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
Forseti leggur fram eftirfarandi bókun:
Þrátt fyrir almennt versnandi ytri skilyrði í íslensku efnahagslífi og neikvæð áhrif verðbólgu á afkomu endurspeglar ársreikningur 2022 bata í rekstri Sveitarfélagsins Voga. Á árinu 2022 var afkoma sveitarfélagsins neikvæð um 109 m.kr. borið saman við 228. m.kr. neikvæða afkomu á árinu 2021.
Rekstrartekjur samstæðu jukust um 10,7% frá fyrra ári en rekstrargjöld fyrir afskriftir og fjármagnsliði jukust talsvert minna eða um 3,2%. Framlegð, þ.e. er reglulegar tekjur að frádregnum rekstrargjöldum, án afskrifta og fjármagnsliða, batnaði því að sama skapi talsvert milli ára og nam um 78 m.kr. á árinu 2022 eða sem nemur 4,6% af reglulegum tekjum. Aukin verðbólga setti hins vegar talsverðan svip á afkomuna og voru fjármagnsliðir neikvæðir um 123 m.kr. á árinu eða um 51 m.kr. umfram það sem áætlanir gerðu ráð fyrir.
Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi nam veltufé frá rekstri um 70. m.kr. á árinu en áætlun sveitarfélagsins gerði ráð fyrir að veltufé frá rekstri yrði jákvætt um 19.m.kr. Til samanburðar var veltufé neikvætt um 46 m.kr. á árinu 2021.
Laun og launatengd gjöld námu 918 millj. kr. vegna ársins 2022 eða um 54% af heildartekjum sveitarfélagsins. Á árinu 2021 námu laun- og launatengd gjöld 63,1% af heildartekjum.
Skuldaviðmið samstæðunnar í árslok nam 83% samkvæmt reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga en var 87,8% árið 2021. Veltufjárhlutfallið var 1,32 í árslok 2022 en var 0,6 árið áður.
Mikilvægt er að halda áfram á sömu braut, ekki síst nú á tímum versnandi ytri aðstæðna. Starfsfólk sveitarfélagsins hefur staðið sig vel í að sýna aðhald og ráðdeild í rekstri og færum við starfsfólki sveitarfélagsins okkar þakkir fyrir framlag þeirra við að tryggja bættan rekstur Sveitarfélagsins Voga árið 2022.
Til máls tóku: BS