Mosfellsbær
Velferðarnefnd Mosfellsbæjar - 8
==== 23. maí 2023 kl. 07:00, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) formaður
- Sigríður Dóra Sigtryggsdóttir varaformaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Hilmar Stefánsson (HS) aðalmaður
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir
- Kristbjörg Hjaltadóttir
== Fundargerð ritaði ==
Kristbjörg Hjaltadóttir stjórnandi félagsþjónustu
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026 ==
[202302464](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202302464#wli9bhljyeaetbcishpm-q1)
Uppfærð jafnréttisáætlun lögð fyrir velferðarnefnd að nýju ásamt tillögu að jafnréttisdegi 2023.
Drög að jafnréttisáætlun og jafnréttisdegi Mosfellsbæjar lögð fram til kynningar og umræðu.
Velferðarnefnd felur framkvæmdastjóra velferðarsviðs að vinna málið áfram með velferðarnefnd.
== Gestir ==
- Hanna Guðlaugsdóttir
== 2. Stjórnsýslu- og rekstrarúttekt ==
[202210483](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202210483#wli9bhljyeaetbcishpm-q1)
Bæjarstjóri kynnir niðurstöður stjórnsýslu- og rekstrarúttektar fyrir velferðarnefnd.
Bæjarstjóri kynnir helstu niðurstöður stjórnsýslu- og rekstrarúttektar.
== Gestir ==
- Regína Ásvaldsdóttir
== 3. Fjárhags- og fjárfestingaráætlun 2024 - undirbúningur með velferðarnefnd ==
[202305590](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202305590#wli9bhljyeaetbcishpm-q1)
Undirbúningur vinnu við fjárhags- og fjárfestingaráætlun ársins 2024 lagður fyrir velferðarnefnd.
Lagt fram til kynningar og umræðu.
== Gestir ==
- Regína Ásvaldsdóttir
== 4. Uppbyggingaráætlun í málaflokki fatlaðs fólks ==
[202209282](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202209282#wli9bhljyeaetbcishpm-q1)
Drög að uppbyggingaráætlun í málaflokki fatlaðs fólks lögð fyrir til umræðu.
Lagt fram til kynningar og umræðu. Velferðarnefnd felur framkvæmdastjóra velferðarsviðs að vinna áfram að áætluninni með forstöðumönnum og öðrum starfsmönnum í málaflokki fatlaðs fólks og leggja fram til samþykktar á næsta fundi velferðarnefndar. Velferðarnefnd fagnar því jafnframt að vinna við uppbyggingaráætlun í málaflokki fatlaðs fólks sé komin í vinnslu.
== 5. Sóltún heilbrigðisþjónusta - uppbyggingar- og þróunaráform ==
[202303449](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202303449#wli9bhljyeaetbcishpm-q1)
Umræður í velferðarnefnd í kjölfar kynningar Sóltúns á síðasta fundi nefndarinnar.
Máli frestað til næsta fundar
== 6. Staða heimilislausra með fjölþættan vanda. Erindi stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ==
[202203436](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202203436#wli9bhljyeaetbcishpm-q1)
Skýrsla verkefnis ásamt helstu tillögum kynnt fyrir velferðarnefnd.
Frestað til næsta fundar