Mosfellsbær
Menningar- og lýðræðisnefnd - 6
==== 11. maí 2023 kl. 16:35, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Hilmar Tómas Guðmundsson(HTG) varaformaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) varamaður
- Franklín Ernir Kristjánsson (FEK) aðalmaður
- Jakob Smári Magnússon (JSM) aðalmaður
- Guðrún Þórarinsdóttir (GÞ) áheyrnarfulltrúi
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
== Fundargerð ritaði ==
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. 17. júní. Kynning á drögum að dagskrá. ==
[202305203](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202305203#najpaiuf9eizslumlgrmbg1)
Hilmar Gunnarsson kynnir drög að dagskrá 17. júní 2023.
Menningar- og lýðræðisnefnd þakkar Hilmari Gunnarssyni fyrir kynningu á drögum að dagskrá 17. júní í Mosfellsbæ 2023.
== Gestir ==
- Hilmar Gunnarsson
== 2. Jólaþorp í Mosfellsbæ ==
[202304058](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304058#najpaiuf9eizslumlgrmbg1)
Umræður um jólaþorp í Mosfellsbæ og viðburði á aðventu.
Menningar- og lýðræðisnefnd ræddi hugmyndir um jólaþorp og samþykkir að fela starfsmanni nefndarinnar að taka sama þær hugmyndir sem áður hafa komið fram.
== 3. Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2023 ==
[202305204](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202305204#najpaiuf9eizslumlgrmbg1)
Tillaga um að auglýst verði eftir tilnefningum til bæjarlistamanns Mosfellsbæjar 2023.
Menningar- og lýðræðisnefnd samþykkir að auglýst verði eftir tilnefningum til bæjarlistamanns Mosfellsbæjar 2023 og að frestur til að tilnefna verði veittur til 13. ágúst.
== 4. Lýðræðisstefna Mosfellsbæjar ==
[201206254](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/201206254#najpaiuf9eizslumlgrmbg1)
Umræður um lýðræðisstefnu og gerð framkvæmdaáætlunar.
Menningar- og lýðræðisnefnd samþykkir að hefja vinnu við gerð framkvæmdaáætlunar lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar fyrir árin 2023-2026.
== 5. Okkar Mosó ==
[202305205](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202305205#najpaiuf9eizslumlgrmbg1)
Umræður um lýðræðisverkefnið Okkar Mosó.
Menningar- og lýðræðisnefnd felur starfsmanni nefndarinnar að hefja undirbúning vinnu við hugmyndasöfnun og kosningu vegna lýðræðisverkefnis Okkar Mosó sem komi til framkvæmdar í október 2023.