Mosfellsbær
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 590
==== 11. maí 2023 kl. 07:00, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Valdimar Birgisson (VBi) formaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Haukur Örn Harðarson (HÖH) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
== Fundargerð ritaði ==
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Suðurlandsvegur innan Mosfellsbæjar og Kópavogs - sameiginlegt deiliskipulag ==
[202205199](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202205199#x6c0a2rjmeevftm7g9cg1g1)
Lagt er fram til kynningar bréf Skipulagsstofnunar, dags. 14.04.2023, þar sem athugasemdir eru gerðar við framsett gögn nýs deiliskipulags Suðurlandsvegar sem samþykkt var á 584. fundi nefndarinnar. Lögð eru fram til afgreiðslu uppfærð gögn, uppdrættir og greinargerð í samræmi við ábendingar og athugasemdir Skipulagsstofnunar. Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa með svörum við athugasemdum Skipulagsstofnunar.
Ómar Ingþórsson fulltrúi S-lista, Samfylkingar, víkur af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins vegna vanhæfis.
***
Skipulagsnefnd samþykkir að nýju uppfærða deiliskipulagstillögu í samræmi við ábendingar Skipulagsstofnunar, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa. Deiliskipulagið skal aftur hljóta afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ekki er talin þörf á endurauglýsingu deiliskipulagsbreytingar skv. 4. mgr. 41. gr. sömu laga vegna minni breytinga á uppdráttum og greinargerð.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.
[FylgiskjalSkipulagsstofnun - Deiliskipulag Suðurlandsvegar frá Fossvöllum að Hólmsá.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=gDyYs8qHwEuQrVpSSK0Xg&meetingid=x6C0A2RJmEevfTM7g9Cg1g1&filename=Skipulagsstofnun - Deiliskipulag Suðurlandsvegar frá Fossvöllum að Hólmsá.pdf) [FylgiskjalMinnisblað og samantekt um athugasemdir Skipulagsstofnunar.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=QIiUi7tA_UiRnk2v5hMbQw&meetingid=x6C0A2RJmEevfTM7g9Cg1g1&filename=Minnisblað og samantekt um athugasemdir Skipulagsstofnunar.pdf) [FylgiskjalB101.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=Eg2dNRp2gkhFZfhUlD0gg&meetingid=x6C0A2RJmEevfTM7g9Cg1g1&filename=B101.pdf) [FylgiskjalB102.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=xVZTw8wRO0iAGvp7Yk7aXA&meetingid=x6C0A2RJmEevfTM7g9Cg1g1&filename=B102.pdf) [FylgiskjalB103.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=kdnO70McWUKdaodKZm8XZg&meetingid=x6C0A2RJmEevfTM7g9Cg1g1&filename=B103.pdf) [FylgiskjalB104.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=tLrGo09bqUqlsFVkpD11rg&meetingid=x6C0A2RJmEevfTM7g9Cg1g1&filename=B104.pdf) [Fylgiskjal3094-200-SKY-001-V01_Greinargerð - Suðurlandsvegur_2023_02_02 - uppfærð greinargerð til samþykktar.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=7STd_dPK6E6CRmrivSmaEg&meetingid=x6C0A2RJmEevfTM7g9Cg1g1&filename=3094-200-SKY-001-V01_Greinargerð - Suðurlandsvegur_2023_02_02 - uppfærð greinargerð til samþykktar.pdf)
== 2. Endurnýjun Kolviðarhólslínu 1 milli Kolviðarhóls og Geitháls - framkvæmdaleyfi ==
[202305010](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202305010#x6c0a2rjmeevftm7g9cg1g1)
Borist hefur erindi frá Landsneti, dags. 28.04.2023, með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir fyrirhugaða endurnýjun 220 kV háspennulínu innan sveitarfélagsmarka Mosfellsbæjar. Fram kemur í umsókn að um sé að ræða 17 km kafla á milli tengivirkjanna á Kolviðarhóli og Geithálsi. Til stendur að skipta um 34 möstur af 45 og setja upp stálröramöstur í stað núverandi grindarmastra, ásamt því að skipta um 66 undirstöður, í samræmi við gögn. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og væri því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Skipulagsnefnd samþykkir ósk um framkvæmdaleyfi. Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, á grunni aðalskipulags Mosfellsbæjar.
Samþykkt með fimmm atkvæðum.
== 3. Grenndarstöðvar í Mosfellsbæ ==
[202302133](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202302133#x6c0a2rjmeevftm7g9cg1g1)
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar vísaði á 238. fundi sínum minnisblaði og áætlun um þéttingu grenndarstöðva í Mosfellsbæ til umfjöllunar skipulagsnefndar vegna deiliskipulagsvinnu við framfylgd áætlunarinnar.
Lagt fram og kynnt. Málinu vísað til úrlausnar á umhverfissviði þar sem skipulagsfulltrúa er falið að vinna áfram hugmyndir af deiliskipulagsbreytingum vegna nýrra grenndarstöðva hringrásarhagkerfisins.
Samþykkt með fimmm atkvæðum.
== 4. Laxatunga 43 - deiliskipulagsbreyting ==
[202304424](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304424#x6c0a2rjmeevftm7g9cg1g1)
Borist hefur erindi frá Atla Jóhanni Guðbjörnssyni, f.h. Sveinbjörns Gunnlaugssonar, dags. 25.04.2023, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Laxatungu 43. Tillagan sýnir að byggja eigi bílskúr undir húsi með samliggjandi niðurkeyrslu að Laxatungu 41.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga, að leggja fram fullunna tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, skipulagsreglugerð nr.90/2013 og fyrirliggjandi gögnum. Með hliðsjón af 5.8.2. gr. skipulagsreglugerðar telur skipulagsnefnd breytinguna óverulega þar sem landnotkun er hin sama en nýtingarhlutfall, útlit og form húss tekur breytingum. Breytingin varðar grenndarhagsmuni og er skipulagsfulltrúa falið að auglýsa og kynna tillöguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Samþykkt með fimmm atkvæðum.
== 5. Völuteigur 2 - deiliskipulagsbreyting ==
[202304515](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304515#x6c0a2rjmeevftm7g9cg1g1)
Borist hefur erindi frá Halli Kristmundssyni arkitekt, f.h. Brimgarða ehf., dags. 26.04.2023, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Völuteig 2. Tillagan sýnir stækkun byggingarreitar um 7 m til vesturs fyrir um 245 m² viðbyggingu.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga, að leggja fram fullunna tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, skipulagsrelgugerð nr.90/2013 og fyrirliggjandi gögnum. Breytingin getur varðað fyrirtæki á svæðinu og er skipulagsfulltrúa því falið að auglýsa og kynna tillöguna skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Samþykkt með fimmm atkvæðum.
== 6. Engjavegur 22 - deiliskipulagsbreyting ==
[202304349](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304349#x6c0a2rjmeevftm7g9cg1g1)
Borist hefur erindi frá Falk Kruger arkitekt, f.h. Baldvins Más Frederiksen, dags. 19.04.2023, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Engjaveg 22. Tillagan sýnir að auka eigi byggingarheimildir lóðar úr 220 m² í 360 m².
Tillagan er framsett sem textabreyting greinargerðar gildandi deiliskipulags. Með hliðsjón af 5.8.2. gr. skipulagsreglugerðar telur skipulagsnefnd breytinguna óverulega þar sem landnotkun er hin sama en nýtingarhlutfall, útlit og form húss tekur breytingum. Breytingin varðar grenndarhagsmuni aðliggjandi lóða og er skipulagsfulltrúa falið að auglýsa og kynna tillöguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með fimmm atkvæðum.
[FylgiskjalEngjavegur 22_Bref skilmalabreyting 2023-04-19.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=YF8djC9pUel8VHuRfUopA&meetingid=x6C0A2RJmEevfTM7g9Cg1g1&filename=Engjavegur 22_Bref skilmalabreyting 2023-04-19.pdf) [FylgiskjalEngjavegur 22_Fylgiskjal teikningar Minarc 2023-04-18.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=l3l_2zWvWkuS5wZahK6Mng&meetingid=x6C0A2RJmEevfTM7g9Cg1g1&filename=Engjavegur 22_Fylgiskjal teikningar Minarc 2023-04-18.pdf) [FylgiskjalEngjavegur 22_Fylgiskjal umboð 2023-04-19.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=_sVWeDsvmUKjJzjAlgAt4g&meetingid=x6C0A2RJmEevfTM7g9Cg1g1&filename=Engjavegur 22_Fylgiskjal umboð 2023-04-19.pdf) [FylgiskjalEngjavegur 22_Greinargerð 2023-04-19.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=_lTUQW3Ez02z86q0tEMGg&meetingid=x6C0A2RJmEevfTM7g9Cg1g1&filename=Engjavegur 22_Greinargerð 2023-04-19.pdf) [FylgiskjalErindi til skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=CXyYSuLLf0kY8HfWRwnfw&meetingid=x6C0A2RJmEevfTM7g9Cg1g1&filename=Erindi til skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa.pdf) [FylgiskjalSamantekt um stærðir húsa við Engjaveg.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=CbyfacBhjE2kaCaiLBu_6w&meetingid=x6C0A2RJmEevfTM7g9Cg1g1&filename=Samantekt um stærðir húsa við Engjaveg.pdf)
== 7. Grenibyggð 2 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, ==
[202304122](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304122#x6c0a2rjmeevftm7g9cg1g1)
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Arnari Agnarssyni, fyrir einnar hæðar 28,5 m² viðbyggingu parhúss að Greinibyggð 2, í samræmi við gögn. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa á 497. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi fyrir hverfið deiliskipulag sem uppfyllir ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
Erindi og tillögu er vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa vegna áhrifa á ásýnd og fordæmi sem breytingin geti haft á hverfið.
Samþykkt með fimmm atkvæðum.
== 8. Krókabyggð 10 - viðbygging ==
[202304280](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304280#x6c0a2rjmeevftm7g9cg1g1)
Borist hefur erindi frá Hilmi Þór Kolbeinssyni, dags. 17.04.2023, með ósk um byggingarheimild fyrir einnar hæðar viðbyggingu raðhúss að Krókabyggð 10, í samræmi við gögn. Ekki er í gildi fyrir hverfið deiliskipulag sem uppfyllir ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
Erindi og tillögu er vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa vegna áhrifa á ásýnd og fordæmi sem breytingin geti haft á hverfið.
Samþykkt með fimmm atkvæðum.
== 9. Óskotsvegur 12 - Úlfarsfellsland 125531 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ==
[202302182](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202302182#x6c0a2rjmeevftm7g9cg1g1)
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Kristjáni Bjarnasyni, f.h. Emilíu Blöndal, fyrir einnar hæðar, 6,14 m, 90.0 m² sumarhúsi við norðanvert Hafravatn á reit F503 L125531, í samræmi við gögn. Umsóknin er tekin til umfjöllunar skipulagsnefndar þar sem stærðir húss stangast á við gildandi deiliskipulag, samþykkt 11.08.2005, en rúmast innan aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030.
Í samræmi við umsögn skipulagsfulltrúa, sem kynnt var á fundinum, heimilar skipulagsnefnd umsækjanda skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga, að leggja fram fullunna tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og fyrirliggjandi gögn. Með hliðsjón af 5.8.2. gr. skipulagsreglugerðar telur skipulagsnefnd breytinguna óverulega þar sem landnotkun er hin sama en nýtingarhlutfall, útlit og form húss tekur breytingum. Breytingin varðar grenndarhagsmuni og er skipulagsfulltrúa falið að auglýsa og kynna tillöguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Samþykkt með fimmm atkvæðum.
== 10. Óskotsvegur 14 - Úlfarsfellsland 204619 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ==
[202302181](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202302181#x6c0a2rjmeevftm7g9cg1g1)
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Kristjáni Bjarnasyni, f.h. Emilíu Blöndal, fyrir einnar hæðar, 6,14 m, 90.0 m² sumarhúsi við norðanvert Hafravatn á reit F503 L204619, í samræmi við gögn. Umsóknin er tekin til umfjöllunar skipulagsnefndar þar sem stærðir húss stangast á við gildandi deiliskipulag, samþykkt 11.08.2005, en rúmast innan aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030.
Í samræmi við umsögn skipulagsfulltrúa, sem kynnt var á fundinum, heimilar skipulagsnefnd umsækjanda skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga, að leggja fram fullunna tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og fyrirliggjandi gögn. Með hliðsjón af 5.8.2. gr. skipulagsreglugerðar telur skipulagsnefnd breytinguna óverulega þar sem landnotkun er hin sama en nýtingarhlutfall, útlit og form húss tekur breytingum. Breytingin varðar grenndarhagsmuni og er skipulagsfulltrúa falið að auglýsa og kynna tillöguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Samþykkt með fimmm atkvæðum.
== 11. Staðfangabreytingar Háholts í Bjarkarholt ==
[202302634](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202302634#x6c0a2rjmeevftm7g9cg1g1)
Lögð er fram til kynningar útsendar tilkynningar vegna staðfangabreytinga við Háholt/Bjarkarholt, í samræmi við ákvörðun á 451. fundi skipulagsnefndar þann 22.12.2017 og staðfestingu bæjarstjórnar þann 10.01.2018. Hjálögð er athugasemd sem barst vegna áformanna frá Björgvini Jónssyni, f.h. Hengils ehf., móttekið þann 19.04.2023.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemd og vinna að framfylgd samþykktar bæjarstjórnar.
Samþykkt með fimmm atkvæðum.
== 12. Verndarsvæði í byggð - Álafosskvos ==
[202011356](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202011356#x6c0a2rjmeevftm7g9cg1g1)
Arkitektarnir Gunnar Ágústsson og Sigurður Kolbeinsson hjá Yrki arkitektum kynna stöðu húsakönnuna fyrir Álafosskvos og fara yfir verkefni verndarsvæðis í byggð, í samræmi við ósk og afgreiðslu á 589. fundi nefndarinnar.
Umræður. Skipulagsnefnd þakkar kynninguna.
== Gestir ==
- Sigurður Kolbeinsson
- Gunnar Ágústsson
=== Fundargerðir til kynningar ===
== 13. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 67 ==
[202305002F](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202305002F#x6c0a2rjmeevftm7g9cg1g1)
Lagt fram.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
== 13.1. Í Úlfarsfellslandi L125498 - fyrirspurn um gestahús á lóð ==
[202212161](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202212161#x6c0a2rjmeevftm7g9cg1g1)
Skipulagsnefnd samþykkti á 582. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingaráform fyrir gestahús á frístundalóð L125498 við Hafravatn, í samræmi við gögn dags. 25.11.2022.
Tillaga að breytingu var aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is, og auglýst með kynningarbréfi og gögnum sem send voru til aðliggjandi landeigenda landa L125485, L125499, L125497 og L222515. Athugasemdafrestur var frá 09.03.2023 til og með 11.04.2023.
Engar athugasemdir bárust.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
== 13.2. Grenibyggð 22-24 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ==
[202211363](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202211363#x6c0a2rjmeevftm7g9cg1g1)
Skipulagsfulltrúi samþykkti á 66. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform fyrir breytingu á húsnæði Grenibyggðar 22-24, í samræmi við gögn dags. 22.11.2022. Undirbúin var grenndarkynning fyrir skráða og þinglýsta húseigendur að Grenibyggð 13, 15, 17, 20, 22, 24 og 26. Mosfellsbæ hafa borist gögn þar sem allir hlutaðeigandi hagaðilar hafa skrifað undir þar til gerðan lista og lýst því yfir að ekki séu gerðar athugasemdir við hina leyfisskyldu framkvæmd, í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
== 13.3. Flugumýri 6 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, ==
[202304017](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304017#x6c0a2rjmeevftm7g9cg1g1)
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Guðmundi Hreinssyni, f.h. Bílastæðamálun Ása ehf., til að reisa 66,2 m² viðbyggingu við atvinnuhúsnæði að Flugumýri 6, í samræmi við gögn dags. 24.03.2023. Erindinu var vísað til skipulagsfulltrúa á 497. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir athafnasvæðið.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
== 13.4. Miðdalur land nr. 213970 - ósk um gerð deiliskipulags ==
[201711111](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/201711111#x6c0a2rjmeevftm7g9cg1g1)
Skipulagsnefnd samþykkti á 589. fundi sínum að endurauglýsa deiliskipulag fyrir frístundabyggð í Miðdal L213970 vegna tímafrests og ákvæða í 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í samráði við Skipulagsstofnun er þó talin þörf á að endurauglýsa uppfærð gögn eftir almenna auglýsingu þar sem enn er ekki liðið ár frá kynningu, með vísan í 2. mgr. 42. gr. sömu laga.
Tillagan er því lögð fram að nýju til afgreiðslu skipulagsfulltrúa eftir uppfærslu gagna og auglýsingu sem lauk 08.08.2022. Umsagnir og athugasemdir voru teknar fyrir á 572. fundi skipulagsnefndar þann 23.09.2022.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
[Fylgiskjal001_dsk uppdráttur.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=nG4zGDAJB02RJYGIOElzQ&meetingid=W8EsGQUxvUSbDVA7r8oA1&filename=001_dsk uppdráttur.pdf) [Fylgiskjal002._skýringaruppdráttur.pdf.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=AHPOFIeo4USYrP6AheWCbQ&meetingid=W8EsGQUxvUSbDVA7r8oA1&filename=002._skýringaruppdráttur.pdf.pdf) [FylgiskjalDeiliskipulag frístundabyggðar úr landi Miðdals Mosfellsbæ, greinargerð.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=hHBJ0n0W8UGwNynltE0BKw&meetingid=W8EsGQUxvUSbDVA7r8oA1&filename=Deiliskipulag frístundabyggðar úr landi Miðdals Mosfellsbæ, greinargerð.pdf) [FylgiskjalSkipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 589 (21.4.2023) - Miðdalur land nr. 213970 - ósk um gerð deiliskipulags.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=0SeuKMzo5EOsEBEm9C20ZA&meetingid=W8EsGQUxvUSbDVA7r8oA1&filename=Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 589 (21.4.2023) - Miðdalur land nr. 213970 - ósk um gerð deiliskipulags.pdf) [FylgiskjalSkipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 572 (23.9.2022) - Miðdalur land nr. 213970 - ósk um gerð deiliskipulags.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=lfVBCbe0VE6jbN1tRyKqA&meetingid=W8EsGQUxvUSbDVA7r8oA1&filename=Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 572 (23.9.2022) - Miðdalur land nr. 213970 - ósk um gerð deiliskipulags.pdf)
== 14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 496 ==
[202304010F](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304010F#x6c0a2rjmeevftm7g9cg1g1)
Lagt fram.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
== 14.1. Birkiteigur 3 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, ==
[202303564](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202303564#x6c0a2rjmeevftm7g9cg1g1)
Hlynur Elfar Þrastarson Birkiteig 3 sækir um leyfi til breytinga gluggasetningar á suð-vesturhlið einbýlishúss á lóðinni Birkiteigur 3 nr. í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
== 14.2. Brúarfljót 1, Umsókn um byggingarleyfi. ==
[201912293](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/201912293#x6c0a2rjmeevftm7g9cg1g1)
Berg Verktakar ehf. sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta atvinnuhúsnæðis á lóðinni Brúarfljót nr. 1 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 891,1 m², 4.567,0 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
== 14.3. Hamrabrekkur 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ==
[202210491](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202210491#x6c0a2rjmeevftm7g9cg1g1)
Hafsteinn Helgi Halldórsson sækir um leyfi til að byggja úr timbri frístundahús á lóðinni Hamrabrekkur nr. 8 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 42,7 m², 100,6 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
== 14.4. Merkjateigur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ==
[202301116](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202301116#x6c0a2rjmeevftm7g9cg1g1)
Birgir Magnús Björnsson Merkjateig 1 sækir leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta tveggja hæða einbýlishúss á lóðinni Merkjateigur nr. 1 í samræmi við framlögð gögn. Sótt er um leyfi til útlitsbreytinga, breytinga á innra skipulagi og breyttrar skráningar í formi þess að húsið verði skráð sem tveir sjálfstæðir eignarhlutar. Að undangenginni umfjöllun á 582. fundi skipulagsnefndar var erindið grenndarkynnt skv. ákvæðum 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, engar athugasemdir bárust. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
== 15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 497 ==
[202304020F](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304020F#x6c0a2rjmeevftm7g9cg1g1)
Lagt fram.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
== 15.1. Flugumýri 6 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, ==
[202304017](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304017#x6c0a2rjmeevftm7g9cg1g1)
Bílastæðamálun Ása ehf. Krókabyggð 14 sækir um leyfi til að byggja við atvinnuhúsnæði á lóðinni Flugumýri nr. 6 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: 66,2 m², 258,0 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
== 15.2. Grenibyggð 2 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, ==
[202304122](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304122#x6c0a2rjmeevftm7g9cg1g1)
Arnar Agnarsson Grenibyggð 2 sækir um leyfi til að byggja við parhús á einni hæð á lóðinni Grenibyggð nr. 2 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: 28,5 m², 71,25 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
== 15.3. Leirvogstunga 1 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, ==
[202304009](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304009#x6c0a2rjmeevftm7g9cg1g1)
Ragnar Kristinn Lárusson Leirvogstungu 1 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Leirvogstunga nr. 1 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
== 15.4. Leirvogstunga 3 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, ==
[202304010](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304010#x6c0a2rjmeevftm7g9cg1g1)
Gunnlaugur Karlsson Leirvogstungu 3 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Leirvogstunga nr. 3 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
== 16. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 498 ==
[202304027F](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304027F#x6c0a2rjmeevftm7g9cg1g1)
Lagt fram.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
== 16.1. Bugðufljót 15 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, ==
[202304403](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304403#x6c0a2rjmeevftm7g9cg1g1)
Bugðufljót 15 ehf.sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta atvinnuhúsnæðis á lóðinni Bugðufljót nr. 15 í samræmi við framlögð gögn. Breyting felst í viðbættum geymsluloftum í öllum eignarhlutum. Stækkun 886,6 m², rúmmál breytist ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
== 16.2. Lóugata 24 - Umsókn um byggingarleyfi ==
[202302458](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202302458#x6c0a2rjmeevftm7g9cg1g1)
Byggingafélagið Bakki ehf. sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús á einni hæð með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Lóugata nr. 24 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 202,2 m², bílgeymsla 47,9 m², 723,3 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
== 16.3. Lóugata 26 - Umsókn um byggingarleyfi ==
[202302462](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202302462#x6c0a2rjmeevftm7g9cg1g1)
Byggingafélagið Bakki ehf. sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús á einni hæð með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Lóugata nr. 26 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 216,8 m², bílgeymsla 51,9 m², 768,5 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
== 16.4. Hrafnshöfði 17 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ==
[202208438](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202208438#x6c0a2rjmeevftm7g9cg1g1)
Aðalheiður G Halldórsdóttir sækir um leyfi til að byggja við einbýlishús viðbyggingu úr timbri á lóðinni Hrafnshöfði nr. 17 í samræmi við framlögð gögn. Deiliskipulagsbreyting fyrir lóðina var grenndarkynnt, engar athugasemdir bárust, breyting tók gildi 7.02.2023. Stækkun: Íbúð 24,0 m², 63,6 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.