Mosfellsbær
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 67
==== 3. maí 2023 kl. 15:45, ====
í Kjarna
== Fundinn sátu ==
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
== Fundargerð ritaði ==
Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Í Úlfarsfellslandi L125498 - fyrirspurn um gestahús á lóð ==
[202212161](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202212161#w8esgquxvusbdva7r8oa1)
Skipulagsnefnd samþykkti á 582. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingaráform fyrir gestahús á frístundalóð L125498 við Hafravatn, í samræmi við gögn dags. 25.11.2022. Tillaga að breytingu var aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is, og auglýst með kynningarbréfi og gögnum sem send voru til aðliggjandi landeigenda landa L125485, L125499, L125497 og L222515. Athugasemdafrestur var frá 09.03.2023 til og með 11.04.2023. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við kynnt áform, með vísan í 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, teljast áformin samþykkt og er byggingarfulltrúa heimilt að gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum.
== 2. Grenibyggð 22-24 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ==
[202211363](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202211363#w8esgquxvusbdva7r8oa1)
Skipulagsfulltrúi samþykkti á 66. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform fyrir breytingu á húsnæði Grenibyggðar 22-24, í samræmi við gögn dags. 22.11.2022. Undirbúin var grenndarkynning fyrir skráða og þinglýsta húseigendur að Grenibyggð 13, 15, 17, 20, 22, 24 og 26. Mosfellsbæ hafa borist gögn þar sem allir hlutaðeigandi hagaðilar hafa skrifað undir þar til gerðan lista og lýst því yfir að ekki séu gerðar athugasemdir við hina leyfisskyldu framkvæmd, í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þar sem að undirritað samþykki liggur fyrir, með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, samþykkir skipulagsfulltrúi að stytta kynningartímabil grenndarkynningarinnar. Teljast áformin samþykkt og er byggingarfulltrúa heimilt að afgreiða byggingaráform og gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum.
== 3. Flugumýri 6 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, ==
[202304017](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304017#w8esgquxvusbdva7r8oa1)
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Guðmundi Hreinssyni, f.h. Bílastæðamálun Ása ehf., til að reisa 66,2 m² viðbyggingu við atvinnuhúsnæði að Flugumýri 6, í samræmi við gögn dags. 24.03.2023. Erindinu var vísað til skipulagsfulltrúa á 497. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir athafnasvæðið.
Þar sem að ekki er í gildi deiliskipulag sem uppfyllir ákvæði skipulagslaga nr. nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013 samþykkir skipulagsfulltrúi, í samræmi við afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, að byggingarleyfisumsóknin skuli grenndarkynnt skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Fyrirliggjandi gögn skulu send aðliggjandi hagaðilum og eigendum húss að Flugumýri 8.
== 4. Miðdalur land nr. 213970 - ósk um gerð deiliskipulags ==
[201711111](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/201711111#w8esgquxvusbdva7r8oa1)
Skipulagsnefnd samþykkti á 589. fundi sínum að endurauglýsa deiliskipulag fyrir frístundabyggð í Miðdal L213970 vegna tímafrests og ákvæða í 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í samráði við Skipulagsstofnun er þó talin þörf á að endurauglýsa uppfærð gögn eftir almenna auglýsingu þar sem enn er ekki liðið ár frá kynningu, með vísan í 2. mgr. 42. gr. sömu laga. Tillagan er því lögð fram að nýju til afgreiðslu skipulagsfulltrúa eftir uppfærslu gagna og auglýsingu sem lauk 08.08.2022. Umsagnir og athugasemdir voru teknar fyrir á 572. fundi skipulagsnefndar þann 23.09.2022.
Þar sem brugðist hefur verið við athugasemdum eftir auglýsingu og gögn uppfærð skoðast tillagan samþykkt með vísan í afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar og mun skipulagsfulltúi annast gildistöku hennar skv. 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sömu laga.
[Fylgiskjal001_dsk uppdráttur.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=nG4zGDAJB02RJYGIOElzQ&meetingid=W8EsGQUxvUSbDVA7r8oA1&filename=001_dsk uppdráttur.pdf) [Fylgiskjal002._skýringaruppdráttur.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=AHPOFIeo4USYrP6AheWCbQ&meetingid=W8EsGQUxvUSbDVA7r8oA1&filename=002._skýringaruppdráttur.pdf) [FylgiskjalDeiliskipulag frístundabyggðar úr landi Miðdals Mosfellsbæ, greinargerð.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=hHBJ0n0W8UGwNynltE0BKw&meetingid=W8EsGQUxvUSbDVA7r8oA1&filename=Deiliskipulag frístundabyggðar úr landi Miðdals Mosfellsbæ, greinargerð.pdf) [FylgiskjalSkipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 589 (21.4.2023) - Miðdalur land nr. 213970 - ósk um gerð deiliskipulags.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=0SeuKMzo5EOsEBEm9C20ZA&meetingid=W8EsGQUxvUSbDVA7r8oA1&filename=Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 589 (21.4.2023) - Miðdalur land nr. 213970 - ósk um gerð deiliskipulags.pdf) [FylgiskjalSkipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 572 (23.9.2022) - Miðdalur land nr. 213970 - ósk um gerð deiliskipulags.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=lfVBCbe0VE6jbN1tRyKqA&meetingid=W8EsGQUxvUSbDVA7r8oA1&filename=Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 572 (23.9.2022) - Miðdalur land nr. 213970 - ósk um gerð deiliskipulags.pdf)