Hveragerðisbær
Umhverfisnefnd
= Umhverfisnefnd =
Dagskrá
=== 1.Plokkdagurinn ===
2303093
Stóri Plokkdagurinn var haldinn að vanda um land allt þann 30 apríl og tóku Hvergerðingar þátt.
Milli 15 og 20 manns tóku þátt og tíndu um 1,5 rúmmeter af rusli. Umhverfisnefnd fagnar þessu góða framtaki en vonar að Hvergerðingar verði duglegri að taka þátt í framtíðinni.
=== 2.Gatnalýsing ===
2303095
LED væðing Hveragerðisbæjar var boðin út vorið 2022 og var verkinu skipt í tvo áfanga, sá fyrri unnin sumarið 2022 en sá seinni sumarið 2023.
Umhverfisnefnd fagnar því að komin eru tímamörk á áætluðum verklokum.
=== 3.Ærslabelgur ===
2305090
Ærslabelgur var settur upp að nýju hausið 2022.
Komið hefur í ljós að uppsetning belgisins tókst ekki sem skyldi. Umhverfisnefnd skorar á bæjarstjórn að sjá til þess að belgurinn verði lagaður strax og lokað þangað til svo ekki skapist hætta.
=== 4.Lionstækin ===
2305091
Fyrir nokkru síðan gaf Lionsklúbbur Hveragerðis bænum útiæfingatæki. Umhverfisfulltrúi upplýsti nefndina um að áætlunin væri að koma tækjunum upp í júnímánuði.
Umhverfisnefnd þakkar Lionsklúbb Hveragerðis fyrir gjöfina og fagnar uppsetningu tækjanna.
=== 5.Sorphirða ===
2211021
Á þessu ári verður farið í að breyta flokkun sorps í Hveragerði í samræmi við ný lög þar að lútandi. Umhverfisfulltrúi fór yfir verkefnið með nefndinni.
Umhverfisnefnd þakkar fyrir góða kynningu á verkefninu. Ljóst er að um mikla framkvæmd verður að ræða og minnir nefndin á mikilvægi þess að góð kynning fyrir íbúa/notendur verði á hinu nýja kerfi fyrir innleiðingu þess.
=== 6.Grenndargámar ===
2303097
Með nýjum lögum um flokkun sorps er lagt fyrir sveitarfélög að setja upp grenndarstöðvar þar sem tekið er á móti gleri, málmum og textíl. Að hámarki mega vera 500 metrar frá heimili að næstu stöð.
Umhverfisnefnd fagnar því að tveir grenndargámar hafa nú þegar verið settir upp. Nú þarf að skoða framhaldið en ljóst er að þessum gámum þarf að fjölga á næstu misserum ef við ætlum að hafa hámark 500mtr frá heimili að grenndargámi.
=== 7.Verkefni sumarsins hjá umhverfis- og garðyrkjudeild ===
2305092
Umhverfisfulltrúi fór yfir helstu verkefni sumarsins hjá Umhverfis- og Garðyrkjudeild.
Umhverfisnefnd þakkar góða kynningu á verkefnum sumarsins og vonar að umhverfis- og garðyrkjudeild gangi vel að leysa úr þeim margþættu verkefnum sem framundan eru.
Nefndin leggur áherslu á áframhaldandi samstarf við Vini Fossflatar þegar kemur að málefnum flatarinnar. Einnig vill nefndin árétta að tryggt verði að málun gatna og gangbrauta verði lokið sem fyrst.
Nefndin leggur áherslu á áframhaldandi samstarf við Vini Fossflatar þegar kemur að málefnum flatarinnar. Einnig vill nefndin árétta að tryggt verði að málun gatna og gangbrauta verði lokið sem fyrst.
=== 8.Garðaskoðun 2023 ===
2305093
Að venju er áætlað að veita veðlaun fyrir fegurstu garða Hveragerðisbæjar á Blómstrandi dögum.
Umhverfisnefnd leggur til að garðaskoðun fari fram eigi síðar en 27 júlí.
Fundi slitið - kl. 19:00.
Getum við bætt efni síðunnar?
= Umhverfisnefnd =
Dagskrá
=== 1.Plokkdagurinn ===
2303093
Stóri Plokkdagurinn var haldinn að vanda um land allt þann 30 apríl og tóku Hvergerðingar þátt.
Milli 15 og 20 manns tóku þátt og tíndu um 1,5 rúmmeter af rusli. Umhverfisnefnd fagnar þessu góða framtaki en vonar að Hvergerðingar verði duglegri að taka þátt í framtíðinni.
=== 2.Gatnalýsing ===
2303095
LED væðing Hveragerðisbæjar var boðin út vorið 2022 og var verkinu skipt í tvo áfanga, sá fyrri unnin sumarið 2022 en sá seinni sumarið 2023.
Umhverfisnefnd fagnar því að komin eru tímamörk á áætluðum verklokum.
=== 3.Ærslabelgur ===
2305090
Ærslabelgur var settur upp að nýju hausið 2022.
Komið hefur í ljós að uppsetning belgisins tókst ekki sem skyldi. Umhverfisnefnd skorar á bæjarstjórn að sjá til þess að belgurinn verði lagaður strax og lokað þangað til svo ekki skapist hætta.
=== 4.Lionstækin ===
2305091
Fyrir nokkru síðan gaf Lionsklúbbur Hveragerðis bænum útiæfingatæki. Umhverfisfulltrúi upplýsti nefndina um að áætlunin væri að koma tækjunum upp í júnímánuði.
Umhverfisnefnd þakkar Lionsklúbb Hveragerðis fyrir gjöfina og fagnar uppsetningu tækjanna.
=== 5.Sorphirða ===
2211021
Á þessu ári verður farið í að breyta flokkun sorps í Hveragerði í samræmi við ný lög þar að lútandi. Umhverfisfulltrúi fór yfir verkefnið með nefndinni.
Umhverfisnefnd þakkar fyrir góða kynningu á verkefninu. Ljóst er að um mikla framkvæmd verður að ræða og minnir nefndin á mikilvægi þess að góð kynning fyrir íbúa/notendur verði á hinu nýja kerfi fyrir innleiðingu þess.
=== 6.Grenndargámar ===
2303097
Með nýjum lögum um flokkun sorps er lagt fyrir sveitarfélög að setja upp grenndarstöðvar þar sem tekið er á móti gleri, málmum og textíl. Að hámarki mega vera 500 metrar frá heimili að næstu stöð.
Umhverfisnefnd fagnar því að tveir grenndargámar hafa nú þegar verið settir upp. Nú þarf að skoða framhaldið en ljóst er að þessum gámum þarf að fjölga á næstu misserum ef við ætlum að hafa hámark 500mtr frá heimili að grenndargámi.
=== 7.Verkefni sumarsins hjá umhverfis- og garðyrkjudeild ===
2305092
Umhverfisfulltrúi fór yfir helstu verkefni sumarsins hjá Umhverfis- og Garðyrkjudeild.
Umhverfisnefnd þakkar góða kynningu á verkefnum sumarsins og vonar að umhverfis- og garðyrkjudeild gangi vel að leysa úr þeim margþættu verkefnum sem framundan eru.
Nefndin leggur áherslu á áframhaldandi samstarf við Vini Fossflatar þegar kemur að málefnum flatarinnar. Einnig vill nefndin árétta að tryggt verði að málun gatna og gangbrauta verði lokið sem fyrst.
Nefndin leggur áherslu á áframhaldandi samstarf við Vini Fossflatar þegar kemur að málefnum flatarinnar. Einnig vill nefndin árétta að tryggt verði að málun gatna og gangbrauta verði lokið sem fyrst.
=== 8.Garðaskoðun 2023 ===
2305093
Að venju er áætlað að veita veðlaun fyrir fegurstu garða Hveragerðisbæjar á Blómstrandi dögum.
Umhverfisnefnd leggur til að garðaskoðun fari fram eigi síðar en 27 júlí.
Fundi slitið - kl. 19:00.
Getum við bætt efni síðunnar?