Borgarbyggð
Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 221. fundur
= Fræðslunefnd Borgarbyggðar =
Dagskrá
Á fundinum voru Ástríður Guðmundsdóttir áheyrnafulltrúi fyrir skólastjóra leikskóla, Elsa Þorbjarnardóttir var áheyrnarfulltrúi starfsmanna leikskóla og áheyrnafulltrúi grunnskóla Gróa Erla Ragnvaldsdóttir f. h. kennara. Áheyrnafulltrúi skólastjóra í grunnskólum var Helga Jensína Svavarsdóttir.
=== 1.Verkföll í leikskólum, íþróttamiðstöðvum og vinnuskóla vor 2023 ===
2305280
Farið yfir áhrif verkfallsaðgerða í leikskólum, íþróttamiðstöðvum og vinnuskóla.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir stöðuna vegna verkföllum í leikskólum Borgarbyggðar. Áhrifin eru töluverð og ljóst að staðan verður erfiðari verði byrjað á allsherjarverkföllum 5.júní. Fræðslunefnd vonar að fljótlega muni deilan leysast.
=== 2.Innleiðing laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna ===
2108145
Farið yfir stöðuna á innleiðingu farsældarlaganna eftir heimsókn farsældarrútunnar.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir kynningu sem haldin var með barna og fjölskyldustofu vegna innleiðingar farsældarlaganna hjá Borgarbyggð. Þar var farið sérstaklega yfir áherslur á hlutverki tengiliða. Einnig er farið yfir verkáætlun fjölskyldusviðs vegna innleiðingar á farsældarlögunum. Næsta haust veður lögð áhersla á að kynna farsældarlögin fyrir foreldrum, kynningar á hlutverki tengiliða verða aðgengilegar á heimasíðum skólanna, félagsráðgjafar verði sýnilegir í skólastofnunum svo eitthvað sé nefnt. Staðfesting fékkst á því að Borgarbyggð er kominn vel á veg með innleiðingu farsældarlagana.
=== 3.Kynning á kennslu barna á Varmalandi með annað móðurmál en íslensku ===
2305283
Skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar kynnir kennslu fyrir nemendur á Varmalandi með annað móðurmál en íslensku.
Helga Jensína Svavarsdóttir skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar kemur til fundarsins og kynnir fyrirkomulag nýbúakennslu á Varmalandi og mönnun í deildinni. Farið er yfir fyrirkomulag kennslu, fjölda nemenda og starfsmanna. Þá er farið yfir hvaða áherslur verði næsta vetur. Fræðslunefnd þakkar Helgu fyrir kynninguna og Varmalandsdeild má vera stolt af starfinu sem þar fer fram.
=== 4.Varmaland - nemendafjöldi næsta skólaárs 2023-2024 ===
2303217
Farið yfir umræður á íbúafundi með skólasamfélaginu á Varmalandi.
Máli frestað til næsta fundar.
=== 5.Áskorun frá starfsfólki á Varmalandi til fræðslunefndar Borgrbyggðar ===
2305059
Erindi frá starfsfólki Varmalandsdeildar GBF
Erindið er móttekið. Nú eru skólastjórnendur að huga að því hvernig mönnun verði háttað á Varmalandi fyrir næsta skólaár eins og aðrar skólastofnanir. Ljóst er að huga þarf að mörgu þegar verið er að manna bæði fámenna nemendadeild og einnig sem er að takst á við hátt hlutfall nemenda með annað móðurmál en íslensku
=== 6.Mönnun í leik, grunn og tónlistaskóla fyrir skólaárið 2023-2024 ===
2305281
Farið yfir mönnun fyrir leik, grunn og tónlistaskóla fyrir næsta skólaár.
Sviðsstjóri fjölskyldusvið fer yfir meginlínur fyrir mönnun næsta skólaárs. Mismunandi er eftir skólastofnum hvernig gengur að manna. Flest allar skólastofnanir eru full mannaðar fyrir næsta skólaár. Í grunnskólunum eru næstum allar kennarastöður mannaðar með réttindakennurum eða leiðbeinindum í kennaranámi.
=== 7.Fundir um úthlutun og ráðastöfun fjármuna fyrir alla í grunnskólum ===
2303032
Framhaldið frá síðasta fundi fræðslunefndar.
Máli frestað til næsta fundar.
=== 8.Leikskólinn Hraunborg - Viðhald á húsnæði ===
2305229
Farið yfir erindi frá Hjallastefnunni vegna húsnæðisins á Hraunborg.
Erindið er móttekið.
=== 9.Erindi frá leikskólastjórum Borgarbyggðar sveigjanlegur vistunnartími ===
2305282
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir erindi frá leikskólastjórum Borgarbyggðar.
Fræðslunefnd tekur vel í að kanna erindið sem snýr að því að auka sveigjanleika í vistun leikskólabarna á föstudögum. Þannig sé hægt að komast til móts við foreldra. Með þessari breytingu væri hægt að koma betur til móts við skipulag styttingar vinnuviku á leikskólum. Fræðslunefnd felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að kostnaðarmeta tillöguna og koma með tillögu að breytingu á verklagsreglum fyrir næsta fund fræðslunefndar.
=== 10.Laugagerðisskóli lokun haust 2023 ===
2302223
Farið yfir stöðuna vegna lokunnar Laugagerðisskóla fyrir næsta skólaár.
Máli frestað til næsta fundar.
=== 11.Kynning á sumarfjöri og vinnuskóla - vor 2023 ===
2304254
Sigríður Dóra kemur til fundarins og ræðir sumarfjörið og vinnuskólann.
Máli frestað til næsta fundar.
=== 12.Endurskoðun á samstarfsamningi Borgarbyggðar og UMSB ===
2106030
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir núverandi samning Borgarbyggðar og UMSB.
Máli frestað til næsta fundar.
=== 13.Erindi frá fjölmenningarráði ===
2305284
Farið yfir erindi frá fjölmenningarráði.
Máli frestað til næsta fundar.
Fundi slitið - kl. 18:00.