Hvalfjarðarsveit
Menningar- og markaðsnefnd 41. fundur
= Menningar- og markaðsnefnd =
Dagskrá
=== 1.Hvalfjarðardagar 2023 ===
2210005
Skipulag á Hvalfjarðardögum.
Líkt og komið hefur fram verða Hvalfjarðardagar haldnir helgina 23.-25. júní 2023. Menningar- og markaðsnefnd þurfti að breyta skipulagi daganna þar sem útivæðið í Melahverfi verði ekki tilbúið fyrir hátíðarhöld. Hátíðarhöldin á laugardag munu því fara fram að Hlöðum í Hvalfirði en einnig fara fram aðrir viðburðir víðs vegar um sveitarfélagið. Nákvæm dagskrá Hvalfjarðardaga 2023 verður auglýst á næstu dögum.
Fundi slitið - kl. 17:30.
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti sat fundinn.