Borgarbyggð
Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 138. fundur
= Velferðarnefnd Borgarbyggðar =
Dagskrá
Hákon Konráðsson var á fundinum undir hluta að dagskrárlið 1.
=== 1.Trúnaðarbók 2023 ===
2302009
Lagðar fram afgreiðslur starfsmanna frá síðasta fundi og afgreiddar umsóknir um fjárhagsstyrk. Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustu starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
=== 2.Málefni flóttafólks ===
1509004
Fyrirspurn hefur borist frá VMST um vilja Borgarbyggðar til að þátttöku í starfsþjálfunarsamningum vegna flóttamanna.
Upplýsingar frá VMST um samningana lagðar fram. Starfsþjálfunarsamningur er samningur milli fjögurra aðila; VMST, sveitarfélag, atvinnurekandi og flóttamaður/starfsmaður.
Í honum felst að í stað þess að flóttamaður fái greidda fjárhagsaðstoð ? geti atvinnurekandi fengið greiddan styrk frá sveitarfélagi ef hann ræður flóttamann í vinnu.
Styrkurinn er því sem nemur fjárhagsaðstoð í allt að sex mánuði.
Sveitarfélagið er þá að greiða atvinnurekanda styrkinn í stað flóttamanns.
Upplýsingar frá VMST um samningana lagðar fram. Starfsþjálfunarsamningur er samningur milli fjögurra aðila; VMST, sveitarfélag, atvinnurekandi og flóttamaður/starfsmaður.
Í honum felst að í stað þess að flóttamaður fái greidda fjárhagsaðstoð ? geti atvinnurekandi fengið greiddan styrk frá sveitarfélagi ef hann ræður flóttamann í vinnu.
Styrkurinn er því sem nemur fjárhagsaðstoð í allt að sex mánuði.
Sveitarfélagið er þá að greiða atvinnurekanda styrkinn í stað flóttamanns.
Málið kynnt og verður aflað frekari gagna.
=== 3.Reglur um fjárhagsaðstoð ===
1401005
Lögð fram minnisblöð með tillögum að breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð. Breytingarnar fela í sér:
1. Tengja upphæð húsbúnaðarstyrks við fjölskyldustærð.
2. Einnig er gerð tillaga að breytingu á tekjuviðmið þannig að tímabundin vinna í allt að þrjá mánuði hafi mögulega ekki áhrif á rétt til fjárhagsaðstoðar mánuðinn eftir að vinnu líkur.
1. Tengja upphæð húsbúnaðarstyrks við fjölskyldustærð.
2. Einnig er gerð tillaga að breytingu á tekjuviðmið þannig að tímabundin vinna í allt að þrjá mánuði hafi mögulega ekki áhrif á rétt til fjárhagsaðstoðar mánuðinn eftir að vinnu líkur.
Tillögur að breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð samþykktar. Vísað til samþykktar í sveitarstjórn.
=== 4.Þjónusta við aldraða ===
1607129
Garðsláttur. Félagsmálastjóri kynnti hugmyndir af aukinni þjónustu við aldraða sem fælist í möguleika á garðslætti. Lagt fram yfirlit yfir þjónustuþáttinn í öðrum sveitarfélögum.
Forvarnarstarf fullorðinna- kynning á verkefninu ,,Janus heilsuefling". Janus heilsuefling hefur sérhæft sig í heilsueflingu 60 ára og eldri. Janus Guðlaugsson kynnir verkefnið.
Forvarnarstarf fullorðinna- kynning á verkefninu ,,Janus heilsuefling". Janus heilsuefling hefur sérhæft sig í heilsueflingu 60 ára og eldri. Janus Guðlaugsson kynnir verkefnið.
[https://www.janusheilsuefling.is/](https://www.janusheilsuefling.is/)
Janus Guðlaugsson kynnti markmið og fyrirkomulag verkefnisins Janus heilsuefling. Janus heilsuefling hefur sérhæft sig í heilsueflingu 60 ára og eldri. Að baki heilsueflingunni liggja niðurstöður doktorsrannsóknar Janusar. Markmið verkefnisins er að koma til móts við einstaklinga sem vilja efla heilsu sína og lífsgæði þrátt fyrir hækkandi aldur. Rannsóknir á verkefninu hafa sýnt fram á að hægt er að seinka því að einstaklingar þurfi að flytja á dvalar- eða hjúkrunarheimili.
Garðsláttur: Velferðarnefnd leggur til að Borgarbyggð sjái um garðslátt við sínar eignir að lágmarki þrisvar yfir sumarið, íbúum að kostnaðarlausu. Eldri borgarar og öryrkjar eigi rétt á að fá garðaslátt þrisvar á sumri gegn gjaldi. Upphæð 3-10.000 eftir stærð lóðar. Nefnin leggur til að möguleikar til að sinna verkefninu verði athugaðir og málið verði tekið til fyrir í Byggðaráði áður en endanleg ákvörðun er tekin.
Fundi slitið - kl. 15:30.