Borgarbyggð
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 49. fundur
= Umhverfis- og landbúnaðarnefnd =
Dagskrá
Undir fyrsta lið sátu þrír fulltrúar frá lögreglunni á Vesturlandi.
=== 1.Samtal umhverfis- og landbúnaðarnefndar við lögreglustjóra Vesturlands ===
2306027
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd átti samtal við fulltrúa lögreglunnar á Vesturlandi um leiðir og lausnir vegna ágangsfé.
Nefndin þakkar komuna og vinnur áfram að málinu.
=== 2.Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis ===
2111023
Áframhaldandi umræður um innleiðingu hringrásarkerfisins.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur starfsmanni að vera í sambandi við forsvarsmenn háskólans á Bifröst og húseigendur um fyrirkomulag úrgangsmála.
Einnig að vinna að því að koma upp grenndarstöðvum á eftirfarandi stöðum: Við íþróttasvæði í Borgarnesi, á Hvanneyri við Arnarflöt og á Kleppjárnsreykjum við grunnskóla eða íþróttasvæði.
Einnig að vinna að því að koma upp grenndarstöðvum á eftirfarandi stöðum: Við íþróttasvæði í Borgarnesi, á Hvanneyri við Arnarflöt og á Kleppjárnsreykjum við grunnskóla eða íþróttasvæði.
=== 3.Fjallskilanefnd Þverárréttar - 68 ===
2306004F
Lagt fram.
- Fjallskilanefnd Þverárréttar - 68 Farið var yfir verklagsreglur vegna ágangs sauðfjár sem borist hafa frá Umhverfis- og landbúnaðarnefnd. Fjallskilanefnd Þverárafréttar gerir athugasemdir við verklagsreglurnar og bendir á að nú þegar eru til staðar fullnægjandi lagaumgjörð og ákvæði í fjallskilasamþykkt til þess að hægt sé að framfylgja ákvörðun sveitarstjórnar um að virkja 6. gr. fjallskilasamþykktar.
Fjallskila nefnd leggur til eftirfarandi verklagsreglur:
Verklagsreglur vegna smölunar ágangsfjár
Í kjölfar álits Umboðsmanns Alþingis nr. 11167/2021 og úrskurðs dómsmálaráðuneytis dags 11.janúar 2023 var Umhverfis-og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar falið að vinna verklagsreglur vegna smölunar ágangsfjár. Ekki hafa borist leiðbeiningar til sveitarfélaga eða önnur gögn frá ráðuneytum.
Verklagsreglur þessar gilda einungis um þau svæði þar sem fjáreigendum er gert skylt að reka fé á afrétt sbr, 33. gr. laga nr. 6/1986 um afréttamálefni, fjallskil o.fl.sbr. og 6. gr. Fjallskilasamþykktar fyrir Akraneskaupstað, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshrepps nr. 683/2015. Sveitarstjórn samþykkti dags. 9. mars 2023 að þeir sauðfjáreigendur sem tilheyra Þverárréttarupprekstri skuli skyldaðir til að reka fé sitt á afrétt, eða hafa féð í fjárheldri girðingu í heimalandi sbr.6. gr. fjallskilasamþykktar.
6. greinin er svo hljóðandi: Fjáreigendur sem afréttarnot hafa mega flytja sauðfé sitt á afrétt þegar árferði og önnur atvik leyfa. Skulu sveitarstjórnir tilkynna ábúendum hvenær flytja megi fé á afrétt. Sveitarstjórnir fjallskilaumdæmisins geta skyldað ábúendur jarða sem afréttarnot hafa til að fytja fé sitt á afrétt telji hún þess þörf. Hafa má allt saufé í heimalandi, ef það er girt fjárheldri girðingu eða ef sveitarstjórn skyldar ekki fjáreigendur til að flytja fé sitt á afrétt.
.
Ef brögð verða af því að ágangur vegna sauðfjár verður mikill er landeigendum bent á 32. grein Fjallskilasamþykktar Borgarbyggðar en þar segir: Nú verður ágangur búfjár úr einu heimalandi í annað. Má þá sveitarstjórn láta smala ágangsfénaði og koma honum þangað sem hann á vera á kostnað umáðamanns.
10. gr. Nú er vanrækt að flytja fénað á afrétt sem skylt er að flytja þangað samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar. Skal þá eiganda eða umráðamanni gert að flytja fénaðinn á afrétt, að öðrum kosti skal sveitarstjórn láta flytja þann fénað á afrétt á kostnað eiganda eða umráðamanns.
Greinargerð:
-
Verklagsreglurnar verða að eiga við bæði um það fé sem skylt er að hafa á afrétti og einnig það fé sem búfjáreigendur hafa fengið leyfi til að halda í heimalandi.
-
Verklagsreglurnar verða að gilda allt árið um kring enda er það skilningur nefndarinnar að bæði 32 gr. fjallskilasamþykktar Borgarbyggðar og 33. gr. laga 6/1986 eigi við um búfé allan ársins hring.
-
Ef fjáreigendur ætla að halda hluta eða allt sitt fé heima þurfi þeir að sækja um það til sveitarfélagsins, enda þurfi þeir að hafa fjárhelda girðingu.
-
Ef ábending kemur um ágangsfé, skal sveitarfélagið bregðast við og smala fénu. Þegar í ljós kemur hver eigandi er skal honum sendur reikningurinn, enda mátti hann vita að fé má ekki ganga úr öðru heimalandi í annað án leyfis og hefur þannig fyrrað sig réttinum til að afstýra kostnaði við smölun.
o
Ef það er krafa Umhverfis- og landbúnaðarnefndar að skilgreindir séu ákveðnir dagar fyrir eiganda fjár til að aðhafast skulu það vera 2 dagar enda væri það meðalhóf miðað við lög 6/1986 og 103/2002.
-
Fjallskilanefnd Þverárafréttar fyrrar sig algjörlega því hlutverki að koma að smölun ágangsfjár, enda ekki hluti af samþykktum nefndarinnar að sinna smölun í heimalöndum. Starfsmenn sveitarfélagsins eða sveitarstjórn verða að sinna þessu starfi óháð nefndinni. Ef ágangur er úr afrétti gæti Fjallskilanefndin þurft að bera kostnað af því, en kemur ekki að öðru leyti að málefnum smalamennsku utan hefðbundinnar smalamennsku á afréttinum.
- 3.2 2305228
[Flýting leita 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fjallskilanefnd-thverarrettar/18955#2305228)Fjallskilanefnd Þverárréttar - 68 Sveitarstjórn og Stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps hefur samþykkt að flýta öllum leitum í haust.
Fyrstu leitir verða því á Þverárafrétt 7.-10. September.
- 3.3 2306018
[Viðhald Tvídægrulínu vegna sauðfjárveikivarna](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fjallskilanefnd-thverarrettar/18955#2306018)Fjallskilanefnd Þverárréttar - 68 Rætt var um mikilvægi varnarlína hólfa á milli og góðu viðhaldi þeirra. Nefndin er á einu máli um að betur hafi mátt standa að málum hvað varðar Tvídægrulínu, bæði frá hendi Mast og ráðuneytisins.
Nefndin hvetur sveitarstjórn og Umhverfis ? og Landbúnaðarnefnd til að krefjast þess að Mast opni bókhaldið um viðhald Tvídægrulínu allt til ársins 2018 þar sem skipting kostnaðar vegna verktaka, efni og vinnu, kemur skýrt í ljós.
=== 4.Fjallskilanefnd Borgarbyggðar - 34 ===
2305018F
Lagt fram.
- Fjallskilanefnd Borgarbyggðar - 34 Fjallskilanefnd Borgarbyggðar leggur til að 14 daga frestur fjáreigenda til að bregðast við og sækja fé sitt verði styttur í 10 daga og þessar verklagsreglur vegna smölunar ágangsfjár verði til reynslu í 1 ár.
Samþykkt með fimm atkvæðum, einn situr hjá og Ásbjörn Pálsson er á móti. Bókun fundar Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 10:00.