Kópavogsbær
Íþróttaráð - 133. fundur
Dagskrá
Almenn mál
=== 1.23051341 - Hjólabrettaskál framkvæmd ===
Á fundinn mætti Ármann Halldórsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar og kynnti fyrirhugaðar framkvæmdir við Dalsmára.
Almenn mál
=== 2.2106027 - Óskað eftir að skipað verði í undirbúningsnefnd vegna uppbyggingar á keppnisvelli við Kórinn ===
Deildarstjóri íþróttadeildar kynnti vinnu undirbúningsnefndar varðandi uppbyggingu keppnisvallar við Kórinn, sem nú hefur skilað af sér greinagerð um málið.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
=== 3.2210956 - Jafnréttisáætlun Kópavogs 2023-2026 ===
Lögð fram drög að jafnréttis- og mannréttindastefnu Kópavogsbæjar. Jafnréttis- og mannréttindaráð hefur óskað eftir umsögn frá íþróttaráði um drög að jafnréttis- og mannréttindastefnu.
Leó Snær Pétursson vék af fundi kl. 17:10
Aðsend erindi
=== 4.2306195 - Eindi v sameiginlegs frístundaksturs Breiðabliks, Gerplu, HK og Kópavogsbæjar ===
Lagt fram erindi frá Breiðablik, HK og Gerplu, dagsett 31. maí 2023, þar sem óskað er eftir að Kópavogsbær taki að sér rekstur frístundaraksturs í Kópavogi.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
=== 5.2306017 - Umsóknir um æfingatíma í Íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar 20232024 ===
Lögð fram samantekt á þeim umsóknum sem borist hafa ráðinu frá íþróttafélögum fyrir næsta vetur. Í samantektinni koma fram óskir deilda sem inn voru sendar og tillögur íþróttadeildar að afgreiðslu þeirra.
Í dagskrárliðum 6 - 15 koma fram óskir íþróttafélaganna og afgreiðsla þeirra.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
=== 6.23051391 - Knattspyrnufélag Kópavogs - Umsókn um æfingartíma 2023-2024 ===
Lögð fram umsókn Knattspyrnufélags Kópavogs, dagsett 10. maí sl., þar sem óskað er eftir tímum á gervigrasinu í Fagralundi 3 x í viku.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
=== 7.23042123 - Íþróttafélagið Glóð - Umsókn um æfingatíma 2023-2024 ===
Lögð fram umsókn frá Íþróttafélaginu Glóð, dagsett 19. apríl, þar sem óskað er eftir einum tíma í Íþróttahúsi Kópavogsskóla og einum tíma í Íþróttahúsi Lindaskóla.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
=== 8.23051337 - Skotíþróttafélag Kópavogs - Umsókn um æfingatíma 2023-2024 ===
Lögð fram umsókn frá Skotíþróttafélagi Kópavogs dagsett 13. maí, þar sem óskað er eftir einum tíma í Vestursal Digranes.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
=== 9.23051828 - HK - Umsókn um æfingatíma 2023-2024 ===
Lögð fram umsókn aðalstjórnar HK dags. 23. maí, þar sem félagið sækir um æfingatíma fyrir fimm deildir, þ.e. bandý-, blak-, borðtennis-, handknattleiks- og knattspyrnudeild.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
=== 10.23051381 - Gerpla - Umsókn um æfingatíma 2023-2024 ===
Lögð fram umsókn aðalstjórnar Gerplu dagsett 15. maí, þar sem óskað er eftir fullum afnotum að Versölum og Íþróttahúsi Vatnsendaskóla.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
=== 11.23051653 - Breiðablik - Umsókn um æfingatíma 2023-2024 ===
Lögð fram umsókn Aðalstjórnar Breiðabliks dags. 8. ágúst sl., þar sem félagið sækir um æfingatíma fyrir fimm deildir, en það eru karate-, knattspyrnu-, körfuknattleiks-, skíða- og taekwondodeild.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
=== 12.23051390 - KM - Umsókn um æfingatíma 2023-2024 ===
Lögð fram umsókn frá Knattspyrnufélaginu Miðbæ, dagsett 10. maí sl., þar sem óskað er eftir tímum á gervigrasinu í Kórnum 3 x í viku.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
=== 13.23051469 - Ísbjörninn - Umsókn um æfingatíma 2023-2024 ===
Lögð fram umsókn frá Ísbirninum dagsett 16. maí, þar sem óskað er eftir 3 tímum í viku á gervigrasi næsta vetur. Einnig er óskað eftir 3-4 tímum í viku fyrir Futsal lið félagsins í Digranesi eða Fagralundi, önnur hús koma einnig til greina.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
=== 14.23051388 - Stálúlfur - Umsókn um æfingatíma 2023-2024 ===
Lögð er fram umsókn frá Stál-Úlfi, dags. 16. maí, þar sem óskað er eftir tímum fyrir körfuknattleiks-, blak,- og knattspyrnudeild félagsin á komandi vetri.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
=== 15.23042100 - GKG - Umsókn um æfingatíma 2023-2024 ===
Lögð fram umsókn frá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar dagsett 13. maí, þar sem óskað er eftir tímum á laugardögum í Íþróttahúsi Lindaskóla.
Önnur mál
=== 16.2210492 - Breiðablik - Ósk um endurskoðun á rekstrar- og þjónustusamningum við félagið ===
Fyrirspurn frá Gunnari Gylfasyni, fulltrúa Samfylkingar í íþróttaráði, um hvernig gangi með vinnu við endurskoðun á rekstrar- og þjónustusamningum við íþróttafélögin.
Fundi slitið - kl. 18:45.