Suðurnesjabær
Bæjarráð
= Bæjarráð =
Dagskrá
=== 1.Fagháskólanám í leikskólafræðum ===
2006003
Þátttaka í samstarfi um fagháskólanám í leikskólafræðum.
Samþykkt samhljóða að Suðurnesjabær taki þátt í samstarfi um fagháskólanám í leikskólafræðum og hvetur leikskólana í Suðurnesjabæ til að gefa starfsfólki kost á að stunda námið.
=== 2.Þingsályktun þjónusta við eldra fólk ===
2304058
Heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk, gott að eldast. Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs um samþætta þjónustu í heimahúsum, þróunarverkefni.
Samþykkt samhljóða að Suðurnesjabær taka þátt í verkefninu.
=== 3.Skötumessa ===
2006052
Erindi frá Ásmundi Friðrikssyni fyrir hönd Skötumessu í Garði, ósk um gjaldfrjáls afnot að Miðgarði í Gerðaskóla vegna skötumessu 19. júlí nk.
Samþykkt samhljóða að veita Skötumessu gjaldfrjáls afnot af Miðgarði, sal Gerðaskóla þann 19. júlí 2023, allur ágóði rennur til velferðarmála.
=== 4.Stuðningsþjónusta almennt ===
2302021
Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs og deildarstjóra félagsþjónustu.
Samþykkt samhljóða að verða við erindi í minnisblaðinu. Bæjarstjóra er falið að leggja fram tillögu að viðauka vegna málsins.
=== 5.Aðalfundur Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs ===
2105059
Fundargerð aðalfundar Keilis dags. 23.05.2023
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 07:10.