Grindavíkurbær
Bæjarráð - Fundur 1646
**1646. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 13. júní 2023 og hófst hann kl. 16:00.**
Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Birgitta H. Ramsay Káradóttir, varamaður, Helga Dís Jakobsdóttir, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður og Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi. Einnig sat fundinn: Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Dagskrá:
**1. Skipulagsgreining Grindavíkurhöfn - 2211029**
Kynnt var skýrsla sem ber heitið Grindavíkurhöfn hafnarskipulag. Greining á þróun í hafnarstarfsemi. Starfsmenn verkfræðistofunnar EFLU unnu að gerð skýrslunnar og önnuðust kynninguna. Auk bæjarstjórnar var hafnarstjórn og skipulagsnefnd boðið að sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
**2. Deiliskipulag íþróttasvæðis - 2106087**
Deiliskipulagstillaga fyrir íþróttasvæðið lögð fram til umfjöllunar í samræmi við bókun skipulagsnefndar þann 5. júní sl.
**3. Deiliskipulagsbreyting á lóðum við Bláa Lónið. - 2306007**
Í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skipulagalaga nr. 123/2010 óska Eldvörp ehf. eftir heimild til þess að breyta deiliskipulagi lóða sem Bláa Lónið notar undir sína starfsemi við Norðurljósaveg. Á fundi skipulagsnefndar nr. 121 þann 5. júní sl. var erindið samþykkt og því vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráði hefur verið falin fullnaðarafgreiðsla mála sbr. bókun bæjarstjórnar undir dagskrárlið nr. 11 á fundi nr. 541 þann 31. maí sl. Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar samhljóða.
**4. Breyting á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032, íbúðarsvæði við ÍB3 (Laut). - 2209090**
Lögð er fram tillaga að breytingu á aðalskipulag Grindavíkurbæjar 2018-2032 að lokinni auglýsingu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir komu á auglýsingartíma. Deiliskipulagstillaga fyrir Laut var auglýst samhliða.
Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna á fundi þann 5. júní 2023 og vísaði henni til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar. Bæjarráði hefur verið falin fullnaðarafgreiðsla mála sbr. bókun bæjarstjórnar undir dagskrárlið nr. 11 á fundi nr. 541 þann 31. maí sl.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar samhljóða og er skipulagsfulltrúa falið að afgreiða aðalskipulagstillöguna í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
**5. Deiliskipulag fyrir Laut - 2106115**
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi í Laut í Grindavík í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir komu á auglýsingartíma. Samhliða auglýsingu deiliskipulagsins var auglýst breyting á gildandi aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna á fundi þann 5. júní 2023 og vísaði henni til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar. Bæjarráði hefur verið falin fullnaðarafgreiðsla mála sbr. bókun bæjarstjórnar undir dagskrárlið nr. 11 á fundi nr. 541 þann 31. maí sl.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar samhljóða og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða skipulagstillöguna í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
**6. Breyting á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035 - ósk um umsögn - 2305085**
Reykjanesbær óskar umsagnar á breytingu á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035. Iðnaðarsvæðið I5 á Reykjanesi er stækkað og heimilt byggingarmagn aukið skv. uppdrætti og greinargerð VSÓ ráðgjöf dags 23. janúar. Skipulagsnefnd gerði ekki athugasemd við skipulagstillöguna á fundi þann 5. júní 2023 og vísaði henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bæjarráði hefur verið falin fullnaðarafgreiðsla mála sbr. bókun bæjarstjórnar undir dagskrárlið nr. 11 á fundi nr. 541 þann 31. maí sl.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar samhljóða.
**7. Deiliskipulag orkuvinnslu og iðnaðar á Reykjanesi - ósk um umsögn - 2305087**
Reykjanesbær óskar umsagnar um nýtt deiliskipulag á Reykjanesi, unnin af VSÓ ráðgjöf ehf. Deiliskipulagið byggir á gildandi deiliskipulagi og gerir ráð fyrir sömu borteigum, vegum og mannvirkjagerð og eldra deiliskipulag. Í þágu atvinnuuppbyggingar og þróunar Auðlindagarðsins eru afmarkaðar nýjar lóðir við Lónsbraut til uppbyggingar atvinnustarfsemi sem getur nýtt afgangsstrauma frá Reykjanesvirkjun til fjölbreyttrar framleiðslu. Tillagan er auglýst samhliða endurskoðun aðalskipulags.
Skipulagsnefnd gerði ekki athugasemd við skipulagstillöguna á fundi þann 5. júní 2023 og vísaði henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bæjarráði hefur verið falin fullnaðarafgreiðsla mála sbr. bókun bæjarstjórnar undir dagskrárlið nr. 11 á fundi nr. 541 þann 31. maí sl.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar samhljóða.
**8. 2023 Fundargerðir stjórnarfunda Keilis - 2302123**
Fundargerð 174. fundar stjórnar Keilis lögð fram til kynningar.
**9. 2023 Fundargerðir stjórnarfunda Keilis - 2302123**
Fundargerð 175. fundar stjórnar Keilis lögð fram til kynningar.
**10. Skipulagsnefnd - 121 - 2306001F**
Fundargerð 121. fundar skipulagsnefndar lögð fram til kynningar.
**11. Fræðslunefnd - 132 - 2306003F**
Fundargerð 132. fundar fræðslunefndar lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15.
Bæjarráð / 13. júní 2023
[Fundur 1646](/v/26506)
Bæjarráð / 6. júní 2023
[Fundur 1645](/v/26496)
Skipulagsnefnd / 5. júní 2023
[Fundur 121](/v/26493)
Skipulagsnefnd / 6. mars 2023
[Fundur 116](/v/26472)
Skipulagsnefnd / 15. maí 2023
[Fundur 120](/v/26471)
Bæjarstjórn / 30. maí 2023
[Fundur 541](/v/26462)
Bæjarráð / 23. maí 2023
[Fundur 1644](/v/26448)
Bæjarráð / 16. maí 2023
[Fundur 1643](/v/26431)
Fræðslunefnd / 4. maí 2023
[Fundur 131](/v/26411)
Hafnarstjórn / 8. maí 2023
[Fundur 489](/v/26410)
Bæjarráð / 2. maí 2023
[Fundur 1642](/v/26397)
Skipulagsnefnd / 3. maí 2023
[Fundur 119](/v/26393)
Frístunda- og menningarnefnd / 3. maí 2023
[Fundur 125](/v/26392)
Fræðslunefnd / 17. apríl 2023
[Fundur 130](/v/26387)
Bæjarstjórn / 25. apríl 2023
[Fundur 540 ](/v/26378)
Bæjarráð / 18. apríl 2023
[Fundur 1641](/v/26371)
Skipulagsnefnd / 3. apríl 2023
[Fundur 118](/v/26358)
Fræðslunefnd / 2. mars 2023
[Fundur 129](/v/26356)
Bæjarráð / 4. apríl 2023
[Fundur 1640](/v/26355)
Bæjarstjórn / 29. mars 2023
[Fundur 539](/v/26340)
Bæjarráð / 22. mars 2023
[Fundur 1639](/v/26326)
Skipulagsnefnd / 22. mars 2023
[Fundur 117](/v/26325)
Bæjarráð / 22. mars 2023
[Fundur 1638](/v/26324)
Frístunda- og menningarnefnd / 9. mars 2023
[Fundur 124](/v/26303)
Bæjarráð / 8. mars 2023
[Fundur 1637](/v/26300)
Bæjarstjórn / 1. mars 2023
[Fundur 538](/v/26284)
Fræðslunefnd / 27. febrúar 2023
[Fundur 128](/v/26282)
Bæjarráð / 23. febrúar 2023
[Fundur 1636](/v/26277)
Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2023
[Fundur 115](/v/26273)