Borgarbyggð
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 14. fundur
= Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa =
Dagskrá
=== 1.Galtarholt 1 land L191462 - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir aðkomu að landi ===
2306023
Lögð er fram umsókn landeigenda um aðkomu inn á land L191462, Galtarholt 1 land (Torfholt). Aðkoman er af héraðsvegi, Galtarholtsvegi 1 (5309). Áætlaður vegur innan landsins er um 100 m, meðfram núverandi skurði.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi að undangenginni umsögn Vegagerðarinnar.
=== 2.Bær II L133830 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - heimreið ===
2306010
Lögð er fram umsókn landeiganda að Bæ 2, L133830 í Bæjarsveit um framkvæmdaleyfi fyrir nýrri heimreið. Aðkoman er af Bæjarvegi er tengist Bæjarsveitarvegi (513). Með nýrri heimreið verður núverandi aðkoma felld niður.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi að undangenginni umsögn Vegagerðarinnar.
Fundi slitið - kl. 11:00.