Borgarbyggð
Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 222. fundur
= Fræðslunefnd Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Varmaland - nemendafjöldi næsta skólaárs 2023-2024 ===
2303217
Sviðsstjóri fer yfir minnisblað eftir íbúafund á Varmalandi.
=== 2.Fundir um úthlutun og ráðastöfun fjármuna fyrir alla í grunnskólum ===
2303032
Farið yfir stöðuna eftir fund um úthlutun fjármuna í grunnskólum.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir þau gögn sem lögð voru til grundvallar fundi um úthlutun og ráðstöfun fjármuna í grunnskóla fyrir alla. Ljóst er að halda verður þessari vinnu áfram innan sveitafélagsins og vinna að því að kerfið utan um úhlutun fjármagns sé skýrara og gegnsærra. Sú vinna verður tekinn upp aftur í haust á milli fjölskyldusviðs og grunnskólanna.
=== 3.Laugagerðisskóli lokun haust 2023 ===
2302223
Farið yfir stöðuna varðandi lokun Laugargerðisskóla.
Farið er yfir bókun sveitastjórnar Eyja- og Miklaholtshrepps þar sem endanlega er ákveðið að loka Laugargerðisskóla frá og með næsta hausti. Því er nú ljóst að ekki verður áframhald á samningi milli Borgarbyggðar og Eyja- og Miklaholtshrepp um skólamál. Þeim börnum sem hafa sótt skóla í Laugargerðisskóla en hafa lögheimili í Borgarbyggð mun því komið í Grunnskólann í Borgarnesi. Mun þeim foreldrum og börnum vera boðið til fundar í Grunnskólanum í Borgarnesi til þess að ræða skólaaðlögun. Þá verða einnig gerðar breytingar á skólaakstri.
Fræðslunefnd Borgarbyggðar vill þakka Eyja- og Miklaholtshreppi fyrir samstarfið síðustu ár og öllu starfsfólki Laugargerðisskóla fyrir vel unninn störf.
Fræðslunefnd Borgarbyggðar vill þakka Eyja- og Miklaholtshreppi fyrir samstarfið síðustu ár og öllu starfsfólki Laugargerðisskóla fyrir vel unninn störf.
=== 4.Erindi frá leikskólastjórum Borgarbyggðar sveigjanlegur vistunnartími ===
2305282
Sviðsstjóri kemur með tillögur að breytingu á Verklagsreglum um inntöku barna á leikskóla Borgarbyggðar.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs leggur fram breytingar á núverandi verklagsreglum fyrir leikskóla Borgarbyggðar. Gerð er eftirfarandi breyting:
Foreldrum stendur til boða að kaupa styttri dvalartíma á föstudögum og eru gjöld felld niður sem því nemur. Að lágmarki kaupa foreldra 4 tíma á föstudögum en geta líka sleppt því að vera með börn í vistun á föstudögum. Ef sótt er um breytingu á vistun á föstudögum gilda þær að lágmarki í 3.mánuði hið minnsta.
Er eftirfarandi breyting gerð með það að leiðarljósi að auka sveigjanleika foreldra til vistunar barna. En einnig til þess að mæta betur þeim áskorunum sem leikskólar standa frammi fyrir varðandi styttingu vinnuvikunnar. Er þetta fyrirkomulag sem hefur verður samþykkt í öðrum sveitafélögum.
Þá eru gerðar smávægilegar breyting á verklagsreglunum til þess að skýra ákveðna þætti.
Fræðslunefnd leggur fram eftirfarandi breytingar og vísar málinu til Byggðarráðs til samþykktar.
Foreldrum stendur til boða að kaupa styttri dvalartíma á föstudögum og eru gjöld felld niður sem því nemur. Að lágmarki kaupa foreldra 4 tíma á föstudögum en geta líka sleppt því að vera með börn í vistun á föstudögum. Ef sótt er um breytingu á vistun á föstudögum gilda þær að lágmarki í 3.mánuði hið minnsta.
Er eftirfarandi breyting gerð með það að leiðarljósi að auka sveigjanleika foreldra til vistunar barna. En einnig til þess að mæta betur þeim áskorunum sem leikskólar standa frammi fyrir varðandi styttingu vinnuvikunnar. Er þetta fyrirkomulag sem hefur verður samþykkt í öðrum sveitafélögum.
Þá eru gerðar smávægilegar breyting á verklagsreglunum til þess að skýra ákveðna þætti.
Fræðslunefnd leggur fram eftirfarandi breytingar og vísar málinu til Byggðarráðs til samþykktar.
=== 5.Leikskólinn Hraunborg - Viðhald á húsnæði ===
2305229
Rædd viðbrögð við minnisblað um stöðuna á húsnæði Leikskólans á Hraunborg.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir þá þætti sem eru í stöðunni varðandi framhaldið. Fræðslunefnd leggur til að formaður fræðslunefndar og sviðsstjóri fjölskyldusviðs fundi með forsvarmönnum Hjallastefnunar um framhaldið.
=== 6.Klettaborg - framkvæmdir á húsnæði vor 2023 ===
2306056
Sviðsstjóri fer yfir tillögur að færanlegum kennslustofum fyrir Klettaborg.
Lagðar eru fram hugmyndir að tímabundinni stækkun við Klettaborg. Ljóst er að þörf er á að fjölga leikskólaplássum í Borgarnesi. Bæði hefur reynt á það síðustu ár að erfiðlega hefur gengið að koma öllum börnum fyrir á Klettaborg og Uglukletti en einnig er sveitafélagið að undirbúa sig undir framkvæmdir á Uglukletti og því líklegt að þörf sé að fleiri plássum á Klettaborg. Fræðslunefnd tekur vel í hugmyndina og leggur áherslu á að tillögurnar séu unnar í góðu samstarfi við stjórnendur á Klettaborg.
Málin eru vísað áfram til Byggðarráðs
Málin eru vísað áfram til Byggðarráðs
=== 7.Endurskoðun á samstarfsamningi Borgarbyggðar og UMSB ===
2106030
Sviðsstjóri og Verkefnistjóri tómstunda fara yfir samning Borgarbyggðar við UMSB.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir samninga Borgarbyggðar og UMSB.
Fræðslunefnd leggur til að unninn verði skýrsla um framtíðarsýn í samstarfi við íþróttahreyfinguna( UMSB og aðildafélög UMSB) um hvernig best væri að skipuleggja íþróttastarf í Borgarbyggð áður en tekið verði upp samtal við UMSB um framhald um endurnýjun á samningnum. Fræðslunefnd telur að samningur sem gerður var á sínum tíma sé kominn til ára sinna og mikilvægt sé að kannað hvernig best sé að horfa til framtíðar með það að leiðarljósi að íþróttastarf í sveitafélaginu sé með sem farsælustum hætti. Margt gott hefur áunninst með núverandi samningi og hefur hann verið til mikil bóta fyrir íþróttastarf í sveitafélaginu.
Málinu er vísað áfram til umræðu í Byggðarráði.
Fræðslunefnd leggur til að unninn verði skýrsla um framtíðarsýn í samstarfi við íþróttahreyfinguna( UMSB og aðildafélög UMSB) um hvernig best væri að skipuleggja íþróttastarf í Borgarbyggð áður en tekið verði upp samtal við UMSB um framhald um endurnýjun á samningnum. Fræðslunefnd telur að samningur sem gerður var á sínum tíma sé kominn til ára sinna og mikilvægt sé að kannað hvernig best sé að horfa til framtíðar með það að leiðarljósi að íþróttastarf í sveitafélaginu sé með sem farsælustum hætti. Margt gott hefur áunninst með núverandi samningi og hefur hann verið til mikil bóta fyrir íþróttastarf í sveitafélaginu.
Málinu er vísað áfram til umræðu í Byggðarráði.
=== 8.Verklagsreglur í frístund ===
2306055
Verkefnastjóri tómstundamála kemur til fundarsins og ræðir verklagsreglur fyrir starfsemi frístundar.
Verkefnastjóri tómstundamála kom til fundarsins og ræðir verklagsreglur fyrir starfsemi frístundar. Ljóst er að huga þarf betur að þeim mönnunarviðmiðum sem settar eru í reglunum.
Sviðsstjóra fölskyldusviðs er falið að koma með breytingar tillögur að mönnun og öðrum þáttum í verklagsreglunum fyrir næsta fund fræðslunefndar.
Sviðsstjóra fölskyldusviðs er falið að koma með breytingar tillögur að mönnun og öðrum þáttum í verklagsreglunum fyrir næsta fund fræðslunefndar.
Fundi slitið - kl. 18:00.
EÓT lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd meirihluta fræðslunefndar:
Leggur til að stofnaður verði samráðshópur með foreldrum við Varmalandsdeild Grunnskóla Borgarfjarðar til þess að halda samtalinu áfram. Samráðshópurinn yrði skipaður í samráði við þá sem héldu fundinn í Þinghamri. Lagt er til að þrír fulltrúar foreldra og þrír fulltrúar í hópnum verði skipaðir úr fræðslunefnd. Þá verði Ingvar Sigurgeirsson fenginn til þess að leiða vinnuna með hópnum. Hópurinn hefur það hlutverk að vinna út frá bókun fræðslunefndar frá 4.maí 2023. Gert er ráðfyrir að fundað yrði 2-3 sinnum ásamt því að haldinn yrði upplýsingafundur fyrir foreldra. Reynt verður að halda fyrsta fund núna í Júní. Í hópnum fyrir hönd fræðslunefndar eru Eðvar Ólafur Traustason, Guðveig Lind Eyglóardóttir og Thelma Harðardóttir.
Samþykkt samhljóða.
REJ lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd minnihluti fræðslunefndar:
Fulltrúar minnihluta í Fræðslunefnd leggja til að Byggðarráð Borgarbyggðar feli fræðslunefnd að vinna sviðsmyndagreiningu með fagaðilum, um þá valkosti sem mögulegir eru í skipan skólastofnana og skólahverfa í Borgarbyggð sem heild, þar sem allir mögulegir kostir um skólaskipan og skólahverfi verða skoðaðir og lagðir fram til kynningar. Leiðarljósið í þeirri vinnu verði „samfélagsleg áhrif, þjónusta við nemendur og foreldra, og nýting fjármagns“. Fræðslunefnd fái heimild til að ráða ráðgjafa sér til aðstoðar og vinnu verði hraðað eins og mögulegt er svo valkostir um framtíðarskólaskipan liggi fyrir eins fljótt og mögulegt er þannig að hægt sé að forgangsraða framkvæmdum og viðhaldi við skólahúsnæði sveitarfélagsins.
Tillagan er felld með þremur atkvæðum (EÓT, ÞUB, GE) gegn tveimur (REJ, BA)
GLE lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd meirihluta fræðslunefndar:
Fulltrúar meirihluta fræðslunefndar telja að sú vinna sem fulltrúar minnihluta leggja til er lítur að heildarskoðun á skipulagi skólamála í Borgarbyggð og upptökusvæðum Grunnskóla Borgarfjarðar og Grunnskóla Borgarnes sé nauðsynleg en þarfnist frekari umræðu bæði í Byggðaráði og sveitarstjórn áður en ákvörðun um slíka vinnu er tekin fyrir. Því leggjum við til að sú umræða sem afmarkast við Varmalandsdeild Grunnskóla Borgarfjarðar verði haldið áfram með sérfræðing eins og lagt var upp með í fyrri bókun fræðslunefndar.
Tillagan er samþykkt með þremur atkvæðum (EÓT, ÞUB, GE) gegn tveimur atkvæðum (REJ, BA)
Málinu er vísað til Byggðarráðs til kynningar.