Suðurnesjabær
Framkvæmda- og skipulagsráð
= Framkvæmda- og skipulagsráð =
Dagskrá
Einar Jónsson ráðgjafi frá Verkís var gestur fundarins í máli nr. 1 og 2.
=== 1.Umhverfis- og loftlagsstefna Suðurnesjabæjar ===
2209067
Ráðgjafi Verkís mætir á fundinn og leggur línurnar varðandi framgang verkefnisins.
Verkefnisáætlun Umhverfis- og loftslagsstefnu Suðurnesjabæjar kynnt.
=== 2.Aðalskipulag Suðurnesjabæjar ===
2101022
Minnisblað með yfirliti yfir lagfæringar á aðalskipulagi Suðurnesjabæjar lagt fram eftir athugun Skipulagsstofnunar í kjölfar á samþykkt bæjarstjórnar.
Lagt fram til upplýsingar. Ráðið samþykkir lokafrágang Aðalskipulags Suðurnesjabæjar eftir athugun Skipulagsstofnunar.
=== 3.Deiliskipulag - Breyting á B svæði Keflavíkurflugvallar - Nýtt aðkomuhlið ===
2305081
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi B-svæðis Keflavíkurflugvallar lögð fram til umsagnar.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða deiliskipulagsbreytingu.
=== 4.Fálkavöllur 7, bygging 10 - umsókn um stöðuleyfi ===
2305066
Fly Play ehf sækir um stöðuleyfi fyrir flokkunargám endurvinnslu skv. meðfylgjandi umsókn.
Ráðið samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs. Jákvæð umsögn Skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar liggur fyrir.
=== 5.Gerðavegur 14 - bílskýli - fyrirspurn ===
2305016
Eigandi Gerðavegs 14 leggur fram fyrirspurn hvort heimiluð yðri bygging bílskýlis á lóðinni.
Hafnað. Fyrirhuguð staðsetning er ekki innan lóðar umsækjanda auk þess sem þegar er bílgeymsla fyrir á lóðinni.
=== 6.Sjávarbraut 3, 5 og 11 - umsókn um lóðir ===
2305057
Byggingarþjónustan Rás ehf. sækir um lóðirnar 3, 5, og 11 undir byggingu iðnaðarhúss.
Samþykkt að úthluta umsækjanda lóðinni Sjávarbraut 11. Áréttað er að umsækjandi kynni sér vel deiliskipulagsskilmála svæðisins.
=== 7.Garðbraut - börn og bílaumferð ===
2305065
Tillögur að bættu umferðaröryggi við Garðbraut lagðar fram til umræðu.
Tillögurnar miða að því að hámarkshraði verði lækkaður og fyrirkomulagi hraðahindrana verði endurskipulagt. Skipulags- og umhverfissviði falið að vinna að úrbótum í samræmi við tillögur á fundinum. Ráðið samþykkir samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að lækka hámarkshraða á Garðbraut, við Gerðaskóla, niður í 30 km á klst.
Fundi slitið - kl. 18:00.