Kópavogsbær
Skipulagsráð - 146. fundur
Lögð fram tillaga Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar um breytingu á deiliskipulagi fyrir Fossvogsbrú. Í gildandi deiliskipulagi er leiðbeinandi lega akbrautar, göngu- og hjólastíga, áningarstaða og biðstöðva fyrir almenningsvagna sýnd á uppdrætti einnig er yfirborð landfyllingar merkt inn. Í tillögu að breytingu eru þessi atriði uppfærð í samræmi við þá hönnun sem liggur fyrir og svæði fyrir landfyllingu gefin rýmri mörk. Deiliskipulagsmörk breytast til að rúma að fullu legur akbrautar, stíga, landfyllingar við brúarendana og frágang á grjótgarði innan deiliskipulagsins, þar á meðal eru mörkin færð að lóðamörkum Vesturvarar 38A. Einnig er staðsetning háspennustrengs og varúðarsvæði hans skilgreind á vesturhluta svæðis. Samhliða er gerð tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kársneshafnar, Vesturvör 38A og 38B. Meðfylgjandi uppdráttur mkv. 1:1000 dags. 11. maí 2023.