Suðurnesjabær
Framkvæmda- og skipulagsráð
= Framkvæmda- og skipulagsráð =
Dagskrá
Elín Frímannsdóttir boðaði forföll og sat Sigursveinn Bjarni Jónsson varamaður fundinn í hennar stað.
=== 1.Deiliskipulag Garðskaga - Tillaga að deiliskipulagsbreytingu ===
1809067
Tillaga að deiliskipulagi Garðskaga var auglýst samhliða nýju Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034 sem hefur tekið gildi. Ein athugasemd barst við deiliskipulagstillöguna.
Framkvæmda- og skipulagsráð samþykkti á fundi sínum þann 28. apríl 2022 og Bæjarstjórn þann 4. maí 2022 að auglýsa og kynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Garðskaga skv. 43. gr skipulagslaga nr.123/2010. Tillagan var kynnt samhliða tillögu að Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034. Tillögurnar voru til kynningar á tímabilinu 9. nóvember til 23. desember 2022. Ein athugasemd barst sem sneri að reit VÞ15 í Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar sem er innan þess svæðis sem deiliskipulagstillaga Garðskaga nær yfir. Brugðist var við athugasemdinni með því að greinargerð aðalskipulagsins var uppfærð í samræmi við athugasemd, þ.e. sett voru inn nánari ákvæði um ásýnd svæðisins og aðgengi íbúa að gönguleið með ströndinni. skv. lið 21.1 í minnisblaði Verkís, dags. 23.01.2023 sem var lagt fram og samþykkt í Bæjarstjórn þann 1. febrúar 2023 og er deiliskipulagstillaga Garðskaga í samræmi við Aðalskipulag Suðurnesjabæjar sem öðlaðist gildi í með auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda þann 14. júlí 2023.
Framkvæmda- og skipulagsráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að hún samþykki tillögu að deiliskipulagi Garðskaga og feli skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun skipulagið til staðfestingar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Framkvæmda- og skipulagsráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að hún samþykki tillögu að deiliskipulagi Garðskaga og feli skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun skipulagið til staðfestingar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
=== 2.Deiliskipulag ÍB15 við Garðvang - Ósk landeigenda um heimild til endurskoðunar og breytingu á deiliskipulagi ===
2307037
Landeigendur Gerða 1 og 2 og Grímshóll ehf. óska eftir heimild til breytinga á núverandi deiliskipulagi sem samþykkt var í sveitarstjórn Gerðahrepps í júní 2002.
Ráðið tekur jákvætt í erindið án þess að tekin sé afstaða til hugsanlegra tillagna. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið frekar með landeigendum í samráði við Framkvæmda- og skipulagsráð.
=== 3.Gauksstaðir - Fyrirspurn vegna endurbyggingar á mhl. 03 og breytta staðsetningu ===
2307038
Eigendur Gauksstaða leggja fram fyrirspurn vegna endurbyggingar á matshluta 03, geymslu, sem var fjarlægð og fyrirhugað er að endurbyggja á nýjum stað innan lóðar. Umsókn tengist máli 2009165 vegna byggingarleyfis á endurbótum, stækkun og breyttrar notkunar á matshlutum 01, 02 og 04 innan lóðar Gauksstaða.
Fyrirhuguð bygging er ekki í samræmi við það hús (mhl. 03) sem áður stóð á lóðinni. Það var ein hæð og kjallari. Húsið sem nú er sótt um er ein hæð og ris, eða tæpa 6 metra á hæð. Ráðið getur ekki fallist á að breytingin sé lítilsháttar, eins og fram kemur í byggingarlýsingu. Erindi hafnað.
=== 4.Göngustígur milli Garðs og Reykjanesbæjar ===
2207006
Reykjanesbær sækir um framkvæmdarleyfi vegna 1. áfanga hjóla- og göngustígs á milli Reykjanesbæjar og Garðs skv. meðfylgjandi gögnum. 1. áfangi er á milli Reykjanesbæjar og golfvallarins í Leiru.
Fyrirhugaður göngustígur er í samræmi við aðalskipulag Reykjanes- Suðurnesjabæjar og er framkvæmdin er í grenndarkynningu gangvart landeigendum. Ráðið felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að gefa út framkvæmdarleyfi þegar endanleg útfærsla liggur fyrir að lokinni grenndarkynningu.
=== 5.Strandgata 24 - fyrirspurn - stækkun fasteignar ===
2109027
Endanleg útfærsla stækkunar lögð fram. Mál áður á dagskrá á 32. fundi ráðsins þann 19.1.2022.
Ráðið samþykkir að fela byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.
=== 6.Strandgata 10, viðbygging - umsókn um byggingarleyfi, umfangsflokkur 1 ===
2302064
Áður á dagskrá á 44. fundi ráðsins þann 27.4.2023. Erindi hefur verið grenndarkynnt og bars ein athugasemd.
Grenndarkynningu lokið. Ein athugasemd barst. Athugasemdin varðar ekki fyrirhugaða framkvæmd, heldur er ábending um hvernig haga mætti girðingu við lóðarmörk Strandgötu 10 og 12.
Afgreiðsla: Athugasemdin er ekki til þess fallin að synja beri erindinu og er það því samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, þ.á.m. samþykki eiganda Strandgötu 10.
Afgreiðsla: Athugasemdin er ekki til þess fallin að synja beri erindinu og er það því samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, þ.á.m. samþykki eiganda Strandgötu 10.
=== 7.Bjarmaland 14 - umsókn um byggingarleyfi - skjólverönd ===
2306068
Eigandi Bjarmalands 14 óskar eftir byggingarleyfi vegna aflokaðrar og yfirbyggðar skjólverandar við núverandi íbúðarhús.
Ekki er hægt að samþykkja erindið á þeim forsendum að „skjólgirðing“ sé með þaki sem tengist húsi. Slíkt mannvirki væri skilgreint sem B- rými samkvæmt skráningarreglum og yrði því hluti af brúttó flatarmáli húss, sem viðbygging. Ráðið hafnar erindinu.
=== 8.Skálareykjavegur 12 - Fyrirspurn um nýtingu lóðar ===
2306020
Eigendur Skálareykjavegar 12 óska eftir afnotum af aðliggjandi lóð starfssemi fyrirtækisins skv. meðfylgjandi gögnum.
Byggingarfulltrúa falið skoða málið frekar í samráði lóðarhafa og fyrirhuguð afnot á hugsanlegri viðbótarlóð.
=== 9.Sjávarbraut 11 Ósk um óverulega deiliskipulagsbreytingu ===
2307042
Lóðarhafi Sjávarbrautar 11 óskar eftir að fá að gera óverulega deiliskipulagsbreytingu skv. meðfylgjandi gögnum.
Ráðið hafnar breytingu á deiliskipulaginu eins og tillagan er sett fram. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda mögulega útfærslu.
=== 10.Sjávarbraut 3 - umsókn um lóð ===
2306070
Ævar Ingi Pálsson sækir um lóðina Sjávarbraut 3 undir byggingu atvinnuhúsnæðis.
Skipulagsfulltrúi leggur til að afgreiðslu verði frestað.
Fundi slitið - kl. 17:30.