Borgarbyggð
Byggðarráð Borgarbyggðar - 640. fundur
= Byggðarráð Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Umræða um fjárfestingaráætlun Borgarbyggðar ===
2307087
Fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins og staða hennar til umræðu að beiðni Sigurðar Guðmundssonar byggðarráðsfulltrúa. Beiðni í framhaldi af fyrri umræðu frá 632. fundi byggðarráðs þann 4. maí 2023.
Farið yfir stöðu fjárfestingarverkefna hjá Borgarbyggð.
=== 2.Viðauki við fjárhagsáætlun 2023 ===
2304017
Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2023
Lögð fram tillaga að viðauka IV við fjárhagsáætlun ársins 2023. Í viðaukanum er gert ráð fyrir breytingu á rekstraráætlun hvað varðar kostnað og tekjur vegna smölunar á ágangsfé og einnig er gert ráð fyrir 5,1 millj kr í hækkun á framkvæmdaáætlun vegna kaupa og uppsetningar á strætóskýlum. Gert er ráð fyrir að handbært fé lækki sem nemur kostnaði við viðaukann.
Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald í sumarleyfi sveitarstjórnar samþykkir samhljóða framlagða tillögu að viðauka.
Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald í sumarleyfi sveitarstjórnar samþykkir samhljóða framlagða tillögu að viðauka.
=== 3.Fjárhagsáætlun 2024 ===
2307011
Lögð fram tillaga að skiptingu fjármagns á málaflokka á fjárhagsáætlun ársins 2024
Lögð fram fyrstu drög að skiptingu fjármagns á málaflokka í rekstri sveitarfélagsins á árinu 2024. Í drögunum er gert ráð fyrir að launakostnaður aukist um 6% á milli ára og önnur gjöld og rekstrartekjur hækki um 5%. M.v. þær forsendur yrði lítils háttar rekstrarafgangur.
=== 4.Fjármálaráðstefna sept. 2023 ===
2307034
Framlögð tilkynning frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um tímasetningu Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga en ráðstefnan verður haldin á Hótel Hilton í Reykjavík 21. og 22. september n.k.
Tilkynning framlögð.
=== 5.Þjónustusamningur vegna umhirðu á Hvanneyri ===
2002098
Framlögð drög að viðauka við þjónustusamning við LBHÍ vegna umhirðu útisvæða á Hvanneyri.
Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald í sumarleyfi sveitarstjórnar felur sveitarstjóra að undirrita framlagðan viðauka við þjónustusamning við LBHÍ um umhirðu útisvæða á Hvanneyri.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 6.Kynning á starfsemi Leigufélagsins Bríetar ===
2307082
Kynning á starfsemi Leigufélagsins Bríetar fyrir byggðarráði Borgarbyggðar. Helgi Haukur Hauksson framkvæmdastjóri Bríetar kemur til fundarins.
Byggðarráð þakkar Helga Hauki fyrir góða kynningu. Sveitarstjóra er falið að kanna samstarfsmöguleika sveitarfélagsins við Bríeti og kynna hugmyndir fyrir byggðarráði.
=== 7.Samtal um stöðu og stefnu Háskólans á Bifröst ===
2307084
Umræða hjá byggðarráði Borgarbyggðar um stöðu og stefnu Háskólans á Bifröst. Til fundarins kemur í gegnum fjarfundarbúnað Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor skólans.
Byggðarráð átti gott samtal við rektor Háskólans á Bifröst um stöðu kennslu og húsnæðismála.
Eiríkur Ólafsson vék af fundi að afloknum þessum dagskrárlið.
Eiríkur Ólafsson vék af fundi að afloknum þessum dagskrárlið.
=== 8.Ferðamennska og afþreying ===
2307164
Magnús Björn Jóhannsson rekstraraðili í ferðaþjónustu í Borgarbyggð óskar eftir að koma á fund byggðarráðs til samtals um ferðamennsku og afþreyingu í sveitarfélaginu.
Magnús Björn Jóhannsson og Silja Hlín Guðbjörnsdóttir komu á fund byggðarráðs og fram fór gott samtal um ferðamennsku og afþreyingu í sveitarfélaginu.
=== 9.Möguleg ráðning á starfsmanns fyrir Almannavarnanefnd Vesturlands ===
2307163
Framlagt til kynningar minnisblað Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Almannavarnarnefndar Vesturlands um mögulega ráðningu á starfsmanni fyrir Almannaverndarnefnd Vesturlands.
Minnisblað kynnt og sveitarstjóra falið að vinna að nánari útfærslu í samstarfi við SSV.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 10.Ágangur sauðfjár í heimalöndum - ábyrgð og leiðir ===
2211253
Á grundvelli ákvörðunar byggðarráðs sem fór með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar, frá fundi nr. 637 frá 22. júní sl. um að smala skuli því fé sem ekki er rekið á afrétt eða haldið í fjárheldri girðingu sbr. 6. gr. fjallskilasamþykktar nr. 683/2015 var sveitarstjóra falið að koma á smölun og nánari útfærslu á verklagi. Borist hafa nokkrar beiðnir um smölun á grundvelli framangreinds og ljóst er að töluverður kostnaður getur fallið til við smölun.
Byggðarráð sem hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarfríi sveitarstjórnar samþykkir að til fyllingar á ákvörðun byggðarráðs frá fundi nr. 637 er sveitarstjóra falið að fylgja eftir ákvörðunum samkvæmt eftirfarandi verklagi:
Samkvæmt skv. 6. gr. fjallskilasamþykktar nr. 683/2015 er bændum á viðkomandi svæði skylt að reka á afrétt eða halda búfénaði í heimalandi í fjárheldri girðingu. Fram kemur í 2 ml. 1. mgr. 33. gr. laga nr. 6/1986, um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. að ef ágangur búfjár stafar af búfé sem vanrækt hefur verið að reka á afrétt skv. fyrirmælum fjallskilareglugerðar ber sveitarstjórn að láta reka féð á afrétt á kostnað fjáreigenda.
Til þess að sveitarfélagið taki ákvörðun um smölun vegna ágangs búfjár þarf hann að uppfylla ákveðin lágmarksskilyrði miðað við orðalag ákvæðisins. Því þarf að meta hvort umrætt fé valdi ágangi og koma þá til skoðunar sjónarmið eins og fjöldi kinda, staðsetning, mögulegt tjón, tímalengd dvalar eða tíðni og hvort búið sé á umræddri jörð. Er lagt upp með að allt fé sé keyrt á afrétt við smölun. Verði beiðni hafnað þar sem hún er ekki talin uppfylla þessi skilyrði verði viðkomandi bent á að hann geti skotið málinu til byggðarráðs ef það fer með fullnaðarafgreiðslu mála eða eftir atvikum sveitarstjórn.
Því þurfa að koma fram röksemdir sem lúta að framangreindum sjónarmiðum í tilkynningu ásamt myndum eða öðrum gögnum sem stutt geta við beiðni landeiganda um smölun. Eins er mælst til þess við landeiganda að leitast við að staðreyna eignarhald viðkomandi búfjár. Eru þær tilkynningar sem uppfylla skilyrði um smölun sendar á meinta eigendur búfjár ef upplýsingar um þá liggja fyrir og samhliða auglýst á heimasíðu og fésbókarsíðu sveitarfélagsins. Er fjáreigendum gefnir 7 dagar til að bregðast við tilkynningunni.
Öllum beiðnum um smölun á öðrum svæðum en þeim sem falla undir fjallskilaumdæmis Þverárþings skal hafnað á grundvelli þess að einungis hefur verið tekin ákvörðun af sveitarstjórn um smölun á ágangsfé í því umdæmi þar sem virkjuð hefur verið 6. gr. fjallskilareglurgerðar nr. 683/2015. En þar með er kveðið á um í fjallskilasamþykkt hvar halda skuli búfé yfir sumartímann. Því hefur ekki verið tekin ákvörðun um að smala annars staðar.
Þegar fyrir liggur staðfest eignarhald búfjár, skal þá réttmætum eigendum veittur 14 daga frestur til að tjá sig um efni máls sbr. 1. mgr. 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
Gerist það að sveitarfélagið verður fyrir kostnaði sem rekja má til rangra upplýsinga um ágangsfé þá áskilur sveitarfélagið sér rétt til að endurheimta þann kostnað af þeim sem veitti rangar upplýsingar og bætur ef um vísvitandi ranga upplýsingagjöf var að ræða.
Thelma Dögg Harðardóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Samkvæmt skv. 6. gr. fjallskilasamþykktar nr. 683/2015 er bændum á viðkomandi svæði skylt að reka á afrétt eða halda búfénaði í heimalandi í fjárheldri girðingu. Fram kemur í 2 ml. 1. mgr. 33. gr. laga nr. 6/1986, um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. að ef ágangur búfjár stafar af búfé sem vanrækt hefur verið að reka á afrétt skv. fyrirmælum fjallskilareglugerðar ber sveitarstjórn að láta reka féð á afrétt á kostnað fjáreigenda.
Til þess að sveitarfélagið taki ákvörðun um smölun vegna ágangs búfjár þarf hann að uppfylla ákveðin lágmarksskilyrði miðað við orðalag ákvæðisins. Því þarf að meta hvort umrætt fé valdi ágangi og koma þá til skoðunar sjónarmið eins og fjöldi kinda, staðsetning, mögulegt tjón, tímalengd dvalar eða tíðni og hvort búið sé á umræddri jörð. Er lagt upp með að allt fé sé keyrt á afrétt við smölun. Verði beiðni hafnað þar sem hún er ekki talin uppfylla þessi skilyrði verði viðkomandi bent á að hann geti skotið málinu til byggðarráðs ef það fer með fullnaðarafgreiðslu mála eða eftir atvikum sveitarstjórn.
Því þurfa að koma fram röksemdir sem lúta að framangreindum sjónarmiðum í tilkynningu ásamt myndum eða öðrum gögnum sem stutt geta við beiðni landeiganda um smölun. Eins er mælst til þess við landeiganda að leitast við að staðreyna eignarhald viðkomandi búfjár. Eru þær tilkynningar sem uppfylla skilyrði um smölun sendar á meinta eigendur búfjár ef upplýsingar um þá liggja fyrir og samhliða auglýst á heimasíðu og fésbókarsíðu sveitarfélagsins. Er fjáreigendum gefnir 7 dagar til að bregðast við tilkynningunni.
Öllum beiðnum um smölun á öðrum svæðum en þeim sem falla undir fjallskilaumdæmis Þverárþings skal hafnað á grundvelli þess að einungis hefur verið tekin ákvörðun af sveitarstjórn um smölun á ágangsfé í því umdæmi þar sem virkjuð hefur verið 6. gr. fjallskilareglurgerðar nr. 683/2015. En þar með er kveðið á um í fjallskilasamþykkt hvar halda skuli búfé yfir sumartímann. Því hefur ekki verið tekin ákvörðun um að smala annars staðar.
Þegar fyrir liggur staðfest eignarhald búfjár, skal þá réttmætum eigendum veittur 14 daga frestur til að tjá sig um efni máls sbr. 1. mgr. 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
Gerist það að sveitarfélagið verður fyrir kostnaði sem rekja má til rangra upplýsinga um ágangsfé þá áskilur sveitarfélagið sér rétt til að endurheimta þann kostnað af þeim sem veitti rangar upplýsingar og bætur ef um vísvitandi ranga upplýsingagjöf var að ræða.
Thelma Dögg Harðardóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
=== 11.Styrkbeiðni fyrir Þjóðahátíð Vesturlands ===
2307009
Framlögð beiðni frá forsvarmanni Þjóðahátíðar Vesturlands um styrk fyrir hátíðinni sem í ár verður haldin 16. september í Borgarnesi. Um er að ræða stóran viðburð þar sem fjölmenning er ávallt höfð að leiðarljósi. Í ár verður einnig lögð áhersla á að sýna fjölbreytileika samfélagsins. Matur og skemmtiatriðið frá um 30 löndum verður á boðstólnum í ár og er aðgangur ókeypis.
Byggðarráð bendir forsvarsmönnum Þjóðahátíðar um úthlutunarreglur um styrki vegna hátíða og felur sveitarstjóra að upplýsa um umsóknarferilinn.
=== 12.Fundargerðir heilbrigðisnefndar Vesturlands 2023 ===
2306089
Framlögð 184. fundargerð Heilbrigðisnefndar Vesturlands dags. 11. júlí 2023.
Fundargerð framlögð.
=== 13.Hafnasamband Íslands - fundargerðir 2023 ===
2301206
Framlögð fundargerð 454. fundar stjórnar hafnasambands Íslands dags. 13. júní 2023
Fundargerð framlögð.
Fundi slitið - kl. 12:15.