Mosfellsbær
Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1587
==== 20. júlí 2023 kl. 07:30, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Ómar Karl Jóhannesson þjónustu- og samskiptadeild
== Fundargerð ritaði ==
Ómar Karl Jóhannesson þjónustu- og samskiptasviði
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Ráðning skrifstofustjóra umbóta og þróunar ==
[202305768](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202305768#rtkyml1uieusxefb1jvr-w1)
Tillaga um ráðningu skrifstofustjóra umbóta og þróunar.
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum fulltrúa B, C og S-lista að Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir verði ráðin skrifstofustjóri umbóta og þróunar. Tveir fulltrúar D-lista sátu hjá.
Fulltrúar D-lista lögðu fram svohljóðandi bókun:
Bæjarráðsfulltrúar D-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins þar sem þeir hafa ekki haft aðkomu að ráðningarferlinu.
Bæjarráð býður Ólafíu Dögg velkomna til starfa hjá Mosfellsbæ.
== Gestir ==
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi mannauðsstjóri
== 2. Ráðning sviðsstjóra mannauðs- og starfsumhverfissviðs ==
[202305765](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202305765#rtkyml1uieusxefb1jvr-w1)
Tillaga um ráðningu sviðsstjóra mannauðs- og starfsumhverfissviðs.
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum fulltrúa B, C og S-lista að Kristján Þór Magnússon verði ráðinn sviðstjóri mannauðs- og starfsumhverfis. Tveir fulltrúar D-lista sitja hjá.
Bæjarfulltrúar D-lista lögðu fram svohljóðandi bókun:
Bæjarráðsfulltrúar D-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins þar sem þeir hafa ekki haft aðkomu að ráðningarferlinu.
Bæjarráð býður Kristján Þór velkominn til starfa hjá Mosfellsbæ.
== Gestir ==
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi mannauðsstjóri
== 3. Upplýsingar um ráðningar í stjórnendastöður ==
[202210483](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202210483#rtkyml1uieusxefb1jvr-w1)
Kynning á ráðningum í fimm stjórnendastöður innan stjórnsýslu Mosfellsbæjar.
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri, Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi mannauðsstjóri, og Gunnhildur Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs, kynntu ráðningar fimm nýrra stjórnenda innan stjórnsýslu Mosfellsbæjar.
Bæjarráð býður nýja stjórnendur velkomna til starfa hjá Mosfellsbæ.
== Gestir ==
- Gunnhildur Sæmundsdóttir, framkv.stj. fræðslu- og frístundasviðs
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi mannauðsstjóri
== 4. Ráðning leikskólastjóra Hlíð ==
[202105146](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202105146#rtkyml1uieusxefb1jvr-w1)
Tillaga að ráðningu leikskólastjóra í Hlíð.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að ráða Steinunni Báru Ægisdóttur í starf leikskólastjóra leikskólans Hlíðar.
Bæjarráð býður Steinunni Báru velkomna til starfa hjá Mosfellsbæ.
== Gestir ==
- Gunnhildur Sæmundsdóttir, framkv.stj. fræðslu- og frístundasviðs
== 5. Endurnýjun skólalóða ==
[202211340](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202211340#rtkyml1uieusxefb1jvr-w1)
Upplýsingar um áætlaðar framkvæmdir á stofnanalóðum 2023.
Óskar Gísli Sveinsson, deildastjóri nýframkvæmda, kynnti áætlaðar framkvæmdir á stofnanalóðum 2023.
== Gestir ==
- Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri nýframkvæmda
- Gunnhildur Sæmundsdóttir, framkvæmdastj. fræðslu- og frístundasviðs
== 6. Endurbætur leikskólalóða - Hlaðhamrar ==
[202305228](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202305228#rtkyml1uieusxefb1jvr-w1)
Lagt er til að umhverfissviði verði heimilað að ganga til samninga við lægstbjóðanda á grundvelli tilboðs hans.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda, SS Jarðvinna-vélaleiga ehf, í kjölfar útboðs að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt.
== Gestir ==
- Gunnhildur Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
- Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri nýframkvæmda
== 7. Endurbætur skólalóða - Varmárskóli - Nýframkvæmd ==
[202306281](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306281#rtkyml1uieusxefb1jvr-w1)
Óskað er eftir að heimild bæjarráðs Mosfellsbæjar til að bjóða út framkvæmd og uppsetningu battavallar við Varmárskóla.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út framkvæmd og uppsetningu á battavelli við Varmárskóla. Kostnaði við framkvæmdina er vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2024.
== Gestir ==
- Gunnhildur Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
- Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri nýframkvæmda
== 8. Leikskóli Helgafellslandi - stofnun verkefnahóps ==
[202101461](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202101461#rtkyml1uieusxefb1jvr-w1)
Lagt er til að stofnaður verði verkefnahópur sem hefur það að markmiði að ná fram hagkvæmari lausnum í byggingu leikskólans í Helgafellshverfi.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að heimila stofnun verkefnahóps í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
== Gestir ==
- Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri nýframkvæmda
- Gunnhildur Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
== 9. Malbikun - Yfirlagnir, viðgerðir gatna ==
[202306667](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306667#rtkyml1uieusxefb1jvr-w1)
Yfirlit yfir malbiksframkvæmdir 2023 lagt fram til kynningar.
Lagt fram.
== Gestir ==
- Óskar Gísi Sveinsson, deildarstjóri nýframkvæmda
== 11. Beiðni um umsögn um staðsetningu ökutækjaleigu ==
[202307129](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202307129#rtkyml1uieusxefb1jvr-w1)
Frá Samgöngustofu beiðni um umsögn vegna umsóknar ÍSBAND um rekstur ökutækjaleigu að Þverholti 6.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að gera ekki athugasemd við fyrirliggjandi umsókn um rekstur ökutækjaleigu að Þverholti 6, m.a. með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
== 12. Betri samgöngur samgöngusáttmáli ==
[202301315](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202301315#rtkyml1uieusxefb1jvr-w1)
Sex mánaða skýrsla Betri samgangna ohf. lögð fram til kynningar.
Sex mánaða skýrsla Betri samgangna ohf. um stöðu og framgang verkefna lögð fram.
== 13. Lausaganga, ágangur búfjár ==
[202307134](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202307134#rtkyml1uieusxefb1jvr-w1)
Bréf frá Bændasamtökum Íslands þar sem farið er yfir helstu sjónarmið er varða lausagöng og ágang búfjár.
Í bréfinu er komið á framfæri við sveitarfélög sjónarmiðum Bændasamtakanna er varðar lausagöngu og ágang búfjár. Bréfið er lagt fram.
=== Fundargerð ===
== 14. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 239 ==
[202306015F](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306015F#rtkyml1uieusxefb1jvr-w1)
Fundargerð 239. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 1587. fundi bæjarráðs eins og einstök erindi bera með sér. Fundargerðin staðfest með 5 atkvæðum.
== 14.1. Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu - sóknaráætlun ==
[202101312](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202101312#rtkyml1uieusxefb1jvr-w1)
Kynning á stöðu innleiðingar nýja samræmda flokkunarkerfisins og dreifingu á nýjum tunnum til íbúa
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 239. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 1587. fundi bæjarráðs með fimm atkvæðum.
== 14.2. Djúpgámar - framlag vegna nýja úrgangsflokkunarkerfisins ==
[202306458](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306458#rtkyml1uieusxefb1jvr-w1)
Tillaga að framlagi til húsfélaga vegna breytinga á fjölda og stærð djúpgáma lögð fyrir umhverfisnefnd
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 239. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 1587. fundi bæjarráðs með fimm atkvæðum.
== 14.3. Umhverfisviðurkenningar 2023 ==
[202306273](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306273#rtkyml1uieusxefb1jvr-w1)
Lögð fyrir umhverfisnefnd tillaga að fyrirkomulagi og auglýsingu umhverfisviðurkenninga fyrir árið 2023
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 239. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 1587. fundi bæjarráðs með fimm atkvæðum.
== 14.4. Fjárhags- og fjárfestingaáætlun 2024 - umhverfissvið ==
[202306274](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306274#rtkyml1uieusxefb1jvr-w1)
Lögð fyrir umhverfisnefnd kynning vegna undirbúnings fjárhags- og fjárfestingaráætlunar fyrir árið 2024
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 239. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 1587. fundi bæjarráðs með fimm atkvæðum.
== 14.5. Stikaðar gönguleiðir í Mosfellsbæ, Mosfellsbær og Skátafélagið Mosverjar ==
[200811187](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/200811187#rtkyml1uieusxefb1jvr-w1)
Ævar Aðalsteinsson verkefnastjóri mætir á fund umhverfisnefndar og kynnir nýjar nafngiftir stikaðra gönguleiða í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 239. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 1587. fundi bæjarráðs með fimm atkvæðum.
== 15. Velferðarnefnd Mosfellsbæjar - 10 ==
[202306026F](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306026F#rtkyml1uieusxefb1jvr-w1)
Fundargerð 10. fundar velferðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 1587. fundi bæjarráðs eins og einstök erindi bera með sér. Fundargerðin er staðfest með 5 atkvæðum.
== 15.1. Fjárhags- og fjárfestingaráætlun 2024 - undirbúningur með velferðarnefnd ==
[202305590](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202305590#rtkyml1uieusxefb1jvr-w1)
Farið yfir fjárhagsáætlun 2024 á vinnufundi velferðarnefndar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 10. fundar velferðarnefndar samþykkt á 1587. fundi bæjarráðs með fimm atkvæðum.
== 16. Menningar- og lýðræðisnefnd - 7 ==
[202306029F](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306029F#rtkyml1uieusxefb1jvr-w1)
Fundargerð 7. fundar menningar- og lýðræðisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 1587. fundi bæjarráðs eins og eins og erindi bera með sér. Fundargerðin er staðfest með 5 atkvæðum.
== 16.1. Drög að dagskrá Í túninu heima 2023 ==
[202306608](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306608#rtkyml1uieusxefb1jvr-w1)
Verkefnisstjóri Hlégarðs kynnir drög að dagskrá Í túninu heima 2023
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 7. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 1587. fundi bæjarráðs með fimm atkvæðum.
== 16.2. Starfsemi Listasalar Mosfellsbæjar ==
[202306609](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306609#rtkyml1uieusxefb1jvr-w1)
Forstöðumaður bókasafns og menningarmála kynnir starfsemi Listasalar Mosfellsbæjar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 7. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 1587. fundi bæjarráðs með fimm atkvæðum.
== 16.3. Stjórnsýslu- og rekstrarúttekt ==
[202210483](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202210483#rtkyml1uieusxefb1jvr-w1)
Kynning á stjórnkerfisbreytingum hjá Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 7. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 1587. fundi bæjarráðs með fimm atkvæðum.
== 16.4. Fjárhags- og fjárfestingaráætlun 2024 - undirbúningur með menningar- og lýðræðisnefnd ==
[202306607](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306607#rtkyml1uieusxefb1jvr-w1)
Upphaf vinnu við fjárhags- og fjárfestingaáætlun 2024 - undirbúningur með menningar- og lýðræðisnefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 7. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 1587. fundi bæjarráðs með fimm atkvæðum.
=== Fundargerðir til kynningar ===
== 17. Fundargerð 931. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga ==
[202306663](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306663#rtkyml1uieusxefb1jvr-w1)
Fundargerð 931. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Fundargerð 931. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 1587. fundi bæjarráðs.
== 18. Fundargerð 560. fundar stjórnar SSH ==
[202307130](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202307130#rtkyml1uieusxefb1jvr-w1)
Fundargerð 560. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Fundargerð 560. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 1587. fundi bæjarráðs.
== 19. Fundargerð 42. eigendafundar Strætó bs. ==
[202307132](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202307132#rtkyml1uieusxefb1jvr-w1)
Fundargerð 42. eigendafundar Strætó bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 42. eigendafundar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 1587. fundi bæjarráðs.
== 20. Fundargerð 15. fundar heilbrigðisnefndar ==
[202307042](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202307042#rtkyml1uieusxefb1jvr-w1)
Fundargerð 15. fundar heilbrigðisnefndar lögð fram til kynningar.
Fundargerð 15.fundar heilbrigðisnefndar lögð fram til kynningar á 1587. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar.
Í lok fundar var það samþykkt með 5 atkvæðum að næsti fundur Bæjarráðs verði haldinn þann 10. ágúst nk. og samþykkti Bæjarráð jafnframt að til fundarins yrði boðað þann 8. ágúst nk. vegna frídags verslunarmanna þann 7. ágúst.