Borgarbyggð
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 16. fundur
= Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa =
Dagskrá
=== 1.Strandstígur við Borgarnes ===
2110092
Lögð er fram umsókn frá Umhverfis- og landbúnaðardeild Borgarbyggðar um framkvæmdaleyfi fyrir 1. hluta strandstígs meðfram Borgarbogi, frá strandsvæði vestan Kjartansgötu 1, bak við lóðir við Kjartansgötu og Kveldúlfsgötur, norður fyrir Dílatanga og að Kirkjugarðsvík. Áætlaðar framkvæmdir felast í :
?
Endurbótum á núverandi stíg neðan Kveldúlfsgötu, stígur breikkaður í 2 m
?
Nýr stígur, Ecoraster neðan Kjartansgötu og frá Dílatanga að Kirkjugarðsvík
?
Nýr stígur á timburbryggju / brú við Dílatanga, þar sem stígurinn er ekki á landi
?
Grjótvörn og landfylling við enda stígsins vestan Kjartansgötu 1
?
Núverandi fylling og grjóthleðsla lagfærð og aðlöguð að stíg neðan Kjartansgötu
Markmið framkvæmdarinnar er að bæta aðgengi við Borgarvoginn í samræmi við markmið gildandi aðalskipulags og tengja heildstætt stígakerfi sem mætir þörfum íbúa og gesta til framtíðar.
?
Endurbótum á núverandi stíg neðan Kveldúlfsgötu, stígur breikkaður í 2 m
?
Nýr stígur, Ecoraster neðan Kjartansgötu og frá Dílatanga að Kirkjugarðsvík
?
Nýr stígur á timburbryggju / brú við Dílatanga, þar sem stígurinn er ekki á landi
?
Grjótvörn og landfylling við enda stígsins vestan Kjartansgötu 1
?
Núverandi fylling og grjóthleðsla lagfærð og aðlöguð að stíg neðan Kjartansgötu
Markmið framkvæmdarinnar er að bæta aðgengi við Borgarvoginn í samræmi við markmið gildandi aðalskipulags og tengja heildstætt stígakerfi sem mætir þörfum íbúa og gesta til framtíðar.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir 1. hluta strandstígs við Borgarvog að undangenginni grenndarkynningu í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar. Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum við Kjartansgötu og Kveldúlfsgötu þar sem lóðir liggja að áætluðum stíg. Málið verður kynnt í gegnum Skipulagsgátt.
=== 2.Galtarholt 1 land L191462 - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir aðkomu að landi ===
2306023
Lögð er fram umsögn Vegagerðarinnar dags. 4. júlí 2023 vegna fyrirhugaðrar nýrrar tengingar við Galtarholtsveg 1 (5309-01).
Ekki er gerð athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd.
Ekki er gerð athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir nýrri vegtengingu við Galtarholtsveg 1 (5309-01) inn á land, Galtarholt 1 land (Torfholt, L191462) og vegslóða meðfram núverandi skurði inn á land.
Fundi slitið - kl. 09:30.