Borgarbyggð
Byggðarráð Borgarbyggðar - 639. fundur
= Byggðarráð Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Fjárhagsáætlun 2024 ===
2307011
Lögð fram tillaga að tekjuáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2024.
Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármálasviðs kynnti fyrstu drög af þeim áhrifum sem hækkun fasteignamats, mannfjöldaþróun, þróun í fjölda starfandi, launaþróun ofl. gætu haft á tekjur sveitarfélagsins að gefnum mismunandi forsendum. Ljóst er að ýmsar tekjuforsendur hafa þróast í hagstæða átt. Á hinn bóginn er jafnljóst að kostnaðarþróun hefur þróast á neikvæðan hátt t.d. þar sem niðurstaða kjarasamninga hefur verið mun ríflegri en forsendur gerðu ráð fyrir. Vinna við fjárhagsáætlun stendur yfir og verður jafnóðum kynnt fyrir byggðarráði.
=== 2.Framkvæmdastyrkur til íþrótta- og tómstundafélaga 2023 ===
2306263
Lagðar fram umsóknir vegna framkvæmdastyrkja til íþrótta- og tómstundafélaga 2023.
Byggðarráð sem fer með heimild til fullnaðarafgreiðslu í sumarleyfi sveitarstjórnar samþykkir tillögu að úthlutun framkvæmdastyrkja á grundvelli reglna um framkvæmdastyrki til íþrótta- og tómstundafélaga. Byggðarráð samþykkir að öll verkefni sem uppfylla skilyrði fyrir styrknum verði styrkt um sama hlutfall efniskostnaðar. Heildarupphæð umsókna sem bárust og uppfylla skilyrði er kr. 14.755.000 sem felst í efniskostnaði við framkvæmdirnar. Heildarfjármagn til úthlutunar skv. fjárhagsáætlun er kr. 4.000.000. Reiknað er með sjálfboðaliðavinnu félagsmanna. Eftirfarandi félög fengu úthlutað styrk: Golfklúbbur Borgarness kr. 2.644.527,-, Hestamannafélagið Borgfirðingur kr. 1.192.816 og Ungmennafélagið Íslendingur kr. 162.657,-. Í reglum um framkvæmdastyrki til íþrótta- og tómstundafélaga í Borgarbyggð eru styrkhæf verkefni framkvæmdir íþrótta- og tómstundafélaga til uppbyggingar eða viðhalds á fasteignum eða athafnasvæði í eigu félags.
=== 3.Ráðning sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs. ===
2305099
Framlögð tillaga sveitarstjóra um ráðningu sviðsstjóra fyrir skipulags- og umhverfissvið Borgarbyggðar.
Tillaga sveitarstjóra er að Guðný Elíasdóttir verði ráðin í starf sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs hjá Borgarbyggð.
Guðný lauk B.Sc. í byggingarfræði frá háskólanum Vitus Bering í Danmörku árið 2004 og námi í tækniteiknun frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 2000.
Guðný hefur mikla reynslu bæði sem sérfræðingur og stjórnandi í þeim málaflokkum sem heyra undir sviðið. Hún hefur starfað sem deildarstjóri skipulags- og byggingarmála og verkefnastjóri framkvæmda og áætlana hjá Borgarbyggð síðan 2021. Guðný var byggingarfulltrúi og yfirmaður tæknisviðsviðs hjá Hvalfjarðasveit frá 2013 til 2021. Auk þess þá starfaði hún sem verkefnastjóri hjá Rauða krossi Íslands frá 2010 til 2013 og var umsjónarmaður atvinnuátakshóp og hjá Arkís frá 2005 til 2009 þar sem hún hafði yfirumsjón með stórum verkefnum og teymisstjórn.
Alls voru umsækjendur um starf sviðsstjóra sjö talsins og úr öflugum hópi voru viðtöl tekin við fjóra umsækjendur og framhaldsviðtöl við þrjá.
Hagvangur hafði umsjón með ráðningarferlinu en fyrir hönd Borgarbyggðar stóðu að ferlinu sveitarstjóri, mannauðsstjóri og formaður byggðarráðs.
Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald í sumarleyfi sveitarstjórnar samþykkir tillögu sveitarstjóra um ráðningu Guðnýjar í starfið og væntir mikils af henni í að leiða afar mikilvæg verkefni í uppbyggingu og velferð sveitarfélagsins og íbúa þess.
Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald í sumarleyfi sveitarstjórnar samþykkir samhljóða ráðningu Guðnýjar Elíasdóttur í starf sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.
Guðný lauk B.Sc. í byggingarfræði frá háskólanum Vitus Bering í Danmörku árið 2004 og námi í tækniteiknun frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 2000.
Guðný hefur mikla reynslu bæði sem sérfræðingur og stjórnandi í þeim málaflokkum sem heyra undir sviðið. Hún hefur starfað sem deildarstjóri skipulags- og byggingarmála og verkefnastjóri framkvæmda og áætlana hjá Borgarbyggð síðan 2021. Guðný var byggingarfulltrúi og yfirmaður tæknisviðsviðs hjá Hvalfjarðasveit frá 2013 til 2021. Auk þess þá starfaði hún sem verkefnastjóri hjá Rauða krossi Íslands frá 2010 til 2013 og var umsjónarmaður atvinnuátakshóp og hjá Arkís frá 2005 til 2009 þar sem hún hafði yfirumsjón með stórum verkefnum og teymisstjórn.
Alls voru umsækjendur um starf sviðsstjóra sjö talsins og úr öflugum hópi voru viðtöl tekin við fjóra umsækjendur og framhaldsviðtöl við þrjá.
Hagvangur hafði umsjón með ráðningarferlinu en fyrir hönd Borgarbyggðar stóðu að ferlinu sveitarstjóri, mannauðsstjóri og formaður byggðarráðs.
Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald í sumarleyfi sveitarstjórnar samþykkir tillögu sveitarstjóra um ráðningu Guðnýjar í starfið og væntir mikils af henni í að leiða afar mikilvæg verkefni í uppbyggingu og velferð sveitarfélagsins og íbúa þess.
Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald í sumarleyfi sveitarstjórnar samþykkir samhljóða ráðningu Guðnýjar Elíasdóttur í starf sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.
=== 4.Krókur - Hlutdeild í girðingarkostnaði, krafa ===
1812074
Framlagður póstur frá Guðjóni Ármannssyni lögmanni hjá Lex í framhaldi af dómi Landsréttar dags. 23. júní 2023 í máli Gunnars Jónssonar gegn Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Dómur Landsréttar kom byggðarráði á óvart en þar er snúið við dómi Héraðsdóms.
Standi dómur Landsréttar skapast óvissa til framtíðar, m.a. um það hvaða girðingum Borgarbyggð skal viðhalda á svæðinu til framtíðar. Byggðarráð telur jafnframt að dómurinn hafi fordæmisgildi sem skapar óvissu um land allt.
Standi dómur Landsréttar skapast óvissa til framtíðar, m.a. um það hvaða girðingum Borgarbyggð skal viðhalda á svæðinu til framtíðar. Byggðarráð telur jafnframt að dómurinn hafi fordæmisgildi sem skapar óvissu um land allt.
=== 5.Aðalskipulag - Endurskoðun - Vinnslutími ===
2301075
Framlögð drög að erindisbréfi fyrir vinnuhóp um endurskoðun aðalskipulags en hópnum er ætlað að vera skipulags- og byggingarnefnd, sveitarstjórn og sérfræðingum sveitarfélagsins til ráðgjafar við yfirstandandi vinnu við endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar, sbr. afgreiðslu byggðarráðs dags. 15. júní 2023.
Byggðarráð sem fer með heimild til fullnaðarafgreiðslu í sumarleyfi sveitarstjórnar samþykkir samhljóða að skipa Davíð Sigurðsson, Sigurð Guðmundsson, Loga Sigurðsson, Sigrúnu Ólafsdóttur, Önnu Sólrúnu Kolbeinsdóttur og Thelmu Dögg Harðardóttur í vinnuhóp um endurskoðun aðalskipulags. Byggðarráð samþykkir samhljóða framlögð drög að erindisbréfi og er sveitarstjóra falið að fullvinna og kynna fyrir vinnuhópnum.
=== 6.Fitjar 1 L233062 - Umsókn um lóð ===
2307008
Umsókn frá Agli Jóhannssyni um tímabundna úthlutun á lóðinni Fitjar 1 L233062 til að setja upp hraðhleðslustöð.
Byggðarráð samþykkir að úthluta Agli Jóhannssyni f.h. Brimborgar ehf. tímabundið lóðina Fitjar 1 L233062 til að allt að eins árs. Byggðarráð sér lóðina fyrir sér sem framtíðarstað fyrir sameiginlegt húsnæði Lögreglunnar á Vesturlandi og Slökkviliðs Borgarbyggðar og bindur vonir við að samkomulag þar að lútandi náist. Byggðarráð er þ.a.l. aðeins reiðubúið að gera samkomulag um leigu á lóðinni til skamms tíma.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 7.Víðines úr landi Hreðavatns - Umsókn um breytingu á aðalskipulagi ===
1411002
Erindi til sveitarstjórnar vegna auglýstrar breytingar á landnotkun frístundabyggðar í Víðinesi í landi Hreðavatns og mótmæli fulltrúa Hreðavatns ehf. við auglýstri tillögu.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa erindinu til umræðu í skipulags- og byggingarnefnd.
=== 8.Hugmynd að stækkun búnings- og salernisaðstöðu Íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi ===
2307016
Framlagt minnnisblað um þann möguleika að stækka búnings- og salernisaðstöðu Íþróttahússins í Borgarnesi.
Minnisblaðið sem unnið er af umsjónarmanni fasteigna sýnir þann möguleika að breyta nýtingu á rými í Íþróttahúsinu í Borgarnesi þannig að mögulegt er að stækka búningsklefa kvenna, koma fyrir einstaklingsklefum og salerni fyrir fatlaða. Þá væri til skoðunar að koma fyrir einstaklingsklefum utandyra. Byggðarráð telur tilefni til að skoða möguleika þá sem fram koma í minnisblaðinu enn betur og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og leggja fram kostnaðaráætlun.
=== 9.Vatnsveita Hraunhrepps ===
2106079
Framlögð fundargerð eigendafundar Vatnsveitu A í Hraunhreppi. Fyrir byggðarráði Borgarbyggðar liggur að taka afstöðu til gjaldskrár sem samþykkt var á fundinum.
Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu að gjaldskrá.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 10.Samband ísl.sveitarfélaga - fundagerðir 2023. ===
2301193
Framlögð fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga nr. 931, dags 22. júní 2023.
Framlagt.
=== 11.Fundargerðir Faxaflóahafna 2023. ===
2302108
Framlögð fundargerð 232. fundar stjórnar faxaflóahafna sf. dags. 26. maí 2023
Fundargerð framlögð.
Fundi slitið - kl. 10:15.