Borgarbyggð
Byggðarráð Borgarbyggðar - 638. fundur
= Byggðarráð Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Krókur - Hlutdeild í girðingarkostnaði, krafa ===
1812074
Framlagður úrskurður Landsréttar dags. 23. júní 2023 í máli Gunnars Jónssonar gegn Borgarbyggð.
=== 2.Eftirlitsskýrsla Vinnueftirlitsins um starfsstöð Slökkviliðs Borgarbyggðar ===
2301181
Samkomulag hefur náðst við Vinnueftirlitið um tímaramma til að ljúka síðustu tveimur liðum fyrirmæla um úrbætur á húsnæði slökkviliðs Borgarbyggðar við Sólbakka sbr. fyrirmæli í eftirlitsskýrslu V202301-JPP-1429683. Samkomulag kynnt fyrir byggðarráði.
Framlögð framlenging á fresti til úrbóta vegna fyrirmæla Vinnueftirlitsins þar sem fram kemur að frestur til að senda inn tilkynningu um úrbætur er framlengdur til 1. janúar 2024. Þegar hefur verið brugðist við vel flestum þeirra athugasemda sem fram höfðu komið í fyrirmælum Vinnueftirlitsins.
Lilja Björg Ágústsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Lilja Björg Ágústsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fundinn undir þessum lið.
=== 3.Viðauki við fjárhagsáætlun 2023 ===
2304017
Lögð fram tillaga að viðauka III við fjárhagsáætlun 2023
Framlögð tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun vegna gatnagerðar á Varmalandi en vanáætlað hafði verið fyrir framkvæmdinni í fjárhagsáætlun ársins en gert hafði verið ráð fyrir að stærri hluti félli innan árs 2022. Byggðarráð sem hefur fullnaðarafgreiðsluvald í sumarleyfi sveitarstjórnar samþykkir framlagða tillögu að viðauka sem felur einnig í sér samtals 20 m.kr. lækkun á áætlaðri fjárfestingu í gatnagerð við Kveldúlfshöfða í ár á móti hækkun áætlunar vegna gatnagerðar á Varmalandi.
Samþykkt samhljóða.
Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármálasviðs sat fundinn undir þessum lið.
Samþykkt samhljóða.
Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármálasviðs sat fundinn undir þessum lið.
=== 4.Vindorkuver - kynning ===
1911152
Kynning fyrir byggðarráði Borgarbyggðar á stöðu vindorkuverkefna á vegum Zephyr Iceland. Til fundarins kemur Ketill Sigurjónsson framkvæmdastjóri.
Byggðarráð þakkar Katli fyrir fróðlega kynningu á stöðu vindorkuverkefna félagsins í Borgarbyggð.
=== 5.Aðalfundur Faxaflóahafna sf. - fundarboð ===
2306088
Framlögð drög að umsögn um tillögu að arðgreiðslustefnu fyrir Faxaflóahafnir.
Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkir framlögð drög að umsögn um arðgreiðslustefnu fyrir Faxaflóahafnir. Byggðarráð Borgarbyggðar telur ekki vera til hagsbóta fyrir félagið og eigendur þess að samþykkja fyrirliggjandi tillögu að arðgreiðslustefnu til þriggja ára á þessari stundu. Byggðarráð telur rétt að bíða með slíka samþykkt þangað til skýrari sýn er fengin á fjármagnsskipan félagsins.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 6.Starfshópur um þróun á Varmalandi ===
2305226
Á 634. fundi byggðarráðs þann 25. maí 2023 var samþykkt að skipa starfshóp til að greina og þróa tækifæri til uppbyggingar á Varmalandi. Lögð er fyrir byggðarráð sú tillaga að hlutverk hópsins verði útvíkkað þannig að í vinnunni verði horft til alls þéttbýlis í Borgarbyggð utan Borgarness.
Byggðarráð samþykkir að hlutverk hópsins verði útvíkkað þannig að horft verði til þéttbýlis í Borgarbyggð utan Borgarness og tækifæri til uppbyggingar greind m.t.t. sérstöðu og styrkleika. Byggðarráð hvetur til að í vinnunni verði leitað eftir samstarfi við háskólaumhverfið í Borgarbyggð. Sveitarstjóra er falið að vinna erindisbréf fyrir hópinn.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 7.Brákarey - framtíðarskipulag ===
2111213
Festir Fasteignarþróunarfélag og samstarfsaðilar þess hafa kynnt sveitarstjórn tillögur sínar að nýju rammaskipulagi fyrir Brákarey.
Byggðarráð þakkar Festi fyrir góða vinnu og gott samstarf. Að mati byggðarráðs fela tillögurnar í sér mjög spennandi framtíðarsýn fyrir Brákarey og um leið Borgarnes. Þær uppfylla þau markmið að í Brákarey verði blönduð byggð og starfsemi sem mun laða að sér mannlíf og auka lífsgæði íbúa. Byggðarráð lýsir yfir áhuga á að Festir hafi áframhaldandi aðkomu að því að hugmyndirnar verði að veruleika. Framundan er vinna að gerð kynningar á tillögunum fyrir hagaðilum í Brákarey og í framhaldi íbúum Borgarbyggðar.
=== 8.Nytjamarkaður - samskipti vegna húsnæðismála ===
2205036
Framlögð áskorun til Borgarbyggðar frá Körfuknattleiksdeild Skallagríms um að vinna með deildinni að því að finna lausn á framtíðarhúsnæði fyrir Nytjamarkaðinn.
Áskorun framlögð.
=== 9.Kynning á uppbyggingaráformum Hótels Hamars ===
2306264
Kynning fyrir byggðarráði á áformum Hótels Hamars um uppbyggingu í og við hótelið. Til fundarins kemur Sigurður Ólafsson eigandi hótelsins.
Byggðarráð tekur vel í þær tillögur sem kynntar voru um uppbyggingu á Hótel Hamri. Í huga byggðarráðs er mikilvægt að af hálfu Golfklúbbs Borgarness liggur nú fyrir stuðningur við drög að deiliskipulagstillögu. Byggðarráð felur sveitarstjóra að halda samtali áfram við forsvarsmenn Hótels Hamars með það að markmiði að fullvinna tillögu að breyttu deiliskipulagi.
Samþykkt samhljóða.
Drífa Gústafsdóttir skipulagsfulltrúi mætti til fundarins undir þessum lið.
Samþykkt samhljóða.
Drífa Gústafsdóttir skipulagsfulltrúi mætti til fundarins undir þessum lið.
Fundi slitið - kl. 12:25.
Samþykkt samhljóða.
Lilja Björg Ágústsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Guðjón Ármannsson lögmaður hjá Lex kom til fundarins í gegnum fjarfundarbúnað.