Borgarbyggð
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 15. fundur
= Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa =
Dagskrá
=== 1.Innra-Fell L220891 - umsókn um stofnun lóðar Hálsakot ===
2305087
Óskað er eftir stofnun nýrrar lóðar, Hálsakot, úr landi Innra-Fells L220891. Um er að ræða 780 fm íbúðarhúsalóð.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar stofnun lóðarinnar Hálsakot, stærð 780 fm úr landi Innra-Fells L220891. Lóðin verður nýtt sem íbúðarhúsalóð.
=== 2.Kalmanstunga 1 L134652 - Stofnun lóðar - Kalmanstunga 1 Vegsvæði ===
2306246
Óskað er eftir stofnun nýrrar lóðar, Kalmanstunga 1 Vegsvæði, úr jörðinni Klamanstunga 1 L134652. Um er að ræða 38.613,7 fm land. Lóðin verður sett í notkunarflokkinn Annað land.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar stofnun lóðarinnar Kalmanstunga 1 Vegsvæði, stærð 38.613,7 fm úr landinu Kalmanstunga 1 L134652. Lóðin verður sett í notkunarflokkinn Annað land.
Fundi slitið - kl. 14:20.