Mosfellsbær
Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1586
==== 29. júní 2023 kl. 07:30, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
- Ómar Karl Jóhannesson þjónustu- og samskiptadeild
== Fundargerð ritaði ==
Ómar Karl Jóhannesson þjónustu- og samskiptasviði
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. 5. áfangi Helgafellshverfis - úthlutun lóða ==
[202212063](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202212063#xqmrmtixeei7dmyoaqkbvg1)
Tillaga um úthlutun lóða í fyrri hluta úthlutunar við Úugötu í 5. áfanga Helgafellshverfis.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum úthlutun lóða í fyrri hluta úthlutunar við Úugötu gegn greiðslu þeirra fjárhæða sem fram koma í tilboðum tilboðsgjafa. Að þeim greiddum er bæjarlögmanni falið að gera lóðaleigusamninga við viðkomandi aðila.
Úthlutun verði sem hér segir:
Úugötu 2-4 verði úthlutað til Ölmu íbúðafélags hf. (kr. 271.100.000,-)
Eftirtöldum lóðum verði úthlutað til Gerðar ehf:
Úugata 6-8 (kr. 266.100.000,-)
Úugata 3-9 (kr. 81.600.000,-)
Úugata 11-15 (kr. 61.200.000,-)
Úugata 17-21 (kr. 61.200.000,-)
Eftirtöldum lóðum verði úthlutað til Pálsson apartments ehf:
Úugata 14-18 (kr. 61.200.000,-)
Úugata 20-24 (kr. 61.200.000,-)
Úugötu 26-32 verði úthlutað til Umbrella ehf að uppfylltum skilyrðum úthlutunarskilmála um hæfi tilboðsgjafa (kr. 87.360.000,-)
Úugötu 34-40 verði úthlutað til Landslagna ehf. (kr. 92.254.555,-)
== 2. Staða innleiðingar á nýju skipuriti ==
[202210483](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202210483#xqmrmtixeei7dmyoaqkbvg1)
Upplýsingar um stöðu á innleiðingu nýs skipurits.
Bæjarstjóri og starfandi mannauðsstjóri kynntu stöðu á innleiðingu nýs skipurits.
== Gestir ==
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi mannauðsstjóri
== 4. Samningur um félagsþjónustu og þjónustu við fatlað fólk 2023-2026 ==
[202303367](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202303367#xqmrmtixeei7dmyoaqkbvg1)
Samkomulag milli Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps um félagsþjónustu við fatlað fólk lagt fram til afgreiðslu við síðari umræðu.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum fyrirliggjandi samkomulag milli Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps um félagsþjónustu og þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, við síðari umræðu.
== Gestir ==
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri velferðarsviðs
== 5. Kvikmyndafélagið Umbi, Melkot, umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis ==
[202305862](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202305862#xqmrmtixeei7dmyoaqkbvg1)
Frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir rekstur gististaðir í flokki II - C minna gistiheimili í Melkoti.
Bæjarráð getur ekki fallist á að veita jákvæða umsögn um rekstrarleyfi fyrir rekstur gististaðar í flokki II-C minna gistiheimili í Melkoti með vísan til athugasemda sem fram koma í umsögn byggingarfulltrúa um að áform samræmist ekki samþykktum teikningum.
Beiðni um jákvæða umsögn er synjað með 5 atkvæðum.
== 6. Seljadalsvegur 4 - Kæra til ÚÚA vegna ákvörðunar um útgáfu byggingarleyfis ==
[202304042](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304042#xqmrmtixeei7dmyoaqkbvg1)
Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála lagður fram til kynningar.
Lagt fram.
== 7. Tillaga D lista um garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja ==
[202305723](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202305723#xqmrmtixeei7dmyoaqkbvg1)
Umbeðin umsögn fræðslu- og frístundasviðs lögð fram til kynningar.
Með vísan til umsagnar fræðslu- og frístundasviðs synjar bæjarráð fyrirliggjandi tillögu með 3 atkvæðum. Fulltrúar D lista greiddu atkvæði með tillögunni.
Bókun B, S og C lista:
Í fyrirliggjandi mati fræðslu- og frístundasviðs kemur fram að til þess að geta veitt aukna þjónustu þarf að fjölga flokksstjórum, bæta tækjakost og tryggja aðgengi að bíl. Tillögunni fylgir því kostnaður sem ekki er gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Þar að auki starfar vinnuskólinn aðeins í 8 vikur á sumri sem takmarkar enn getuna til að auka þjónustuna.
Það er því niðurstaða okkar að ekki sé hægt að fallast á fyrirliggjandi tillögu.
Að öðru leyti vísum við til fyrirliggjandi minnisblaðs og fyrri bókunar í bæjarráði þann 1. júní 2023
Bókun D-lista:
Tillaga fulltrúa D-lista snýst um að auka við þjónustu sem nú þegar er veitt af sveitarfélaginu.
Með aukningu á þjónustu var ekki átt við fjárfestingu á tækjum eða fjölgun á mannskap heldur aukningu á núverandi þjónustu og hægt væri með þeim tækjabúnaði og mannskap sem þegar er til staðar.
Það er því miður að meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar skuli fella tillöguna á röngum forsendum.
== Gestir ==
- Edda Davíðsdóttir, fræðslu- og frístundasvið
== 8. Starfsemi og rekstur Hlégarðs ==
[202301430](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202301430#xqmrmtixeei7dmyoaqkbvg1)
Óskað er heimildar bæjarráðs að stofnað verði B-hluta fyrirtæki um starfsemi og rekstur Hlégarðs.
D-listi leggur fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúar D-lista leggja til að veitingasölu og starfmannahaldi í rekstri Hlégarðs verði úthýst og gerður samningur við einkaaðila um þann hluta rekstursins.
Fulltrúar D-lista greiddu atkvæði með tillögunni en fulltrúar B, C og S lista greiddu atkvæði gegn henni.
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum B, C og S lista að heimila að stofnað verði B-hluta fyrirtæki um starfsemi og rekstur Hlégarðs. Þjónustu- og samskiptadeild og fjármáladeild er falið að undirbúa stofnun B-hluta fyrirtækis og afla tilskilinna leyfa. Fulltrúar D lista greiddu atkvæði gegn tillögunni.
Fulltrúar B, C og S lögðu fram eftirfarandi bókun:
Meirihluti B, S og C lista fagnar því hve öflug og vaxandi starfsemi hefur verið í Hlégarði undanfarna mánuði. Tilgangurinn með því að taka Hlégarð aftur heim var einmitt að efla starfsemina og opna hana fyrir Mosfellingum og öðrum gestum.
Fyrir liggur rökstutt mat embættismanna um að heppilegasta leiðin varðandi rekstur hússins sé að stofna B-hluta félag sem ætlað er að halda utan um alla tekjuöflun Hlégarðs og þann kostnað sem til fellur vegna viðburðahalds. Sett verður sérstök gjaldskrá þar sem þess verður gætt að leiguverð sé í samræmi við markaðsverð í þeim tilvikum þar sem starfsemi og/eða viðburður telst vera í samkeppni við einkaaðila. Með því að setja reksturinn inn í B-hluta félag er hann aðskilinn frá annarri starfsemi sveitarfélagsins og hefur ekki áhrif á hana.
D-listi lagði fram eftirfarandi bókun:
Lýðheilsubærinn Mosfellsbær á ekki að standa að veitingasölu í Hlégarði í samkeppni við einkaaðila í veitingarekstri í bænum.
Af þeirri ástæðu kjósa fulltrúar D-lista á móti stofnun B hluta fyrirtækis sem sæi um vínveitingsölu í samkeppni við einkaaðlila.
== Gestir ==
- Anna María Axelsdóttir, staðgengill fjármálastjóra
== 9. Enduráætluð framlög Jöfnunarsjóðs vegna málaflokks fatlaðs fólks ==
[202206736](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202206736#xqmrmtixeei7dmyoaqkbvg1)
Enduráætluð framlög Jöfnunarsjóðs til málaflokks fatlaðs fólks lögð fram til kynningar.
Anna María Axelsdóttir, staðgengill fjármálastjóra, kynnti áhrif enduráætlunar Jöfnunarsjóðs á framlögum til málaflokks fatlaðs fólks á fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar.
== Gestir ==
- Anna María Axelsdóttir, staðgengill fjármálastjóra
== 10. Ósk um breytingu á samkomulagi um uppbyggingu IV. áfanga Helgafellshverfis ==
[202304518](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304518#xqmrmtixeei7dmyoaqkbvg1)
Viðauki við uppbyggingarsamkomulag IV. áfanga Helgafellshverfis lagður fyrir til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum fyrirliggjandi viðauka við uppbyggingarsamkomulag um IV. áfanga Helgafellshverfis sem varðar uppbyggingu á hagstæðum íbúðum við Huldugötu 2-4 og 6-8 fyrir ungt fólk og efnaminni einstaklinga sem fallið geta undir reglugerð HMS um hlutdeildarlán. Jafnframt er bæjarstjóra falið að undirbúa viljayfirlýsingu milli Mosfellsbæjar, HMS og Bakka um uppbygginguna.
== 11. Hleðslustöðvar í Mosfellsbæ ==
[202202023](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202202023#xqmrmtixeei7dmyoaqkbvg1)
Í kjölfar útboðs er lagt til að bæjarráð heimili að gengið verði til samningaviðræðna við fjóra aðila um uppsetningu hverfahleðslustöðva í Mosfellsbæ, í samræmi við fyrirliggjandi tillögu, að því gefnu að skilyrði útboðsgagna sé uppfyllt.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að heimila umhverfissviði að hefja samningaviðræður í samræmi við fyrirliggjandi tillögu að því gefnu að skilyrði útboðsganga séu uppfyllt.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
== Gestir ==
- Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri framkvæmda
== 12. Tilnefning í skólanefnd Borgarholtsskóla ==
[202108939](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202108939#xqmrmtixeei7dmyoaqkbvg1)
Lagt er til að nýr aðalfulltrúi verði tilnefndur af hálfu Mosfellsbæjar í skólanefnd Borgarholtsskóla í kjölfar óskar aðalfulltrúa að láta af störfum.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að tilnefna Lovísu Jónsdóttur sem aðalfulltrúa í skólanefnd Borgarholtsskóla og Elínu Önnu Gísladóttur sem varamann.
== 13. Tillaga D lista - svið við áhorfendabrekku Álafosskvosar ==
[202306599](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306599#xqmrmtixeei7dmyoaqkbvg1)
Tillaga D lista um að farið verði í viðræður við handverksverkstæðið Ásgarð í Mosfellsbæ um hönnun og smíði á sviði fyrir framan áhorfendabrekku í Álafosskvos í samstarfi við umhverfissvið Mosfellsbæjar.
Málsmeðferðartillaga meirihluta í bæjarráði:
Starfsmenn Mosfellsbæjar á sviði menningarmála hafa um nokkurt skeið unnið að undirbúningi tillögu til menningar- og lýðræðisnefndar um að fela Ásgarði hönnun og smíði sviðs sem unnt væri að nota í Álafosskvos og víðar í bænum. Í þeirri vinnu hefur sérstaklega verið lagður til grundvallar sá möguleiki að einingar geti myndað misjafnlega stórt svið sem unnt verði að setja á steypt, hellulagt eða þjappað undirlag og þá víðar en í Álafosskvos. Fyrir liggur að næstu skref í þeirri vinnu er m.a. samtal við Ásgarð, íbúa í hverfinu auk tengingar við verkefnið verndarsvæði í byggð í Álafosskvos.
Lagt er til að forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar verði falið að halda áfram framangreindri vinnu og geri tillögu til menningar- og lýðræðisnefndar um næstu skref varðandi smíði sviðs til notkunar við hátíðarhöld og menningarviðburði í Mosfellsbæ.
Tillagan er samþykkt með 5 atkvæðum.
=== Fundargerð ===
== 14. Velferðarnefnd Mosfellsbæjar - 9 ==
[202306019F](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306019F#xqmrmtixeei7dmyoaqkbvg1)
Fundargerð 9. fundar velferðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 1586. fundi bæjarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
Fundargerðin var samþykkt með 5 atkvæðum.
== 14.1. Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026 ==
[202302464](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202302464#xqmrmtixeei7dmyoaqkbvg1)
Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar 2023-2026 lögð fram til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 9. fundar velferðarnefndar samþykkt á 1586. fundi bæjarráðs með fimm atkvæðum.
== 14.2. Framtíðarskipulag Skálatúns ==
[202206678](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202206678#xqmrmtixeei7dmyoaqkbvg1)
Samningar vegna framtíðarskipanar rekstrar Skálatúns lagðir fyrir velferðarnefnd til kynningar sem og staðan á verkefninu á þessum tímapunkti.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 9. fundar velferðarnefndar samþykkt á 1586. fundi bæjarráðs með fimm atkvæðum.
== 14.3. Beiðni um stækkun dagdvalar í Mosfellsbæ ==
[202202075](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202202075#xqmrmtixeei7dmyoaqkbvg1)
Synjun Sjúkratrygginga Íslands við beiðni um stækkun dagdvalar um 6 sértæk rými lagt fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 9. fundar velferðarnefndar samþykkt á 1586. fundi bæjarráðs með fimm atkvæðum.
Bæjarráð deilir vonbrigðum velferðarnefndar vegna synjunar Sjúkratrygginga Íslands um fjölgun sértækra dagdvalarrýma og ítrekar mikilvægi þess að sækja um að nýju um fjölgun almennra dagdvalarrýma.
== 14.4. Samningar um velferðarþjónustu - yfirlit ==
[202306040](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306040#xqmrmtixeei7dmyoaqkbvg1)
Yfirlit yfir samninga velferðarsviðs lagt fyrir til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 9. fundar velferðarnefndar samþykkt á 1586. fundi bæjarráðs með fimm atkvæðum.
[FylgiskjalÞjónustusamningur við Ásgarð](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=qqpFSmuCGkuwVcJeRh812A1&meetingid=JkSEuJtQbUux6tN0xoMXA1&filename=Þjónustusamningur við Ásgarð) [FylgiskjalÞjónustusamningur Ás og Mosfellsbær](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=07dbwh_ke0OGt_E9VsdUg1&meetingid=JkSEuJtQbUux6tN0xoMXA1&filename=Þjónustusamningur Ás og Mosfellsbær) [FylgiskjalFjölsmiðjan þjónustusamningur.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=5WUqfyzEB0evdCdeBAH7kg&meetingid=JkSEuJtQbUux6tN0xoMXA1&filename=Fjölsmiðjan þjónustusamningur.pdf) [FylgiskjalHúsaleigusamningur, Úlfurinn](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=Yn2dszdhjEWeoyXJlfL0MQ1&meetingid=JkSEuJtQbUux6tN0xoMXA1&filename=Húsaleigusamningur, Úlfurinn) [FylgiskjalFerðaþjónustusamningur Blf og Mosfellsbæjar.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=1z43clxnLUma6m7BaQJG4w&meetingid=JkSEuJtQbUux6tN0xoMXA1&filename=Ferðaþjónustusamningur Blf og Mosfellsbæjar.pdf) [FylgiskjalSamningur_akstursþjónusta.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=aILcKzM2PkCvWeMfQvL_mQ&meetingid=JkSEuJtQbUux6tN0xoMXA1&filename=Samningur_akstursþjónusta.pdf) [FylgiskjalNeyðarathvörf Rvk.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=c6PoD4AeDkOhJgh7tsNcRw&meetingid=JkSEuJtQbUux6tN0xoMXA1&filename=Neyðarathvörf Rvk.pdf) [FylgiskjalNPA umsýslusamningur.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=CexWkGn3oEqF1nkmzzYbKg&meetingid=JkSEuJtQbUux6tN0xoMXA1&filename=NPA umsýslusamningur.pdf) [FylgiskjalSamningur um Skálatún 2012-2014](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=6fYS85q3S0ISnH_efHfvw1&meetingid=JkSEuJtQbUux6tN0xoMXA1&filename=Samningur um Skálatún 2012-2014) [FylgiskjalSamningur um umdæmisráð.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=y__o7EE10kWl4IH6QRpwCw&meetingid=JkSEuJtQbUux6tN0xoMXA1&filename=Samningur um umdæmisráð.pdf) [FylgiskjalEir og Mos þjónustusamningur okt. 2006.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=noiFRuG0nk2ROUAmRpsUpA&meetingid=JkSEuJtQbUux6tN0xoMXA1&filename=Eir og Mos þjónustusamningur okt. 2006.pdf) [FylgiskjalViðauki við húsaleigusamning við Eirhamra.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=7HXZk55a90CCMMAHAJJONw&meetingid=JkSEuJtQbUux6tN0xoMXA1&filename=Viðauki við húsaleigusamning við Eirhamra.pdf) [FylgiskjalSamningur við FaMos](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=JXu4K9hSlk6woPUdrOxfTA&meetingid=JkSEuJtQbUux6tN0xoMXA1&filename=Samningur við FaMos) [FylgiskjalViðauki vegna umsýslu umdæmisráðs.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=cfNm497OdEWKb334gD1FXg&meetingid=JkSEuJtQbUux6tN0xoMXA1&filename=Viðauki vegna umsýslu umdæmisráðs.pdf) [FylgiskjalLeigusamningar um félagsstarf, eldhús og matsal í Hlaðhömrum.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=_H6iRn35g0KCQJd5FpBp_A&meetingid=JkSEuJtQbUux6tN0xoMXA1&filename=Leigusamningar um félagsstarf, eldhús og matsal í Hlaðhömrum.pdf) [FylgiskjalLeigusamnngur, félagsstarf aldraðra í kjallar Eirhamra.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=oxE9W3xP02VjgfgwHndtA&meetingid=JkSEuJtQbUux6tN0xoMXA1&filename=Leigusamnngur, félagsstarf aldraðra í kjallar Eirhamra.pdf) [FylgiskjalMinnisblað til velferðarnefndar vegna samninga um velferðarþjónustu](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=ayGrJm3MJEiHcwNCF0IwEA&meetingid=JkSEuJtQbUux6tN0xoMXA1&filename=Minnisblað til velferðarnefndar vegna samninga um velferðarþjónustu)
== 14.5. Samræmd móttaka flóttafólks - staða verkefnis ==
[202306140](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306140#xqmrmtixeei7dmyoaqkbvg1)
Staða verkefnis um samræmda móttöku flóttafólks lögð fyrir velferðarnefnd til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 9. fundar velferðarnefndar samþykkt á 1586. fundi bæjarráðs með fimm atkvæðum.
== 15. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 6 ==
[202306012F](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306012F#xqmrmtixeei7dmyoaqkbvg1)
Fundargerð 6. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 1586. fundi bæjarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
Fundagerð samþykkt með 5 atkvæðum.
== 15.1. Atvinnu- og nýsköpunarstefna ==
[202211413](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202211413#xqmrmtixeei7dmyoaqkbvg1)
Meginniðurstöður stefnumótunarfundar kynntar og næstu skref vinnunar rædd. Björn H. Reynisson kynnir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 6. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 1586. fundi bæjarráðs með fimm atkvæðum.
== 15.2. Stjórnsýslu- og rekstrarúttekt ==
[202210483](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202210483#xqmrmtixeei7dmyoaqkbvg1)
Kynning á stjórnkerfisbreytingum hjá Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 6. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 1586. fundi bæjarráðs með fimm atkvæðum.
== 15.3. Fjárhags- og fjárfestingaráætlun 2024 - undirbúningur með atvinnu- og nýsköpunarnefnd ==
[202306525](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306525#xqmrmtixeei7dmyoaqkbvg1)
Upphaf vinnu við fjárhags- og fjárfestingaáætlun 2024 - undirbúningur með atvinnu- og nýsköpunarnefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 6. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 1586. fundi bæjarráðs með fimm atkvæðum.
=== Fundargerðir til kynningar ===
== 16. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 500 ==
[202306021F](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306021F#xqmrmtixeei7dmyoaqkbvg1)
Fundargerð 500. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1586. fundi bæjarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
== 16.1. Bjarkarholt 17-29 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, ==
[202306153](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306153#xqmrmtixeei7dmyoaqkbvg1)
Húsfélag Bjarkarholts 25-29 sækir um leyfi til að byggja úr gleri og málmi svalalokanir á fjölbýlishúsum nr. 25, 27 og 29 á lóðinni Bjarkarholt nr. 11-29 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 500. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1586. fundi bæjarráðs.
== 16.2. Bugðufljót 17 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ==
[202103381](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202103381#xqmrmtixeei7dmyoaqkbvg1)
BF17 ehf. Bíldshöfða 14 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta atvinnuhúsnæðis á lóðinni Bugðufljót nr. 17 í samræmi við framlögð gögn. Breyting felur í sér ný milliloft í rýmum 0101, 0102, 0104, 0105, 0107, 0108 og 0109. Stækkun samtals 289,8 m².
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 500. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1586. fundi bæjarráðs.
== 16.3. Desjamýri 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ==
[202301462](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202301462#xqmrmtixeei7dmyoaqkbvg1)
Matthías Bogi Hjálmtýsson Vesturfold 40 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta atvinnuhúsnæðis á lóðinni Desjamýri nr. 2 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 500. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1586. fundi bæjarráðs.
== 16.4. Desjamýri 13 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, ==
[202305851](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202305851#xqmrmtixeei7dmyoaqkbvg1)
HDE ehf. Þórðarsveig 20 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr límtré og samlokueiningum atvinnuhúsnæði á lóðinni Desjamýri nr. 13 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 1.799,6 m², 11.982,7 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 500. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1586. fundi bæjarráðs.
== 16.5. Skeljatangi 10 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, ==
[202304369](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304369#xqmrmtixeei7dmyoaqkbvg1)
Henný Rut Kristinsdóttir Skeljatanga 10 sækir um leyfi til að byggja við einbýlishús viðbyggingu úr timbri á lóðinni Skeljatangi nr. 10 í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun: Íbúð 42,3 m², 103,6 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 500. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1586. fundi bæjarráðs.
== 17. Fundargerð 412. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæðanna ==
[202306532](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306532#xqmrmtixeei7dmyoaqkbvg1)
Fundargerð 412. fundar samstarfsnefndar skíðasvæðanna lögð fram til kynningar.
Fundargerð 412. fundar samstarfsnefndar skíðasvæðanna lögð fram til kynningar á 1586. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar.
== 18. Fundargerð 413. fundar Samstarfsnefnda skíðasvæðanna ==
[202306533](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306533#xqmrmtixeei7dmyoaqkbvg1)
Fundargerð 413. fundar samstarfsnefndar skíðasvæðanna lögð fram til kynningar.
Fundargerð 413. fundar samstarfsnefndar skíðasvæðanna lögð fram til kynningar á 1586. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar.
== 19. Fundargerð 481. fundar Sorpu bs. ==
[202306536](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306536#xqmrmtixeei7dmyoaqkbvg1)
Fundargerð 481. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 481. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 1586. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar.
== 20. Fundargerð 371. fundar Strætó bs ==
[202306449](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306449#xqmrmtixeei7dmyoaqkbvg1)
Fundargerð 371. fundar Strætó bs lögð fram til kynningar.
Fundargerð 371. fundar Strætó bs lögð fram til kynningar á 1586. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar.
== 21. Fundargerð 929. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga ==
[202306482](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306482#xqmrmtixeei7dmyoaqkbvg1)
Fundargerð 929. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram tilkynningar.
Fundargerð 929. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 1586. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar.
== 22. Fundargerð 482. fundar Sorpu bs. ==
[202306537](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306537#xqmrmtixeei7dmyoaqkbvg1)
Fundargerð 482. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 482. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 1586. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar.
== 23. Fundargerð 930. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga ==
[202306483](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306483#xqmrmtixeei7dmyoaqkbvg1)
Fundargerð 930. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram tilkynningar.
Fundargerð 930. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram tilkynningar á 1586. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar.
== 24. Fundargerð 42. eigendafundar Sorpu bs. ==
[202306531](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306531#xqmrmtixeei7dmyoaqkbvg1)
Fundargerð 42. eigendafundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 42. eigendafundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 1586. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar.
== 25. Fundargerð 414. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæðanna ==
[202306535](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306535#xqmrmtixeei7dmyoaqkbvg1)
Fundargerð 414. fundar samstarfsnefndar skíðasvæðanna lögð fram til kynningar.
Fundargerð 414. fundar samstarfsnefndar skíðasvæðanna lögð fram til kynningar á 1586. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar.