Borgarbyggð
Byggðarráð Borgarbyggðar - 637. fundur
= Byggðarráð Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Brunavarnir Heiðsynninga og húsnæði þeirra ===
2303224
Framlagt minnisblað varaslökkviliðsstjóra vegna félagsins Brunavarna Heiðsynninga og húsnæðis félagsins.
=== 2.Ágangur sauðfjár í heimalöndum - ábyrgð og leiðir ===
2211253
Afgreiðsla 50. fundar umhverfis- og landbúnaðarnefndar:"Umhverfis- og landbúnaðarnefnd telur ekki æskilegt við þetta tímark að setja reglur varðandi smölun á ágangsfé. Enn er til staðar mikil óvissa um réttarstöðu aðila, hvernig standa skuli að fyrirkomulagi á smölun, óvissa um ástand girðinga, skilgreining á ágangi búfjár og fleiri veigamikil atriði. Samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og innviðaráðuneytinu eru væntanlegar leiðbeiningar varðandi skilgreiningar á mikilvægum atriðum sem þurfa að vera nokkuð skýr til að hægt sé að setja reglur á málefnalegum grunni og gæta að málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga. Nú hefur verið virkjuð 6. gr. fjallskilasamþykktar nr. 683/2015 í fjallskilaumdæmi Þverárþings. Var hún virkjuð að frumkvæði stjórnar fjallskilaumdæmis á því svæði en með þeirri ákvörðun er bændum á því svæði skylt að reka á afrétt eða halda búfénaði í heimalandi í fjárheldri girðingu. Fram kemur í 33. gr. laga nr. 6/1986, um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. að ef ágangur búfjár stafar af búfé sem vanrækt hefur verið að reka á afrétt skv. fyrirmælum fjallskilareglugerðar ber sveitarstjórn að láta reka féð á afrétt á kostnað fjáreigenda. Ef tilkynning berst sveitarfélaginu um að bændur reki ekki á afrétt eða hafi búfénað sinn í fjárheldri girðingu á þessu svæði, skal sú tilkynning borin undir umhverfis- og landbúnaðarnefnd, tekin afstaða til þess hvort grípa þurfi til aðgerða og ákvörðun vísað til sveitarstjórnar eða eftir atvikum byggðarráðs eins fljótt og unnt er til staðfestingar. Mikilvægt er að árétta að umfjöllun sveitarfélagins um smölun vegna ágangs búfjár fer aðeins fram á þeim grunni en ekki með velferðarsjónarmið dýra að leiðarljósi. Gera verður greinarmun á beiðnum um smölun vegna ágangs búfjár og velferð dýra almennt en nokkuð hefur borið á ábendingum vegna búfjár á ákveðnum svæðum þar sem grunur er uppi um að aðbúnaður dýranna sé ekki með viðunandi hætti. Matvælastofnun er falið með lögum að hafa eftirlit með velferð dýra og ber að beina öllum ábendingum þess efnis til þeirra stofnunar. Umhverfis og landbúnaðanefnd hvetur eindregið til þess að tilkynnendur hafi samband við MAST og tilkynni öll tilvik þar sem velferð dýra kunni að vera ógnað. Samþykkt samhljóða. Umhverfis- og landbúnaðarnefnd vísar erindi þessu til Byggðarráðs til staðfestingar."
Byggðarráð tekur undir með Umhverfis- og landbúnaðarnefnd að í þeim fjallskiladeildum þar sem 6. grein fjallskilasamþykktar nr. 635/2015 hefur verið virkjuð og þannig búið að setja með fjallskilasamþykkt hvar heimilt er að halda fé yfir sumartímann, þ.e. á afgirtum afrétt eða í fjárheldri girðingu á heimalandi, skuli smalað þegar tilkynningar berast um ágangsfé sem er á öðrum löndum í óleyfi. Sveitarstjóra falið að skilgreina verklag í samræmi við bókun umhverfis- og landbúnaðarnefndar og auglýsa fyrirkomulag.
Samþykkt með tveimur atkvæðum (DS, GE) en einn fulltrúi sat hjá (REJ).
Thelma Dögg Harðardóttir lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd minnihluta byggðarráðs:"Fulltrúar minnihlutans í Byggðarráði gagnrýna harðlega þá niðurstöðu sem Umhverfis & landbúnaðarnefnd hefur komist að við vinnu á verklagsreglum vegna lausagöngu sauðfjár í sveitarfélaginu. Sú niðurstaða sem lögð er fyrir Byggðarráð, sem felur í sér að útbúa ekki sérstakar verklagsreglur vegna smölunar ágangsfjár, er óviðunandi niðurstaða að mati minnihlutans. Umræða og vinna við reglurnar hefur staðið yfir frá haustmánuðum 2022 og því eru það mikil vonbrigði að ekki náist að klára málið á tilsettum tíma. Íbúar í dreifbýli sveitarfélagsins hafa beðið átekta eftir leiðbeiningum sveitarfélagsins um hvernig skal aðhafast vörslu sauðfjár og smölun þess ef til þess kæmi. Minnihlutinn brýnir fyrir sveitarfélaginu að burt séð frá vinnslu ofangreindra verklagsreglna, sem áttu að ramma inn það verklag notað yrði í málefnum ágangsfjár innan tiltekins svæðis sveitarfélagsins þar sem 6. gr. fjallskilasamþykktar Borgarbyggðar nr. 683/2015 hefur verið virkjuð, þar sem koma fram skýrar lögbundnar skyldur sveitarfélagsins í lögum um afréttarmálefni, fjallskil og fleira nr. 6/1986. Minnihlutinn hvetur sveitarfélagið til að láta sig málið varða með þeim hætti að sinna sínu hlutverki við smölun ágangsfjár lögum samkvæmt, enda er sterk lagastoð til staðar og mikilvægt að allir hlutaðeigandi virði sín hlutverk. Þar getur sveitarfélagið ekki undanskilið sjálft sig. Um er að ræða viðamikið mál sem varðar alla landeigendur sveitarfélagsins og spilar málefnið veigamikinn þátt í afkomu ólíkra atvinnugreina og sátt þeirra á milli.
Þá áréttar minnihluti byggðarráðs að smölum ágangsfjár sem leggur leið sína úr einu heimalandi í annað hlýst enginn kostnaður fyrir sveitarfélagið samkvæmt 33. gr. laga um afréttarmálefnu ofl. nr. 6/1986. Því má velta fyrir sér erindi þessa máls sem og annara sem snúa að smölun heimalanda á vettvangi byggðarráðs enda ekki um ákvörðun vegna fjárútláta að ræða.
Afstaða minnihlutans er með öllu afdráttarlaus og skýlaus krafa að byggðarráð, sem fer fullnaðarafgreiðslu mála, tryggi að fari verði að lögum um afréttarmáli á komandi afréttatímibili og tryggi með því bæði samfélagslega ró um málefnið og skýrar verklagsreglur."
Lilja Björg Ágústsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með tveimur atkvæðum (DS, GE) en einn fulltrúi sat hjá (REJ).
Thelma Dögg Harðardóttir lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd minnihluta byggðarráðs:"Fulltrúar minnihlutans í Byggðarráði gagnrýna harðlega þá niðurstöðu sem Umhverfis & landbúnaðarnefnd hefur komist að við vinnu á verklagsreglum vegna lausagöngu sauðfjár í sveitarfélaginu. Sú niðurstaða sem lögð er fyrir Byggðarráð, sem felur í sér að útbúa ekki sérstakar verklagsreglur vegna smölunar ágangsfjár, er óviðunandi niðurstaða að mati minnihlutans. Umræða og vinna við reglurnar hefur staðið yfir frá haustmánuðum 2022 og því eru það mikil vonbrigði að ekki náist að klára málið á tilsettum tíma. Íbúar í dreifbýli sveitarfélagsins hafa beðið átekta eftir leiðbeiningum sveitarfélagsins um hvernig skal aðhafast vörslu sauðfjár og smölun þess ef til þess kæmi. Minnihlutinn brýnir fyrir sveitarfélaginu að burt séð frá vinnslu ofangreindra verklagsreglna, sem áttu að ramma inn það verklag notað yrði í málefnum ágangsfjár innan tiltekins svæðis sveitarfélagsins þar sem 6. gr. fjallskilasamþykktar Borgarbyggðar nr. 683/2015 hefur verið virkjuð, þar sem koma fram skýrar lögbundnar skyldur sveitarfélagsins í lögum um afréttarmálefni, fjallskil og fleira nr. 6/1986. Minnihlutinn hvetur sveitarfélagið til að láta sig málið varða með þeim hætti að sinna sínu hlutverki við smölun ágangsfjár lögum samkvæmt, enda er sterk lagastoð til staðar og mikilvægt að allir hlutaðeigandi virði sín hlutverk. Þar getur sveitarfélagið ekki undanskilið sjálft sig. Um er að ræða viðamikið mál sem varðar alla landeigendur sveitarfélagsins og spilar málefnið veigamikinn þátt í afkomu ólíkra atvinnugreina og sátt þeirra á milli.
Þá áréttar minnihluti byggðarráðs að smölum ágangsfjár sem leggur leið sína úr einu heimalandi í annað hlýst enginn kostnaður fyrir sveitarfélagið samkvæmt 33. gr. laga um afréttarmálefnu ofl. nr. 6/1986. Því má velta fyrir sér erindi þessa máls sem og annara sem snúa að smölun heimalanda á vettvangi byggðarráðs enda ekki um ákvörðun vegna fjárútláta að ræða.
Afstaða minnihlutans er með öllu afdráttarlaus og skýlaus krafa að byggðarráð, sem fer fullnaðarafgreiðslu mála, tryggi að fari verði að lögum um afréttarmáli á komandi afréttatímibili og tryggi með því bæði samfélagslega ró um málefnið og skýrar verklagsreglur."
Lilja Björg Ágústsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fundinn undir þessum lið.
=== 3.Umræða um fjármagnsskipan Faxaflóahafna ===
2305024
Lagt fram yfirlit um eignir Faxaflóahafna sem unnið var að beiðni Borgarbyggðar. Aðalfundur Faxaflóahafna verður haldinn 30. júní næst komandi en þar verður m.a. lögð fram tillaga stjórnar að stefnumörkun og framtíðarsýn og tillaga stjórnar að stefnu um fjármagnsskipan.
Byggðarráð þakkar fyrir það góða yfirlit sem stjórnendur Faxaflóahafna hafa unnið um eignir félagsins. Framlagning á slíku yfirliti er takti við væntingar um skýra og skipulega upplýsingagjöf til eigenda í samræmi við nýja eigendastefnu Faxaflóahafna og eykur gagnsæi og ábyrgð. Það er ekki síst mikilvægt fyrir minni hluthafa í félaginu, líkt og Borgarbyggð sem á 4,14% hlut.
=== 4.Vinnudeilur og verkfallsboðun BSRB vorið 2023 ===
2304250
Kynning fyrir byggðarráð á helstu atriðum nýgerðs kjarasamnings bæjarstarfsmannafélaga í BSRB við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Það er léttir að verkfalli starfsmanna í aðildarfélögum BSRB sé lokið. Byggðarráð minnir hins vegar á að lækkun verðbólgu er stærsta hagsmunamál þjóðarbúsins í dag. Verðbólgan kemur verst niður á tekjulágum hópum. Það er nauðsynlegt að koma í veg fyrir að verðbólgan festi sig í sessi og umsamdar kjarasamningshækkanir hverfi í verðbólgu. Slíkt kallar á víxlverkun og samfélagslegt tjón fyrir kynslóðir. Byggðarráð skorar á verkalýðshreyfingu og atvinnulíf vinna að þjóðarsátt um stöðugt verðlag og sjálfbæra aukningu kaupmáttar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna samantekt á áhrifum nýgerðra kjarasamninga á afkomu sveitarfélagsins og kynna fyrir byggðarráði.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna samantekt á áhrifum nýgerðra kjarasamninga á afkomu sveitarfélagsins og kynna fyrir byggðarráði.
Samþykkt samhljóða.
=== 5.Tillögur að áhættuviðmiðum vegna vatnsflóða - fundir með sveitarfélögum ===
2305261
Sérfræðingar Veðurstofu Íslands og Umverfis- orku- og loftslagsráðuneytinu funda nú sveitarfélögum landsins um áhættumat vegna vatnsflóða. Kynnt verður skýrsla stofnunarinnar "Tillögur að áhættuviðmiðum fyrir vatnsflóð." Til fundarins koma Hrafnhildur Valdimarsdóttir og Sigrún Karlsdóttir frá Veðurstofu Íslands og Elísabet Pálmadóttir frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.
Unnið er að regluverki um áhættumat vegna vatnsflóða með það að markmiði að lágmarka lýkur á tjónum og afleiðingum vegna þeirra. Lögð er áhersla á að sjónarmið og upplýsingar frá sveitarfélögunum eigi greiða aðkomu að þeirri vinnu. Rætt var með hvaða hætti sveitarfélög vinni, og hafi til hliðsjónar, áhættumat vegna vatnsflóða. Byggðarráð þakkar afar fróðlega kynningu. Byggðarráð vísar málefninu til kynningar í skipulags- og byggingarnefnd.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 6.Varmaland - nemendafjöldi næsta skólaárs 2023-2024 ===
2303217
Framlögð drög að erindisbréfi fyrir samráðshóp vegna framtíðarsýnar skólastarfs Varmalandsdeildar Grunnskóla Borgarfjarðar.
Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar samþykkir framlögð drög og felur sveitarstjóra að fullvinna og kynna fyrir samráðshópnum.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 7.Tillaga um kaup á spinning-hjólum - lýðheilsuaukandi styrkur ===
2306186
Framlögð tillaga um endurnýjun á spinninghjólum í íþróttamannvirkjum Borgarbyggðar.
Byggðarráð tekur vel í erindið. Líkamsrækt á þrekhjólum í sveitarfélaginu á sér langa sögu, nýting á hjólanna er góð en þau eru komin til ára sinna og endurnýjun mikilvæg. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samráði við forstöðumann íþróttamannvirkja og leggja fram tillögur að endurnýjun þrekhjóla.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 8.Kynning á hjólreiðakeppninni Grefillinn og ósk um stuðning ===
2306192
Framlagt erindi frá Hjólreiðadeild Breiðabliks þar sem kynnt er árlega hjólreiðakeppnin Grefillinn sem haldin er í uppsveitum Borgarfjarðar. Óskað er eftir stuðningi frá Borgarbyggð vegna keppni næsta árs.
Byggðarráð tekur keppendum Grefilsins fagnandi á leið þeirra um sveitarfélagið. Keppnin og möguleg stækkun hennar er jákvæð fyrir sveitarfélagið, ferðaþjónustu, íbúa og náttúru. Farið er fram á stuðning vegna keppni næsta árs. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram en ákvörðun ræðst í fjárhagsáætlunarvinnu nú í haust.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 9.Kosningar í ráð og nefndir 2022-2026 ===
2205140
Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir hefur óskað eftir því að láta af störfum sem varamaður í sveitarstjórn Borgarbyggðar og jafnframt láta af setu í byggingarnefnd íþróttamannvirkja.
Byggðarráð þakkar Sigríði Dóru fyrir vel unnin störf. Þórunn Unnur Birgisdóttir tekur sæti hennar sem varamaður í sveitarstjórn. Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar samþykkir að skipa Sigrúnu Ólafsdóttur í byggingarnefnd íþróttamannvirkja í hennar stað og Þorstein Eyþórsson sem varamann.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 10.Aðalfundur Nývest ===
2306149
Framlögð fundargerð aðalfundar Nývest 2023 ásamt skýrslu stjórnar og ársreikningi.
Framlagt.
=== 11.Samband ísl.sveitarfélaga - fundagerðir 2023. ===
2301193
Framlagðar fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga nr. 929, dags. 9. júní 2023 og nr. 930, dags 15. júní 2023.
Fundargerðir framlagðar
=== 12.Fundargerðir heilbrigðisnefndar Vesturlands 2023 ===
2306089
Framlagðar fundargerðir Heilbrigðisnefndar Vesturlands nr. 182 dags. 12. júní 2023 og fundargerð nr. 183 dags. 14. júní 2023.
Fundarerðir framlagðar.
Fundi slitið - kl. 11:45.
Samþykkt samhljóða.
Lilja Björg Ágústsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fundinn undir þessum lið.