Mosfellsbær
Menningar- og lýðræðisnefnd - 7
==== 29. júní 2023 kl. 18:15, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Hrafnhildur Gísladóttir (HG) formaður
- Hilmar Tómas Guðmundsson(HTG) varaformaður
- Franklín Ernir Kristjánsson (FEK) aðalmaður
- Þórarinn Snorri Sigurgeirsson (ÞSS) vara áheyrnarfulltrúi
- Kristján Erling Jónsson (KEJ) áheyrnarfulltrúi
- Auður Halldórsdóttir þjónustu- og samskiptadeild
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
== Fundargerð ritaði ==
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Drög að dagskrá Í túninu heima 2023 ==
[202306608](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306608#rihrvehnyuuimnzv-h3qpa1)
Verkefnisstjóri Hlégarðs kynnir drög að dagskrá Í túninu heima 2023
Menningar- og lýðræðisnefnd þakkar Hilmari Gunnarssyni fyrir kynningu á drögum að dagskrá Í túninu heima 2023.
== Gestir ==
- Hilmar Gunnarsson
== 2. Starfsemi Listasalar Mosfellsbæjar ==
[202306609](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306609#rihrvehnyuuimnzv-h3qpa1)
Forstöðumaður bókasafns og menningarmála kynnir starfsemi Listasalar Mosfellsbæjar
Menningar- og lýðræðisnefnd þakkar forstöðumanni bókasafns og menningarmála fyrir kynninguna og felur henni að undirbúa tillögu að óformlegum rýmum til sýningarhalds listamanna í Mosfellsbæ.
== 3. Stjórnsýslu- og rekstrarúttekt ==
[202210483](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202210483#rihrvehnyuuimnzv-h3qpa1)
Kynning á stjórnkerfisbreytingum hjá Mosfellsbæ.
Menningar- og lýðræðisnefnd þakkar fyrir kynningu á stjórnkerfisbreytingum hjá Mosfellsbæ.
== 4. Fjárhags- og fjárfestingaráætlun 2024 - undirbúningur með menningar- og lýðræðisnefnd ==
[202306607](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306607#rihrvehnyuuimnzv-h3qpa1)
Upphaf vinnu við fjárhags- og fjárfestingaáætlun 2024 - undirbúningur með menningar- og lýðræðisnefnd.
Lagt fram til kynningar og umræðu.