Borgarbyggð
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 50. fundur
= Umhverfis- og landbúnaðarnefnd =
Dagskrá
=== 1.Ágangur sauðfjár í heimalöndum - ábyrgð og leiðir ===
2211253
Umræður um ábyrgðir og leiðir varðandi ágangsfé.
=== 2.Vatnsveitur í Borgarbyggð ===
2203242
Framlögð drög að minnisblaði frá KPMG um rekstur vatnsveitna í Borgarbyggð.
Framlögð drög að minnisblaði frá KPMG um rekstur vatnsveitna í Borgarbyggð og farið yfir niðurstöðurnar. Ákveðið að láta vinna frekari greiningu að fjárhagslegum forsendum er varðar rekstur veitna í sveitarfélaginu og þær niðurstöður verði lagðar aftur fyrir nefndina að vinnu lokinni.
=== 3.Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis ===
2111023
Upplýsingar og leiðbeiningar til eigenda í/á fjölbýlishúsum.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur deildarstjóra umhverfis- og landbúnaðarmála að senda leiðbeiningar á eigendur í fjölbýlishúsum.
Fundi slitið - kl. 10:45.
Nú hefur verið virkjuð 6. gr. fjallskilasamþykktar nr. 683/2015 í fjallskilaumdæmi Þverárþings. Var hún virkjuð að frumkvæði stjórnar fjallskilaumdæmis á því svæði en með þeirri ákvörðun er bændum á því svæði skylt að reka á afrétt eða halda búfénaði í heimalandi í fjárheldri girðingu. Fram kemur í 33. gr. laga nr. 6/1986, um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. að ef ágangur búfjár stafar af búfé sem vanrækt hefur verið að reka á afrétt skv. fyrirmælum fjallskilareglugerðar ber sveitarstjórn að láta reka féð á afrétt á kostnað fjáreigenda. Ef tilkynning berst sveitarfélaginu um að bændur reki ekki á afrétt eða hafi búfénað sinn í fjárheldri girðingu á þessu svæði, skal sú tilkynning borin undir umhverfis- og landbúnaðarnefnd, tekin afstaða til þess hvort grípa þurfi til aðgerða og ákvörðun vísað til sveitarstjórnar eða eftir atvikum byggðarráðs eins fljótt og unnt er til staðfestingar.
Mikilvægt er að árétta að umfjöllun sveitarfélagins um smölun vegna ágangs búfjár fer aðeins fram á þeim grunni en ekki með velferðarsjónarmið dýra að leiðarljósi. Gera verður greinarmun á beiðnum um smölun vegna ágangs búfjár og velferð dýra almennt en nokkuð hefur borið á ábendingum vegna búfjár á ákveðnum svæðum þar sem grunur er uppi um að aðbúnaður dýranna sé ekki með viðunandi hætti. Matvælastofnun er falið með lögum að hafa eftirlit með velferð dýra og ber að beina öllum ábendingum þess efnis til þeirra stofnunar. Umhverfis og landbúnaðanefnd hvetur eindregið til þess að tilkynnendur hafi samband við MAST og tilkynni öll tilvik þar sem velferð dýra kunni að vera ógnað.
Samþykkt samhljóða.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd vísar erindi þessu til Byggðarráðs til staðfestingar.