Borgarbyggð
Byggðarráð Borgarbyggðar - 636. fundur
= Byggðarráð Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Ríkiseignir - Lönd og lóðir ===
2303232
Afgreiðsla 54. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd vísar þessari umræðu í byggðaráð hvort sveitarfélagið eigi að óska eftir forkaupsrétti á þeim löndum og lóðum sem ríkið á í Borgarbyggð."
=== 2.Ágangsfé - beiðni um smölun í Einifelli ===
2306082
Framlagt erindi til sveitarstjórnar þar sem farið er fram á smölun úr heimalandi.
Byggðarráð vísar erindinu til umfjöllunar umhverfis- og landbúnaðarnefndar þar sem nefndin vinnur nú að lokafrágangi verklagsreglna um viðbrögð sveitarfélagsins við beiðnum um smölun ágangsfjár.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 3.Samstarf um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa ===
1901093
Framlagður viðauki við samning við Reykjavíkurborg um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum.
Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í velferðarnefnd.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 4.Áformuð hlutafjáraukning Ljósleiðarans ===
2210251
Kynning fyrir byggðarráði Borgarbyggðar á fyrirhugaðri hlutafjáraukningu Ljósleiðarans hf.
Byggðarráð þakkar kynninguna. Á fundinn komu í gegnum fjarfundabúnað stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur, Ljósleiðarans og sérfræðingar frá Arion banka.
Thelma Dögg Harðardóttir mætti til fundarins að afloknum þessum dagskrárlið.
Thelma Dögg Harðardóttir mætti til fundarins að afloknum þessum dagskrárlið.
=== 5.Hitaveita Varmalands ===
2112004
Fulltrúar Laugalands hf. hafa óskað eftir fundi með byggðarráði vegna eftirspurnar eftir heitu vatni. Fulltrúar Laugalands koma til fundarins.
Til fundarins komu Erla Gunnlaugsdóttir, Hjalti Þórhallsson og Þórhallur Bjarnason frá Laugalandi. Byggðarráð þakkar fyrir góðan fund. Sveitarfélagið er nú með til skoðunar drög að samningi við Laugaland um nýtingu á heitu vatni. Á 624. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað: "Nýting sveitarfélagsins á heitu vatni á Varmalandi og úr borholu í landi Laugarlands á sér langa sögu. Áður en byggðarráð mótar sér afstöðu er þess farið á leit við sveitarstjóra að vinna minnisblað er varðar einstaka atriði samningsdraganna." Þessi vinna stendur yfir en hún felur t.d. í sér talsverða athugun á eldri gögnum. Byggðarráð tekur undir að mikilvægt er að ná samkomulagi sem fyrst en byggðarráð telur þó jafnframt mikilvægt að ákvarðanatakan byggi á eins góðum undirbúningi og frekast er unnt. Byggðarráð tekur undir þau sjónarmið að skýra þurfi línurnar varðandi gjaldtöku fyrir heitt vatn á Varmalandi. Horfa þarf til þess t.d. í yfirstandandi stefnumótun um rekstrarfyrirkomulag smærri veitna í Borgarbyggð.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 6.Málefni sumarhúsafélags Syðri Hraundals ===
2302056
Staða vegamála við sumarhúsabyggðina í Syðri-Hraundal rædd. Framlagt minnisblað skipulagsfulltrúa.
Byggðarráð mælist til við Vegagerðina að skilgreindur héraðsvegur verið lengdur, að lágmarki um u.þ.b. 3 km eða að frístundasvæði Syðri-Hraundals, í samræmi við þegar orðna stækkun frístundahverfisins og fyrirhugaða frekari stækkun þess. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 7.Klettaborg - framkvæmdir á húsnæði vor 2023 ===
2306056
Afgreiðsla frá 222. fundi fræðslunefndar: "Lagðar eru fram hugmyndir að tímabundinni stækkun við Klettaborg. Ljóst er að þörf er á að fjölga leikskólaplássum í Borgarnesi. Bæði hefur reynt á það síðustu ár að erfiðlega hefur gengið að koma öllum börnum fyrir á Klettaborg og Uglukletti en einnig er sveitarfélagið að undirbúa sig undir framkvæmdir á Uglukletti og því líklegt að þörf sé að fleiri plássum á Klettaborg. Fræðslunefnd tekur vel í hugmyndina og leggur áherslu á að tillögurnar séu unnar í góðu samstarfi við stjórnendur á Klettaborg. Málinu eru vísað áfram til Byggðarráðs."
Byggðarráð telur mikilvægt að halda áfram uppbyggingu leikskóla og að fjölga leikskólarýmum í samræmi við þörf og stefnu um að börn komist inn á leikskóla við tólf mánaða aldur. Sú hugmynd að stækkun sem hér er lögð fram rúmast ekki innan fjárfestingaráætlunar sveitarfélagsins og kallar þess vegna á sérstaka skoðun. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna áfram m.t.t. þarfa, kostnaðar og starfsemi leikskóla í sveitarfélaginu almennt.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 8.Þjónusta við aldraða - verkefnið Janus heilsuefling ===
1607129
Á fundi velferðarnefndar dags. 6. júní 2023 mál nr. 1607129 var eftirfarandi bókað: "Janus Guðlaugsson kynnti markmið og fyrirkomulag verkefnisins Janus heilsuefling. Janus heilsuefling hefur sérhæft sig í heilsueflingu 60 ára og eldri. Að baki heilsueflingunni liggja niðurstöður doktorsrannsóknar Janusar. Markmið verkefnisins er að koma til móts við einstaklinga sem vilja efla heilsu sína og lífsgæði þrátt fyrir hækkandi aldur. Rannsóknir á verkefninu hafa sýnt fram á að hægt er að seinka því að einstaklingar þurfi að flytja á dvalar- eða hjúkrunarheimili." Lagt var til að málið yrði lagt fyrir byggðarráð.
Byggðarráð lýsir áhuga á þátttöku í verkefninu og felur sveitarstjóra að vera í sambandi við forsvarsmenn verkefnisins varðandi næstu skref.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 9.Garðsláttur við eignir Borgarbyggðar og fyrir aldraða og fatlaða ===
2306087
Á fundi velferðarnefndar dags. 6. júní 2023 mál nr. 1607129 var eftirfarandi bókað: "Garðsláttur: Velferðarnefnd leggur til að Borgarbyggð sjái um garðslátt við sínar eignir að lágmarki þrisvar yfir sumarið, íbúum að kostnaðarlausu. Eldri borgarar og öryrkjar eigi rétt á að fá garðaslátt þrisvar á sumri gegn gjaldi. Upphæð 3-10.000 eftir stærð lóðar. Nefnin leggur til að möguleikar til að sinna verkefninu verði athugaðir og málið verði tekið til fyrir í Byggðaráði áður en endanleg ákvörðun er tekin."
Borgarbyggð sinnir garðslætti eins og öðru viðhaldi við eignir í sinni eigu. Byggðarráð geldur varhug við að sveitarfélagið taki að sér garðslátt fyrir aðra nema í undantekningartilfellum. Bæði horfir byggðarráð þar t.d. til fjárhags- og samkeppnissjónarmiða.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 10.Varmaland - nemendafjöldi næsta skólaárs 2023-2024 ===
2303217
Afgreiðsla frá 222. fundi fræðslunefndar: "Sviðsstjóri fjölskyldusvið fer yfir minnisblað eftir íbúafund í Þinghamri. Ánægja var með fundinn og gagnlegar umræður. EÓT lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd meirihluta fræðslunefndar: Leggur til að stofnaður verði samráðshópur með foreldrum við Varmalandsdeild Grunnskóla Borgarfjarðar til þess að halda samtalinu áfram. Samráðshópurinn yrði skipaður í samráði við þá sem héldu fundinn í Þinghamri. Lagt er til að þrír fulltrúar foreldra og þrír fulltrúar í hópnum verði skipaðir úr fræðslunefnd. Þá verði Ingvar Sigurgeirsson fenginn til þess að leiða vinnuna með hópnum. Hópurinn hefur það hlutverk að vinna út frá bókun fræðslunefndar frá 4.maí 2023. Gert er ráðfyrir að fundað yrði 2-3 sinnum ásamt því að haldinn yrði upplýsingafundur fyrir foreldra. Reynt verður að halda fyrsta fund núna í júní. Í hópnum fyrir hönd fræðslunefndar eru Eðvar Ólafur Traustason, Guðveig Lind Eyglóardóttir og Thelma Harðardóttir. Samþykkt samhljóða. REJ lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd minnihluti fræðslunefndar: Fulltrúar minnihluta í Fræðslunefnd leggja til að Byggðarráð Borgarbyggðar feli fræðslunefnd að vinna sviðsmyndagreiningu með fagaðilum, um þá valkosti sem mögulegir eru í skipan skólastofnana og skólahverfa í Borgarbyggð sem heild, þar sem allir mögulegir kostir um skólaskipan og skólahverfi verða skoðaðir og lagðir fram til kynningar. Leiðarljósið í þeirri vinnu verði "samfélagsleg áhrif, þjónusta við nemendur og foreldra, og nýting fjármagns". Fræðslunefnd fái heimild til að ráða ráðgjafa sér til aðstoðar og vinnu verði hraðað eins og mögulegt er svo valkostir um framtíðarskólaskipan liggi fyrir eins fljótt og mögulegt er þannig að hægt sé að forgangsraða framkvæmdum og viðhaldi við skólahúsnæði sveitarfélagsins. Tillagan er felld með þremur atkvæðum (EÓT, ÞUB, GE) gegn tveimur (REJ, BA) GLE lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd meirihluta fræðslunefndar: Fulltrúar meirihluta fræðslunefndar telja að sú vinna sem fulltrúar minnihluta leggja til er lítur að heildarskoðun á skipulagi skólamála í Borgarbyggð og upptökusvæðum Grunnskóla Borgarfjarðar og Grunnskóla Borgarnes sé nauðsynleg en þarfnist frekari umræðu bæði í Byggðaráði og sveitarstjórn áður en ákvörðun um slíka vinnu er tekin fyrir. Því leggjum við til að sú umræða sem afmarkast við Varmalandsdeild Grunnskóla Borgarfjarðar verði haldið áfram með sérfræðing eins og lagt var upp með í fyrri bókun fræðslunefndar. Tillagan er samþykkt með þremur atkvæðum (EÓT, ÞUB, GE) gegn tveimur atkvæðum (REJ, BA) Málinu er vísað til Byggðarráðs til kynningar."
Lagt fram til kynningar. Byggðarráð tekur undir að fenginn verði ráðgjafi til starfa sem verður sveitarstjórn, fræðslunefnd og samráðshópi til ráðgjafar. Fjármögnun ráðgjafar verði vísað til viðauka við fjárhagsáætlun. Þá leggur byggðarráð til að fram fari vinnufundur sveitarstjórnar um skólamál.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 11.Erindi frá leikskólastjórum Borgarbyggðar - sveigjanlegur vistunartími ===
2305282
Afgreiðsla frá 222. fundi fræðslunefndar: "Sviðsstjóri fjölskyldusviðs leggur fram breytingar á núverandi verklagsreglum fyrir leikskóla Borgarbyggðar. Gerð er eftirfarandi breyting: Foreldrum stendur til boða að kaupa styttri dvalartíma á föstudögum og eru gjöld felld niður sem því nemur. Að lágmarki kaupa foreldra 4 tíma á föstudögum en geta líka sleppt því að vera með börn í vistun á föstudögum. Ef sótt er um breytingu á vistun á föstudögum gilda þær að lágmarki í 3 mánuði hið minnsta. Er eftirfarandi breyting gerð með það að leiðarljósi að auka sveigjanleika foreldra til vistunar barna. En einnig til þess að mæta betur þeim áskorunum sem leikskólar standa frammi fyrir varðandi styttingu vinnuvikunnar. Er þetta fyrirkomulag sem hefur verður samþykkt í öðrum sveitafélögum. Þá eru gerðar smávægilegar breyting á verklagsreglunum til þess að skýra ákveðna þætti. Fræðslunefnd leggur fram eftirfarandi breytingar og vísar málinu til Byggðarráðs til samþykktar."
Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu í tilraunaskyni til eins árs. Sveitarstjóra falið að leggja mat á hvort fjárhagsleg áhrif kalli á viðauka við fjárhagsáætlun þegar viðbrögð hafa komið fram.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 12.Fundargerðir Orkuveitu Reykjavíkur 2023 ===
2302061
Framlögð fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur nr. 333 dags. 37.mars 23
=== 13.Endurskoðun á samstarfsamningi Borgarbyggðar og UMSB ===
2106030
Afgreiðsla frá 222. fundi fræðslunefndar: "Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir samninga Borgarbyggðar og UMSB. Fræðslunefnd leggur til að unnin verði skýrsla um framtíðarsýn í samstarfi við íþróttahreyfinguna (UMSB og aðildarfélög UMSB) um hvernig best væri að skipuleggja íþróttastarf í Borgarbyggð áður en tekið verði upp samtal við UMSB um framhald um endurnýjun á samningnum. Fræðslunefnd telur að samningur sem gerður var á sínum tíma sé kominn til ára sinna og mikilvægt sé að kannað hvernig best sé að horfa til framtíðar með það að leiðarljósi að íþróttastarf í sveitafélaginu sé með sem farsælustum hætti. Margt gott hefur áunninst með núverandi samningi og hefur hann verið til mikil bóta fyrir íþróttastarf í sveitafélaginu. Málinu er vísað áfram til umræðu í byggðarráði."
Byggðarráð tekur undir að tekin verði saman skýrsla um framtíðarsýn um skipulagningu íþróttastarfs í Borgarbyggð í samstarfi við UMSB og aðildarfélög þess í samræmi við afgreiðslu fræðslunefndar í tengslum við endurskoðun á samstarfssamningi Borgarbyggðar og UMSB. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram og skapist kostnaður við þá vinnu verði honum vísað til viðauka við fjárhagsáætlun.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 14.Frístundastyrkur ===
2010114
Árið 2022 ákvað stýrihópur um heilsueflandi samfélag að öll börn með lögheimili í Borgarbyggð frá 10 ára aldri skyldu fá sundkort að gjöf frá sveitarfélaginu. Lagt er fyrir byggðarráð að taka afstöðu til hvort framlengja skuli fyrirkomulagið.
Byggðarráð samþykkir að framhald verði á því að börn eldri en 10 ára með lögheimili í Borgarbyggð fái að gjöf sundkort frá sveitarfélaginu sem gildir í allar sundlaugar þess. Byggðarráð vísar því til forvarnarteymis hvort og þá hvernig halda skuli áfram með fyrirkomulagið næsta haust.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 15.Aðalskipulag - Endurskoðun - Vinnslutími ===
2301075
Lagt er til að sveitarstjórn skipi vinnuhóp sem verði skipulags- og byggingarnefnd, sveitarstjórn og sérfræðingum sveitarfélagsins til ráðgjafar við yfirstandandi vinnu við endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar.
Byggðarráð samþykkir að vinnuhópur um endurskoðun aðalskipulags verði skipaður. Sveitarstjóra er falið að taka saman erindisbréf fyrir hópinn.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 16.Aðalfundur Faxaflóahafna sf. - fundarboð ===
2306088
Framlagt fundarboð á aðalfund Faxaflóahafna sf. sem haldinn verður föstudaginn 30. júní 2023.
Fundarboð framlagt og felur sveitarstjóra að mæta á fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 17.Aðalfundur Grundartanga ehf. - Þróunarfélags 2023 ===
2306081
Framlagt fundarboð á aðalfund Grundartanga ehf. - Þróunarfélags sem fram fer fimmtudaginn 29. júní n.k.
Fundarboð framlagt og sveitarstjóra eða staðgengli hans falið að mæta á fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 18.Aðalfundur Veiðifélags Gljúfurár 19. apríl 2023 ===
2304010
Framlögð fundargerð aðalfundar Veiðifélags Gljúfurár sem haldinn var 19. apríl 2023.
Fundargerð framlögð.
=== 19.Samband ísl.sveitarfélaga - fundagerðir 2023. ===
2301193
Framlögð fundargerð 927. fundar stjórnar sambandsins frá 26. maí 2023.
Fundargerð framlögð.
=== 20.Samband ísl.sveitarfélaga - fundagerðir 2023. ===
2301193
Framlögð fundargerð 928. fundar stjórnar sambandsins frá 2. júní 2023
Fundargerð framlögð
=== 21.Fundargerðir Faxaflóahafna 2023. ===
2302108
Framlögð fundargerð stjórnar Faxaflóahafna sf. nr. 231 dags. 19. apríl 2023
Fundargerð framlögð.
Fundi slitið - kl. 13:00.
Samþykkt samhljóða.
Thelma Dögg Harðardóttir var fjarverandi í upphafi fundar.