Mosfellsbær
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 239
==== 27. júní 2023 kl. 07:00, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) formaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (RBH) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Reynir Matthíasson (RM) áheyrnarfulltrúi
- Hörður Hafberg Gunnlaugsson (HHG) varamaður
- Haukur Örn Harðarson (HÖH) vara áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Heiða Ágústsdóttir umhverfissvið
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir (KDÞ) umhverfissvið
== Fundargerð ritaði ==
Heiða Ágústsdóttir Fagstjóri Garðyrkju
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu - sóknaráætlun ==
[202101312](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202101312#sjhxfo2ekuob6qrovbpc8w1)
Kynning á stöðu innleiðingar nýja samræmda flokkunarkerfisins og dreifingu á nýjum tunnum til íbúa
Kynning á stöðu innleiðingar á nýju samræmdu flokkunarkerfi og dreifingar á tunnum til íbúa.
== 2. Djúpgámar - framlag vegna nýja úrgangsflokkunarkerfisins ==
[202306458](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306458#sjhxfo2ekuob6qrovbpc8w1)
Tillaga að framlagi til húsfélaga vegna breytinga á fjölda og stærð djúpgáma lögð fyrir umhverfisnefnd
Lögð fram tillaga að framlagi til húsfélaga vegna breytinga á djúpgámum með tilkomu nýs flokkunarkerfis við heimilin. Umhverfisnefnd samþykkir að farin sé leið A í tillögu um framlag Mosfellsbæjar vegna fjöbýla með djúpgáma. Framlagið verði í boði vegna útskiptinga á djúpgámum á árinu 2023.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Umhverfisnefnd felur umhverfissviði að kanna frekari möguleika á ráðstöfun á þeim gámum sem verða skipt út í fjölbýlum. Með það að markmiði að ekki hljótist að því auka kostnaður.
Samþykkt með 5 atkvæðum
== 3. Umhverfisviðurkenningar 2023 ==
[202306273](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306273#sjhxfo2ekuob6qrovbpc8w1)
Lögð fyrir umhverfisnefnd tillaga að fyrirkomulagi og auglýsingu umhverfisviðurkenninga fyrir árið 2023
Tillaga að auglýsingu umhverfisviðurkenningu fyrir árið 2023 lögð fyrir umhverfisnefnd.
Umhverfisnefnd samþykkir að fela umhverfissviði að setja auglýsingar af stað fyrir umhverfisviðurkenningar ársins 2023.
Samþykkt með 5 atkvæðum
== 4. Fjárhags- og fjárfestingaáætlun 2024 - umhverfissvið ==
[202306274](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306274#sjhxfo2ekuob6qrovbpc8w1)
Lögð fyrir umhverfisnefnd kynning vegna undirbúnings fjárhags- og fjárfestingaráætlunar fyrir árið 2024
Kynning vegna undirbúnings fjárhags- og fjárfestingaráætlunar fyrir árið 2024 lögð fyrir umhverfisnefnd til umræðu.
== 5. Stikaðar gönguleiðir í Mosfellsbæ, Mosfellsbær og Skátafélagið Mosverjar ==
[200811187](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/200811187#sjhxfo2ekuob6qrovbpc8w1)
Ævar Aðalsteinsson verkefnastjóri mætir á fund umhverfisnefndar og kynnir nýjar nafngiftir stikaðra gönguleiða í Mosfellsbæ.
Ævar Aðalsteinsson verkefnastjóri mætti til fundarins og kynnti tillögu að nýjum nafngiftum gönguleiða í Mosfellsbæ.
Umhverfisnefnd þakkar Ævari Aðalsteinssyni og Bjarka Bjarnasyni fyrir vinnu við tillögur að heitum á stikuðum gönguleiðum.
== Gestir ==
- Ævar Aðalsteinsson