Mosfellsbær
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 6
==== 22. júní 2023 kl. 16:34, ====
í Kjarna
== Fundinn sátu ==
- Sævar Birgisson (SB) formaður
- Jóna Guðrún Kristinsdóttir (JGK) varaformaður
- Davíð Örn Guðnason (DÖG) aðalmaður
- Hilmar Stefánsson (HS) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Kristín Nanna Vilhelmsdóttir (KNV) áheyrnarfulltrúi
- Rúnar Már Jónatansson (RMJ) áheyrnarfulltrúi
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
- Hanna Guðlaugsdóttir mannauðsdeild
== Fundargerð ritaði ==
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Atvinnu- og nýsköpunarstefna ==
[202211413](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202211413#ycjr1unpukuze7pagsdqg1)
Meginniðurstöður stefnumótunarfundar kynntar og næstu skref vinnunar rædd. Björn H. Reynisson kynnir.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þakkar Birni H. Reynissyni fyrir kynningu á niðurstöðum íbúafundar um atvinnu- og nýsköpunarmál og felur ráðgjafa og starfsmanni nefndarinnar að vinna að ritun draga að atvinnustefnu byggða á fyrirliggjandi greiningu og niðurstöðum íbúafundarins.
== Gestir ==
- Björn H. Reynisson
== 2. Stjórnsýslu- og rekstrarúttekt ==
[202210483](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202210483#ycjr1unpukuze7pagsdqg1)
Kynning á stjórnkerfisbreytingum hjá Mosfellsbæ.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þakkar fyrir kynningu á stjórnkerfisbreytingum hjá Mosfellsbæ.
== 3. Fjárhags- og fjárfestingaráætlun 2024 - undirbúningur með atvinnu- og nýsköpunarnefnd ==
[202306525](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306525#ycjr1unpukuze7pagsdqg1)
Upphaf vinnu við fjárhags- og fjárfestingaáætlun 2024 - undirbúningur með atvinnu- og nýsköpunarnefnd.
Lagt fram til kynningar um umræðu.