Mosfellsbær
Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1584
==== 15. júní 2023 kl. 07:30, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) varamaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested
== Fundargerð ritaði ==
Þóra Margrét Hjaltested lögmaður
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Málefni leikskóla - nóvember 2022 ==
[202211420](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202211420#degax5iqeuqilzvfvpq-a1)
Tillaga um innleiðingu skráningardaga í leikskólum næsta haust sem hluta af útfærslu á betri vinnutíma hjá starfsfólki leikskóla. Erindi vísað til bæjarráðs á fundi fræðslunefndar á 422. fundi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um innleiðingu skráningardaga í leikskólum næsta haust sem hluta af útfærslu á betri vinnutíma hjá starfsfólki leikskóla.
== 2. Samstarfssamningar við íþrótta- og tómstundafélög 2022-2024 ==
[202203831](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202203831#degax5iqeuqilzvfvpq-a1)
Lagt er til að fyrirliggjandi viðauki við samstarfssamning við Aftureldingu verði samþykktur.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi viðauka við samstarfssamning Aftureldingar. Fjármálastjóra er jafnframt falið að gera viðauka við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar vegna málsins.
== 3. Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ-stækkun hjúkrunarheimilisins Hamra ==
[201812038](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/201812038#degax5iqeuqilzvfvpq-a1)
Fyrirliggjandi tillaga um stækkun hjúkrunarheimilisins Hamra um 66 rými í stað 44 rýma lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um stækkun hjúkrunarheimilisins Hamra í 66 rými og felur bæjarstjóra að leiða samtal við FSRE og heilbrigðisráðuneytið þar að lútandi.
== Gestir ==
- Kristinn Pálsson, skipulagsfulltrúi
== 4. Beiðni um að Mosfellsbær tilnefni einstakling í stjórn Reykjalundar endurhæfingar ehf. ==
[202209230](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202209230#degax5iqeuqilzvfvpq-a1)
Tillaga um tilnefningu á stjórnarmanni í stjórn Reykjalundar endurhæfingar ehf.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að Aldís Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi, verði tilnefnd í stjórn Reykjalundar endurhæfingar ehf.
== 5. Kvikmyndafélagið Umbi, Melkot, umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis ==
[202305862](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202305862#degax5iqeuqilzvfvpq-a1)
Frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir rekstur Gististaðir í flokki II- C Minna gistiheimili, að Melkoti.
Afgreiðslu málsins var frestað.
== 6. Viðauki við ráðningarsamning bæjarstjóra ==
[202306232](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306232#degax5iqeuqilzvfvpq-a1)
Tillaga að viðauka um launkjör bæjarstjóra lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að viðauka við ráðningarsamning bæjarstjóra, sem felur í sér að laun bæjarstjóra hækka um 2,5% þann 1. júlí 2023 í stað hækkunar samkvæmt ákvæði ráðningarsamnings, og vísar viðaukanum til afgreiðslu bæjarstjórnar. Fulltrúar D lista sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.
Bókun D lista:
Bæjarráðsmenn D lista komu ekki að ráðningu bæjarstjóra og komu því ekki heldur að ákvörðun um launakjör.
Bæjarráðsmenn D lista hafa heldur ekki haft neina aðkomu að fyrirliggjandi tillögu um breytingar á ráðningarsamningi bæjarstjóra og þeim viðauka um breytingar á þeim samningi sem nú liggur fyrir á þessum fundi.
Af þeim ástæðum sitjum við hjá við afgreiðslu málsins í bæjarráði.
[FylgiskjalTillaga að breytingu ráðningarsamnings bæjarstjóra.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=XVsrNmPfsE2ToMM2HqSKA&meetingid=dEgAx5iqEuqiLZvFvpq_A1&filename=Tillaga að breytingu ráðningarsamnings bæjarstjóra.pdf) [FylgiskjalViðauki við ráðningarsamning bæjarstjóra v2.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=wg8F5KPY_ESGVcZp2FzyCw&meetingid=dEgAx5iqEuqiLZvFvpq_A1&filename=Viðauki við ráðningarsamning bæjarstjóra v2.pdf) [FylgiskjalRáðningarsamningur bæjarstjóra.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=ygwC7iJ3WkmyvGqieZjkQ&meetingid=dEgAx5iqEuqiLZvFvpq_A1&filename=Ráðningarsamningur bæjarstjóra.pdf)
== 7. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023 til 2026 ==
[202206736](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202206736#degax5iqeuqilzvfvpq-a1)
Kynnt útkomuspá ársins 2023 vegna fjárfestinga og rekstrar.
Pétur J. Lockton, fjármálastjóri, fór yfir útkomuspá ársins 2023 vegna fjárfestinga og rekstrar.
== Gestir ==
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri