Borgarbyggð
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 55. fundur
= Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Hótel Varmaland - Aðalskipulagsbreyting ===
2302046
Lögð er fram breytingartillaga fyrir óverulega breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 ásamt gátlista Skipulagsstofnunar. Í breytingartillögunni kemur fram að svæði S8, verslun- og þjónusta sé stækkað úr 6.404 fm í 8.531 fm eða um 2.127 fm og nýtingarfall hækkað úr 0,42 í 0,72. Íbúðarsvæði Í4 er minnkað á móti úr 3,2 ha í 3,0 ha.
Skipulags- og byggingarnefnd metur að um sé að ræða verulega breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar. Á aðliggjandi svæðum eru íbúðarhús sem mögulega verða fyrir áhrifum af auknum heimildum til uppbyggingar, hækkunar á nýtingarhlutfalli sérstaklega með tilliti til stækkunar á svæðinu. Skipulags- og byggingarnefnd telur að um verulega breyting á aðalskipulaginu sé að ræða og óskar eftir gögnum í samræmi við það.
=== 2.Kleppjárnsreykir skólasvæði - Nýtt deiliskipulag ===
2211179
Lögð eru fram drög af skipulagssvæði fyrir skólann að Kleppjárnsreykjum og þremur íbúðarhúsum við Kleppjárnsbraut ásamt minnisblaði hönnuðar um næstu skref.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera breytingar á drögunum í samræmi við umræður á fundinum.
=== 3.Ugluklettur 1 L209804 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - - Flokkur 3, ===
2302006
Lagðar eru fram tillögur að skipulagi almenningsstæða við leikskólann Ugluklett.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna breytingu á aðalskipulagi og koma á framfæri við skipulagshönnuð breytingum á hönnun bílastæða í samræmi við umræður á fundinum.
=== 4.Raðhólar L211822 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - vegagerð ===
2210012
Lögð er fram ósk um framkvæmdaleyfi til fullnaðar frágangs á vegagerð og framræsingar vatns undan vegstæði, um ræsi- og leiðiskurð á lóðmörkum, með endanlegu afrennsli í Brókarvatn, samanber meðfylgjandi mynd og áður framlagðan uppdrátt.
Framkvæmdin er í samræmi við gildandi deiliskipulag með það að markmiði að skipulagsáætlunin nái fram að ganga.
Framkvæmdin er í samræmi við gildandi deiliskipulag með það að markmiði að skipulagsáætlunin nái fram að ganga.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna áformin þegar fullnægjandi gögnum hefur verið skilað inn til sveitarfélagsins. Grenndarkynnt verður fyrir hagsmunaaðilum innan svæðis og eigendum aðliggjandi jarða. Einnig verður óskað eftir umsögnum lögbundinna umsagnaraðila.
=== 5.Hugmynd að þróun athafnasvæðis Steypustöðvarinnar ===
2304209
Lögð eru fram áform um breytingu á iðnaðarsvæðinu Engjaás 2-8 í Borgarnesi til umræðu.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í áformaða stækkun á iðnaðarsvæði og uppbyggingu innan þess. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna málið áfram.
=== 6.Kópareykjaland L134426 - Umsókn um breytingu á landheiti_Eyktarás ===
2306265
Lóðarhafi Kópareykjalands L134426 óskar eftir því að lóðin fái heitið Eyktarás. Undirritað samþykki landeiganda liggur fyrir.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir framkomna ósk um breytingu á landheiti.
=== 7.Syðstu-Fossar_Fyrirspurn um skipulagsmál ===
2307217
Lögð er fram fyrirspurn landeiganda Syðstu-Fossa L133909 í Borgarbyggð um efnistökusvæði jarðarinnar. Fyrirhugað er að opna nýja grjótnámu á um 2,0ha svæði þar sem heimilt verði að vinna 10.000rm af efni. Stefnt er að nota efnið m.a. í styrkingu á jarðvegsstíflu Andakílsárvirkjunar.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarsjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, tekur jákvætt í að efnistökusvæði verði skilgreint í Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 í landi Syðstu-Fossa.
=== 8.Beiðni um umsögn vegna breytinga á urðunarstað í Fíflholtum ===
2307031
Lagt er fram bréf frá Skipulagsstofnun dags. 6. júlí 2023 þar sem óskað er eftir umsögn Borgarbyggðar um matsskyldu vegna nýrrar urðunarreinar í Fíflholtum á Mýrum.
Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði þurfa að skýra frekar og hvort þau kalli á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila.
Meðfylgjandi skýrsla er dags. 23.03.2023, br. 29.06.2023.
Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði þurfa að skýra frekar og hvort þau kalli á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila.
Meðfylgjandi skýrsla er dags. 23.03.2023, br. 29.06.2023.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða nýja urðunarrein í Fíflholtum á Mýrum og vísar til endanlegrar afgreiðslu hjá sveitarstjórn. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að veita umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins.
=== 9.Tillögur að áhættuviðmiðum vegna vatnsflóða ===
2305261
Afgreiðsla frá 637. fundi byggðarráðs: "Unnið er að regluverki um áhættumat vegna vatnsflóða með það að markmiði að lágmarka lýkur á tjónum og afleiðingum vegna þeirra. Lögð er áhersla á að sjónarmið og upplýsingar frá sveitarfélögunum eigi greiða aðkomu að þeirri vinnu. Rætt var með hvaða hætti sveitarfélög vinni, og hafi til hliðsjónar, áhættumat vegna vatnsflóða. Byggðarráð þakkar afar fróðlega kynningu. Byggðarráð vísar málefninu til kynningar í skipulags- og byggingarnefnd. Samþykkt samhljóða."
Lagt fram til kynningar.
=== 10.Endurheimt Hítarár, tillaga að deiliskipulagi. ===
2004156
Lögð er fram beiðni formanns Veiðifélags Hítarár um rökstuðning fyrir því að skipulagssvæði deiliskipulags verði að ná niður alla Hítará.
Skipulags- og byggingarnefnd telur mikilvægt að skoða aftur ákvörðun fyrri nefndar og felur skipulagsfulltrúa að afla frekari gagna svo núverandi nefnd geti lagt sjálfstætt mat á afmörkun skipulagssvæðis.
=== 11.Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 14 ===
2306011F
Fundagerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa nr. 14 þann 14. júní 2023.
- Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 14 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi að undangenginni umsögn Vegagerðarinnar.
- Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 14 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi að undangenginni umsögn Vegagerðarinnar.
=== 12.Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 15 ===
2306022F
Fundagerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa nr. 15 þann 27. júní 2023.
- Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 15 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar stofnun lóðarinnar Hálsakot, stærð 780 fm úr landi Innra-Fells L220891. Lóðin verður nýtt sem íbúðarhúsalóð.
- Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 15 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar stofnun lóðarinnar Kalmanstunga 1 Vegsvæði, stærð 38.613,7 fm úr landinu Kalmanstunga 1 L134652. Lóðin verður sett í notkunarflokkinn Annað land.
=== 13.Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 16 ===
2307006F
Fundagerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa nr. 16 þann 11. júlí 2023.
- 13.1 2110092
[Strandstígur við Borgarnes](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/afgreidslufundur-skipulagsfulltrua/18968#2110092)Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 16 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir 1. hluta strandstígs við Borgarvog að undangenginni grenndarkynningu í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar. Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum við Kjartansgötu og Kveldúlfsgötu þar sem lóðir liggja að áætluðum stíg. Málið verður kynnt í gegnum Skipulagsgátt.
- Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 16 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir nýrri vegtengingu við Galtarholtsveg 1 (5309-01) inn á land, Galtarholt 1 land (Torfholt, L191462) og vegslóða meðfram núverandi skurði inn á land.
=== 14.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 213 ===
2306020F
Fundagerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 213 þann 26. júní 2023.
- 14.1 2306073
[Ásendi 4 - L134529 - Umsókn um byggingarleyfi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/afgreidslur-byggingarfulltrua/18964#2306073)Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 213 Erindið er samþykkt. Byggingarfulltrúi hefur móttekið umsókn um tilkynningarskylda framkvæmd sbr. gr. 2.3.5. í byggingarreglugerð 112/2012.
- Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 213 Erindið er samþykkt. Byggingarfulltrúi hefur móttekið umsókn um tilkynningarskylda framkvæmd sbr. gr. 2.3.5. í byggingarreglugerð 112/2012.
- Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 213 Samþykkt
- 14.4 2306113
[Miðmóar 3 L180237 - Umsókn um byggingarleyfi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/afgreidslur-byggingarfulltrua/18964#2306113)Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 213 Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Leyfisgjöld hafa verið greidd.
- 14.5 2306237
[Kotstekksás 5 L233513 - Umsókn um byggingarleyfi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/afgreidslur-byggingarfulltrua/18964#2306237)Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 213 Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Leyfisgjöld hafa verið greidd.
- 14.6 2306236
[Kotstekksás 4 L233512 - Umsókn um byggingarleyfi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/afgreidslur-byggingarfulltrua/18964#2306236)Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 213 Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Leyfisgjöld hafa verið greidd.
- Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 213 Ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag af svæðinu.
Erindið þarf að grenndarkynna
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráform eru samþykkt að undangenginni grenndarkynningu og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Leyfisgjöld hafa verið greidd.
=== 15.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 214 ===
2307009F
Fundagerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 214 þann 21. júlí 2023.
- Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 214 Um er að ræða endurnýjun á byggingarleyfisumsókn. Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr 167 þann 8.4.2020 og byggingaráform samþykkt.
Ekki var gefið út byggingarleyfi samkv. gr 2.4 í byggingarreglugerð. Samkv. grein 2.4.2 skal fellur samþykktin úr gildi innan tveggja ára hafi ekki verið gefið út byggingarleyfi
Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum
- 15.2 2306282
[Lækjarvegur 11 L187695 - Umsókn um byggingarleyfi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/afgreidslur-byggingarfulltrua/18970#2306282)Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 214 Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
-Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
-Leyfisgjöld hafa verið greidd.
- 15.3 2307039
[Umsókn um byggingarleyfi - Strýpurás 5 - L135011](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/afgreidslur-byggingarfulltrua/18970#2307039)Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 214 Erindið er samþykkt. Byggingarfulltrúi hefur móttekið umsókn um tilkynningarskylda framkvæmd sbr. gr. 2.3.5. í byggingarreglugerð 112/2012.
- 15.4 2306280
[Ásvegur 4 L133857 - Umsókn um byggingarleyfi_bílskúr](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/afgreidslur-byggingarfulltrua/18970#2306280)Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 214 Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag af svæðinu.
Erindið þarf að grenndarkynna
Byggingaráform eru samþykkt að undangenginni grenndarkynningu og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
-Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
-Leyfisgjöld hafa verið greidd.
- 15.5 2307059
[Kvistás 1 - Umsókn um stöðuleyfi_smáhýsi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/afgreidslur-byggingarfulltrua/18970#2307059)Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 214 Samþykkt
- 15.6 2307056
[Brákarbraut 27 - Umsókn um stöðuleyfi_dósamóttaka](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/afgreidslur-byggingarfulltrua/18970#2307056)Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 214 Samþykkt
Umsækjanda er bent á að tryggja festingar á gámum m.t.t. fokhættu
- Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 214 Erindinu er frestað.
Byggingin er stærri en samþykkt deiliskipulag gerir ráð fyrir.
Nýtingarhlutfall samkv.samþykktu deiliskipulagi er 1.3 en á hönnunargögnum er nýtingarhlutfall 1.39.
Erindinu er vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa
- 15.8 2307055
[Súluklettur 1 - L189383 - Umsókn um byggingarleyfi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/afgreidslur-byggingarfulltrua/18970#2307055)Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 214 Ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag af svæðinu.
Erindið þarf að grenndarkynna.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 2 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráform eru samþykkt að undangenginni grenndarkynningu og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
Byggingarleyfi verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Leyfisgjöld hafa verið greidd.
- Lagfæra lítillega innsenda aðaluppdrætti
Fundi slitið - kl. 11:00.