Borgarbyggð
Byggðarráð Borgarbyggðar - 641. fundur
= Byggðarráð Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Samanburður við fjárhagsáætlun 2023 ===
2305269
Lagður fram samanburður á rekstri sveitarfélagsins janúar til júní við fjárhagsáætlun.
=== 2.Grunnskóli Borgarfjarðar- Kleppjárnsreykjadeild - framkvæmdir á skólahúsnæði ===
2104092
Tillaga að uppgjöri vegna vinnu Arkitektastofunnar OG við forhönnun húsnæðis Grunnskóla Borgarfjarðar - Kleppjárnsreykjadeildar. Til fundarins mætir Orri Jónsson tæknifræðingur hjá Eflu.
Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu að uppgjöri vegna forhönnunar. Það er mat byggðarráðs að uppfærð forhönnun muni skila sér í húsnæði sem reynast muni hagkvæmara og einfaldara í byggingu og að kostnaðarauki við forhönnun muni þar vinnast til baka. Það er í samræmi við mat sérfræðinga Eflu, sem er ráðgjafi sveitarfélagsins, og Byggingarnefndar um viðbyggingu við GBF - Kleppjárnsreykjadeild. Ekki er ástæða að gera viðauka við framkvæmdaáætlun en vinna við hönnunarhluta er eftir sem áður innan áætlunar og ekki tilefni á þessu stigi til að breyta kostnaðaráætlun við verkhluta. Gert er ráð fyrir að hönnun verði tilbúin í haust og að ráðast megi í framkvæmdir á fyrri hluta árs 2024.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 3.Uppbygging nemendagarða við Landbúnaðarháskóla Íslands ===
2307185
Framlagt erindi frá Nemendagörðum Landbúnaðarháskóla Íslands um fyrirhugaða uppbyggingu þeirra á Hvanneyri. Óskað er eftir stuðningi byggðarráðs við fyrirhugaðar framkvæmdir.
Byggðarráð skoðar erindi Nemendagarða LBHÍ með opnum hug og er sveitarstjóra er falið að taka upp samtal við Nemendagarða og LBHÍ. Fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins gefur ekki svigrúm til beinna framlaga og því þarf að skoða hvort og hvernig aðkoma Borgarbyggðar getur orðið með öðrum hætti. Byggðarráð tekur undir mikilvægi þess að Landbúnaðarháskólinn og Borgarbyggð standi saman að uppbyggingu svæðisins og langtímasýn í húsnæðismálum nemenda.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 4.Sögutorgin, Smoties - Rannsóknarverkefni - Þéttbýlisgreining ===
2105052
Framlagðar til kynningar, niðurstöður vefkönnunar sem unnin var í tengslum við forhönnun tveggja torga í gamla bænum og áss á milli þeirra og SVÓT greining frá íbúafundi verkefnisins.
Niðurstöður könnunar og SVÓT greiningar af íbúafundi sýna að verulegt tækifæri er til umbóta í skipulagi og ásýnd þess svæðis sem markar ramma Sögutorgaverkefnisins. Niðurstöðurnar undirstrika mikilvægi þess að við vinnu við fjárhagsáætlun í haust verði gert ráð fyrir kostnaði við skipulagsvinnu á svæðinu. Byggðarráð vísar niðurstöðunum til kynningar hjá skipulags- og byggingarnefnd og umhverfis- og landbúnaðarnefnd. Framundan er frekari vinna af hálfu Alternance við gerð frumtillagna og kynning og samráð við íbúa í samræmi við samning sem samþykktur var af sveitarstjórn 9. maí sl. Þau gögn munu einnig nýtast við þá skipulagsvinnu sem fyrir höndum er.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 5.Umsókn um lóðir - Sólbakki 24 og 26 ===
2307057
Framlögð umsókn Sigurðar Hilmars Ólasonar um lóðirnar Sólbakka 24 og Sólbakka 26.
Byggðarráð samþykkir umsókn Sigurðar Hilmars Ólasonar um lóðirnar Sólbakka 24 og Sólbakka 26 með fyrirvara um að umsækjandi uppfylli skilyrði í reglum um úthlutun lóða í Borgarbyggð.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 6.Samgönguáætlun 2024-2038 ===
2307186
Drög að samgönguáætlun 2024-2038 hafa verið lögð fram og Borgarbyggð sent inn umsögn ásamt því að eiga aðild að umsögn SSV. Umræða í byggðarráði um áherslur í samgöngumálum.
Byggðarráð Borgarbyggðar gerir athugasemdir við margt sem fram kemur og ekki síður það sem ekki kemur fram í samgönguáætlun 2024-2038 eins og fram kemur í umsögn sveitarfélagsins sem send var inn í samráðsgátt.
Hér að neðan er umsögn Borgarbyggðar um einstaka liði samgönguáætlunar en umsögn í heild sinni er í samráðsgátt. Byggðarráð bindur vonir við að þingmenn kjördæmisins fylgi þessum athugasemdum eftir í umræðum og ákvarðanatöku um samgönguáætlun.
- Drög að samgönguáætlun eru óvissuferð fyrir Borgarbyggð, og Vesturland allt. Engin framlög eru til nýframkvæmda í Borgarbyggð í fimm ára aðgerðaáætlun til ársins 2028 og framlög til framkvæmda á Vesturlandi eru lægst meðal landshluta. Það er umhugsunarefni og ekki í samræmi við þróun í umferðarþunga eða þróun í íbúafjölda í sveitarfélaginu. Á hinn bóginn munu verkefni sem komin eru á áætlun eftir 2029 hafa veruleg áhrif. Því skiptir miklu máli að kraftur sé rannsóknar- og hönnunarvinna vegna þeirra og ráðist verði í nauðsynlegt viðhald vega.
- Borgarbyggð fagnar því að breyting á legu þjóðvegar 1 við Borgarnes og ný lega Snæfellsnesvegar hafa verið færð framar í samgönguáætlun og eru nú komnar inn á tímabilið 2029-2033. Þessi framkvæmd mun hafa mikil áhrif í sveitarfélaginu og fyrir þjóðarbúið í heild en arðsemi hennar er metin 9% sem hlýtur að vera með því hæsta sem gerist. Borgarbyggð gerir ráð fyrir að nú verði settur aukinn kraftur í rannsóknir, vinnu við útfærslu og hönnun. Breyting á legu eykur umferðaröryggi og býður upp á mikil tækifæri í skipulagi í Borgarnesi og nágrenni en einnig áskoranir. Ásýnd og umhverfi Borgarness mun fyrir vikið breytast. Framundan er veruleg undirbúningsvinna sem vonandi tryggir að staðsetning, útfærsla og framkvæmd verði í eins góðri sátt og mögulegt er við íbúa og náttúru, ekki síst við strandlengju Borgarness.
- Borgarbyggð fagnar fyrirhuguðum samgöngubótum á þjóðvegi 1 milli Borgarbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Hér er um að ræða; 2 1 aðgreiningu þjóðvegar 1 frá Hvalfjarðargöngum að Borgarnesi, og að sú vinna hefjist á tímabilinu 2029-2033, tvöföldun Hvalfjarðarganga, sem er ofarlega á lista í forgangi jarðganga, og að stefnt sé að framkvæmdir við Sundabraut hefjist eigi síðar en 2026 og þeim verði lokið 2031. Allar þessar framkvæmdir munu auka umferðaröryggi og stytta ferðatíma milli Borgarbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Um er að ræða þjóðhagslega hagkvæmar framkvæmdir sem auka búsetufrelsi og fjölbreytni atvinnu- og menningarlífs. Borgarbyggð leggur ríka áherslu á auknu búsetufrelsi og öðrum ávinningi verði ekki fórnað með óraunsærri eða ósanngjarnri gjaldtöku af íbúum og atvinnulífi.
- Það eru mikil vonbrigði ef uppbygging Uxarhryggjavegar verður færð aftar í tíma eða til tímabilsins 2034-2038. Það er óásættanlegt. Það er leitun að framkvæmd sem styður jafn vel við markmið um að dreifa ferðamönnum um landið en að tengja Lundarreykjadal við Kaldadalsveg sem nú þegar er tengdur langleiðina að Þingvöllum með uppbyggðum vegi. Það sætir furðu að ekki standi til að grípa hið fyrsta tækifærið sem felst í að ljúka slíkri hringtengingu og nýta betur þá fjárfestingu sem þegar liggur fyrir. Sams konar gullið tækifæri til hringtengingar felst í umbótum á Kaldadalsvegi að Húsafelli þannig að tryggja megi lengri opnun vegarins. Endurbygging á þessum tveimur vegum skapar möguleika á hringleið í gegnum Þingvelli til uppsveita Borgarfjarðar sem yrði nýr og mjög góður valkostur fyrir ferðamenn og ferðaþjónustuna og þriðja hringleiðin út frá höfuðborgarsvæðinu. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess fyrir samgönguöryggi og ferðaþjónustu í uppsveitum Borgarfjarðar og verðmæti þess fyrir þjóðarbúið að ferðamenn dvelji lengur og víðar á landinu, ekki síst utan háannatíma.
- Borgarbyggð telur mikilvægt að ekki verði tafir á uppbyggingu Skógarstrandarvegar. Hann treystir og samgöngur milli Dala og Snæfellsness, mun skapa lífsgæði og auka samgönguöryggi.
Heydalsvegur tengir Skógarströnd við Borgarbyggð og Dali við Borgarbyggð að vestan. Hann tryggir samgönguöryggi þegar vegir um heiðar lokast og skapar mikla möguleika í ferðamennsku milli Borgarbyggðar, Dala og Snæfellsness. Borgarbyggð leggur áherslu á að skilgreiningu á Heydalsvegi verði breytt úr tengivegi í stofnveg og að viðhald og uppbygging hans sé tryggð. Þörfin fyrir það öryggi sem Heydalsvegur veitir skólabörnum og öðrum íbúum mun síst minnka á komandi árum.
- Borgarbyggð lýsir yfir miklum áhyggjum af viðhaldi stofnvega í sveitarfélaginu. Hér má nefna Borgarfjarðarbraut að Reykholti og Snæfellsnesveg að Haffjarðará sem dæmi. Þessir vegir gegna lykilhlutverki í samgönguöryggi í sveitarfélaginu, svo sem við skólaakstur, og eru forsenda búsetufrelsis.
- Ástæða er til að fagna því að gert er sérstakt átak um lagningu bundins slitlags á tengivegi. Í fáum sveitarfélögum eru jafn margir tengivegir og í Borgarbyggð. Íbúar í sveitarfélaginu binda miklar vonir við að njóta góðs af átakinu og að það muni styðja við atvinnu- og byggðaþróun og auðvelda skólaakstur á svæðum sem nú búa við malarvegi líkt og áherslur þess segja til um.
- Í drögum að nýrri samgönguáætlun virðist gert ráð fyrir áframhaldandi vanfjármögnun á viðhaldi girðinga. Það eru mikil vonbrigði þar sem ástand girðinga er í ólestri mjög viða meðfram vegum í sveitarfélaginu.
- Það eru ennfremur mikil vonbrigði að endurgerð Snæfellsnesvegur milli Hítarár og Haffjarðarár sé nú komin alla leið aftur til áranna 2034-2038. Þar er ástandið einfaldlega mjög varhugavert og endurgerð vegarins er brýn.
- Í drögum að samgönguáætlun er hvergi minnst á Mýrar sem valkost í uppbyggingu flugvallar. Hins vegar segir í markmiðum um hagkvæmar samgöngur: "Unnið verði að undirbúningi og uppbyggingu aðstöðu fyrir einka- og kennsluflug í nágrenni höfuðborgarsvæðisins". Endurteknar jarðhræringar á Reykjanesskaga og drög að samgönguáætlun gefa fullt tilefni til að ítreka eftirfarandi bókun byggðarráðs Borgarbyggðar frá 18. ágúst 2022. Þar segir: "Borgarbyggð er steinsnar frá höfuðborgarsvæðinu en liggur jafnframt á krossgötum milli landshluta. Samgöngur innan sveitarfélagsins og til höfuðborgarsvæðisins eru nær undantekningalaust greiðar. Fyrirhugaðar þjóðhagslega hagkvæmar samgöngubætur á borð við Sundabraut munu stytta ferðatíma og auka öryggi enn frekar. Lega sveitarfélagsins hlýtur að kalla á að landsvæði í Borgarbyggð, t.d. Mýrar, verði tekin til ítarlegrar greiningar ef ákveðið verður að ráðast í umfangsmikla fjárfestingu í flugvelli, hvort sem hann er hugsaður til vara við núverandi millilandaflugvelli eða til að létta álagi af öðrum flugvöllum á suðvesturhorni landsins. Hér má t.d. horfa til kennslu- og æfingaflugs, einkaflugs og vöruflutninga."
Samþykkt samhljóða.
Hér að neðan er umsögn Borgarbyggðar um einstaka liði samgönguáætlunar en umsögn í heild sinni er í samráðsgátt. Byggðarráð bindur vonir við að þingmenn kjördæmisins fylgi þessum athugasemdum eftir í umræðum og ákvarðanatöku um samgönguáætlun.
- Drög að samgönguáætlun eru óvissuferð fyrir Borgarbyggð, og Vesturland allt. Engin framlög eru til nýframkvæmda í Borgarbyggð í fimm ára aðgerðaáætlun til ársins 2028 og framlög til framkvæmda á Vesturlandi eru lægst meðal landshluta. Það er umhugsunarefni og ekki í samræmi við þróun í umferðarþunga eða þróun í íbúafjölda í sveitarfélaginu. Á hinn bóginn munu verkefni sem komin eru á áætlun eftir 2029 hafa veruleg áhrif. Því skiptir miklu máli að kraftur sé rannsóknar- og hönnunarvinna vegna þeirra og ráðist verði í nauðsynlegt viðhald vega.
- Borgarbyggð fagnar því að breyting á legu þjóðvegar 1 við Borgarnes og ný lega Snæfellsnesvegar hafa verið færð framar í samgönguáætlun og eru nú komnar inn á tímabilið 2029-2033. Þessi framkvæmd mun hafa mikil áhrif í sveitarfélaginu og fyrir þjóðarbúið í heild en arðsemi hennar er metin 9% sem hlýtur að vera með því hæsta sem gerist. Borgarbyggð gerir ráð fyrir að nú verði settur aukinn kraftur í rannsóknir, vinnu við útfærslu og hönnun. Breyting á legu eykur umferðaröryggi og býður upp á mikil tækifæri í skipulagi í Borgarnesi og nágrenni en einnig áskoranir. Ásýnd og umhverfi Borgarness mun fyrir vikið breytast. Framundan er veruleg undirbúningsvinna sem vonandi tryggir að staðsetning, útfærsla og framkvæmd verði í eins góðri sátt og mögulegt er við íbúa og náttúru, ekki síst við strandlengju Borgarness.
- Borgarbyggð fagnar fyrirhuguðum samgöngubótum á þjóðvegi 1 milli Borgarbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Hér er um að ræða; 2 1 aðgreiningu þjóðvegar 1 frá Hvalfjarðargöngum að Borgarnesi, og að sú vinna hefjist á tímabilinu 2029-2033, tvöföldun Hvalfjarðarganga, sem er ofarlega á lista í forgangi jarðganga, og að stefnt sé að framkvæmdir við Sundabraut hefjist eigi síðar en 2026 og þeim verði lokið 2031. Allar þessar framkvæmdir munu auka umferðaröryggi og stytta ferðatíma milli Borgarbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Um er að ræða þjóðhagslega hagkvæmar framkvæmdir sem auka búsetufrelsi og fjölbreytni atvinnu- og menningarlífs. Borgarbyggð leggur ríka áherslu á auknu búsetufrelsi og öðrum ávinningi verði ekki fórnað með óraunsærri eða ósanngjarnri gjaldtöku af íbúum og atvinnulífi.
- Það eru mikil vonbrigði ef uppbygging Uxarhryggjavegar verður færð aftar í tíma eða til tímabilsins 2034-2038. Það er óásættanlegt. Það er leitun að framkvæmd sem styður jafn vel við markmið um að dreifa ferðamönnum um landið en að tengja Lundarreykjadal við Kaldadalsveg sem nú þegar er tengdur langleiðina að Þingvöllum með uppbyggðum vegi. Það sætir furðu að ekki standi til að grípa hið fyrsta tækifærið sem felst í að ljúka slíkri hringtengingu og nýta betur þá fjárfestingu sem þegar liggur fyrir. Sams konar gullið tækifæri til hringtengingar felst í umbótum á Kaldadalsvegi að Húsafelli þannig að tryggja megi lengri opnun vegarins. Endurbygging á þessum tveimur vegum skapar möguleika á hringleið í gegnum Þingvelli til uppsveita Borgarfjarðar sem yrði nýr og mjög góður valkostur fyrir ferðamenn og ferðaþjónustuna og þriðja hringleiðin út frá höfuðborgarsvæðinu. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess fyrir samgönguöryggi og ferðaþjónustu í uppsveitum Borgarfjarðar og verðmæti þess fyrir þjóðarbúið að ferðamenn dvelji lengur og víðar á landinu, ekki síst utan háannatíma.
- Borgarbyggð telur mikilvægt að ekki verði tafir á uppbyggingu Skógarstrandarvegar. Hann treystir og samgöngur milli Dala og Snæfellsness, mun skapa lífsgæði og auka samgönguöryggi.
Heydalsvegur tengir Skógarströnd við Borgarbyggð og Dali við Borgarbyggð að vestan. Hann tryggir samgönguöryggi þegar vegir um heiðar lokast og skapar mikla möguleika í ferðamennsku milli Borgarbyggðar, Dala og Snæfellsness. Borgarbyggð leggur áherslu á að skilgreiningu á Heydalsvegi verði breytt úr tengivegi í stofnveg og að viðhald og uppbygging hans sé tryggð. Þörfin fyrir það öryggi sem Heydalsvegur veitir skólabörnum og öðrum íbúum mun síst minnka á komandi árum.
- Borgarbyggð lýsir yfir miklum áhyggjum af viðhaldi stofnvega í sveitarfélaginu. Hér má nefna Borgarfjarðarbraut að Reykholti og Snæfellsnesveg að Haffjarðará sem dæmi. Þessir vegir gegna lykilhlutverki í samgönguöryggi í sveitarfélaginu, svo sem við skólaakstur, og eru forsenda búsetufrelsis.
- Ástæða er til að fagna því að gert er sérstakt átak um lagningu bundins slitlags á tengivegi. Í fáum sveitarfélögum eru jafn margir tengivegir og í Borgarbyggð. Íbúar í sveitarfélaginu binda miklar vonir við að njóta góðs af átakinu og að það muni styðja við atvinnu- og byggðaþróun og auðvelda skólaakstur á svæðum sem nú búa við malarvegi líkt og áherslur þess segja til um.
- Í drögum að nýrri samgönguáætlun virðist gert ráð fyrir áframhaldandi vanfjármögnun á viðhaldi girðinga. Það eru mikil vonbrigði þar sem ástand girðinga er í ólestri mjög viða meðfram vegum í sveitarfélaginu.
- Það eru ennfremur mikil vonbrigði að endurgerð Snæfellsnesvegur milli Hítarár og Haffjarðarár sé nú komin alla leið aftur til áranna 2034-2038. Þar er ástandið einfaldlega mjög varhugavert og endurgerð vegarins er brýn.
- Í drögum að samgönguáætlun er hvergi minnst á Mýrar sem valkost í uppbyggingu flugvallar. Hins vegar segir í markmiðum um hagkvæmar samgöngur: "Unnið verði að undirbúningi og uppbyggingu aðstöðu fyrir einka- og kennsluflug í nágrenni höfuðborgarsvæðisins". Endurteknar jarðhræringar á Reykjanesskaga og drög að samgönguáætlun gefa fullt tilefni til að ítreka eftirfarandi bókun byggðarráðs Borgarbyggðar frá 18. ágúst 2022. Þar segir: "Borgarbyggð er steinsnar frá höfuðborgarsvæðinu en liggur jafnframt á krossgötum milli landshluta. Samgöngur innan sveitarfélagsins og til höfuðborgarsvæðisins eru nær undantekningalaust greiðar. Fyrirhugaðar þjóðhagslega hagkvæmar samgöngubætur á borð við Sundabraut munu stytta ferðatíma og auka öryggi enn frekar. Lega sveitarfélagsins hlýtur að kalla á að landsvæði í Borgarbyggð, t.d. Mýrar, verði tekin til ítarlegrar greiningar ef ákveðið verður að ráðast í umfangsmikla fjárfestingu í flugvelli, hvort sem hann er hugsaður til vara við núverandi millilandaflugvelli eða til að létta álagi af öðrum flugvöllum á suðvesturhorni landsins. Hér má t.d. horfa til kennslu- og æfingaflugs, einkaflugs og vöruflutninga."
Samþykkt samhljóða.
=== 7.Starfshópur um þróun þéttbýlis utan Borgarness ===
2305226
Framlögð drög að erindisbréfi starfshóps um tækifæri og stefnu í uppbyggingu þéttbýlis í Borgarbyggð utan Borgarness sbr. afgreiðslu á 638. fundi byggðarráðs frá 29. júní sl.
Byggðarráð samþykkir framlögð drög að erindisbréfi og felur sveitarstjóra að fullvinna og hefja samtal við háskóla í Borgarbyggð um aðkomu þeirra að verkefninu.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 8.Grænbók um skipulagsmál ===
2307214
Lagð fram til kynningar Grænbók um skipulagsmál sem birt hefur verið í samráðsgátt ásamt drögum að greingargerð um stöðu skipulagsmála.
Lagt fram til kynningar.
=== 9.Starfshópur um skattalegt umhverfi orkuvinnslu ===
2307228
Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðherra hefur hafið skoðun á skattalegu umhverfi orkuvinnslu. Í upphafi vinnunnar er leitað til hagsmunaaðila um að koma ábendingum eða tillögum á framfæri.
Byggðarráð fagnar markvissri vinnu að umbótum á skattalegu umhverfi orkugeirans. Byggðarráð leggur áherslu á að í þeirri vinnu sé jafnt litið til orkuvinnslu og orkudreifingar. Orkuskipti kalla á fjárfestingu í grænni orkuframleiðslu og dreifikerfi raforku. Íbúar um allt land þurfa að finna að kostnaði og ávinningi við þau orkuskipti sé dreift af sanngirni og að tekið sé tillit til þeirra sem verða fyrir áhrifum í nærumhverfi. Það verður m.a. gert með skattlagningu eða annarri opinberri gjaldtöku. Nauðsynlegt er að hraða vinnu við orkuskipti. Það eru mikil tækifæri til staðar til að umbóta í skattkerfi orkugeirans þannig að það hvetji til orkuskipta í stað þess að vera uppspretta deilna. Þar er nærtækt að líta til reynslu sumra nágrannaþjóða. Byggðarráð felur sveitarstjóra að setja saman umsögn í samræmi við þessa bókun og umræðu á fundinum.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
Fundi slitið - kl. 11:15.
Skv. áætluninni var gert ráð fyrir að gjöld umfram tekjur væru 75 m.kr. en rauntölur eru að gjöldin eru 11 m.kr. meiri en tekjurnar.
Launakostnaður á tímabilinu er um 51 m.kr. meiri en áætlun gerði ráð fyrir en á móti kemur að útsvarstekjur sveitarfélagsins eru um 175 m.kr. hærri en áætlað var að þær yrðu á þessu tímabili.
Þá er fjármagnskostnaður umfram áætlun enda vextir hærri og verðbólga meiri en gert var ráð fyrir.
Í heildina lítur vel út með rekstrarafkomu ársins en gæta þarf aðhalds og fylgjast vel með breytingum á kostnaðarliðum.
Sigurður Guðmundsson byggðarráðsfulltrúi lagði fram eftirfarandi bókun: "Í tengslum við fjárfestingaráætlunina þá vil ég lýsa vonbrigðum með framgang gatnagerðarverkefna sem unnið er að í sveitarfélaginu. Þeir verktakar sem vinna að gatnagerðarverkefnunum virðast ekki setja neinn kraft eða metnað í að vinna verkefnin hratt og örugglega. Verklegar framkvæmdir í íbúðabyggð eins og unnið er að í öllum gatnagerðarverkefnunum sem í gangi eru í sveitarfélaginu þurfa og eiga að taka eins stuttan tíma og mögulegt er til að lágmarka óþægindi vegna þeirra. Það er mjög mikilvægt að allir sem vinna að þessum verkefnum, þ.e. verktakar og fulltrúar verkkaupa, leggi metnað sinn í að vinna af krafti að þessum verkefnum, til að tryggja að verkefnin taki ekki óþarflega langan tíma og að verkþáttum og verkefnunum í heild sé lokið á þeim tíma sem samningar segja til um."
Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri Borgarbyggðar sat fundinn undir þessum lið.