Hvalfjarðarsveit
Fjölskyldu- og frístundanefnd 47. fundur
= Fjölskyldu- og frístundanefnd =
Dagskrá
Freyja Þöll Smáradóttir sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
=== 1.Jafnréttisstefna Hvalfjarðarsveitar ===
2011001
Ný jafnréttisstefna Hvalfjarðarsveitar fyrir timabilið 2023-2027 lögð fram til samþykktar.
Fjölskyldu- og frístundanefnd samþykkir nýja jafnréttisstefnu Hvalfjarðarsveitar fyrir tímabilið 2023-2027 og vísar stefnunni áfram til samþykktar í sveitarstjórn.
=== 2.Stefna Hvalfjarðarsveitar gegn einelti, kynbundnu og kynferðislegri áreitni og ofbeldi ===
2308002
Stefna Hvalfjarðarsveitar gegn einelti, kynbundnu og kynferðislegri áreitni og ofbeldi lögð fram til samþykktar.
Fjölskyldu- og frístundanefnd samþykkir stefnu Hvalfjarðarsveitar gegn einelti, kynbundnu og kynferðislegri áreitni og ofbeldi og vísar stefnunni áfram til samþykktar í sveitarstjórn. Nefndin leggur til að öllum starfsmönnum sveitarfélagsins verði send stefnan til kynningar.
=== 3.Reglur um stuðnings- og stoðþjónustu í Hvalfjarðarsveit ===
2105002
Útlagður kostnaður starfsmanna stuðningsþjónustu sbr. 9. gr. í reglum um stuðnings- og stoðþjónustu í Hvalfjarðarsveit.
Lagt fram til kynningar og umræðu.
=== 4.Umhyggjudagur ===
2308003
Beiðni um þátttöku Hvalfjarðarsveitar í Umhyggjudegi á vegum Umhyggju-félagi langveikra barna sem fram fer þann 26. ágúst 2023.
Lagt fram til kynningar.
=== 5.Barnvæn sveitarfélög-Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. ===
2002048
Þátttaka Hvalfjarðarsveitar í ráðgjafahópi um fjármál í Barnvænu sveitarfélagi á vegum Unicef.
Félagsmálastjóri og skrifstofustjóri Hvalfjarðarsveitar hafa samþykkt þátttöku í ráðgjafahópi um Barnvænt sveitarfélag.
=== 6.Farsældarþing ===
2307010
Farsældarþing á vegum Mennta- og barnamálaráðuneytisins verður haldið þann 04.09.2023.
Á fundi sveitarstjórnar þann 12.07.2023 var tekið fyrir erindi er varðar Farsældarþing frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu og vísað til Ungmennaráðs Hvalfjarðarsveitar, fjölskyldu- og frístundanefndar og fræðslunefndar. Starfsmenn Hvalfjarðarsveitar sem sátu í vinnuhópi vegna innleiðingar laga á samþættri þjónustu í þágu farældar barna hafa skráð þátttöku sína á farsældarþingið.
=== 7.Drög að samningi um barnaverndarþjónustu Borgarbyggðar og Hvalfjarðarsveitar ===
2308004
Drög að samningi um barnaverndarþjónustu Borgarbyggðar og Hvalfjarðarsveitar lagður fram.
Samningur lagður fram til kynningar og umræðu.
=== 8.Fjármálaráðgjöf ===
2308005
Erindi frá Stefaníu Marteinsdóttur er varðar fjármálaráðgjöf til einstaklinga.
Fjölskyldu- og frístundanefnd þakkar fyrir erindið og felur félagsmálastjóra að kynna sér málið betur.
Fundi slitið - kl. 18:00.