Hvalfjarðarsveit
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd 62. fundur
= Mannvirkja- og framkvæmdanefnd =
Dagskrá
Helga Harðardóttir boðar forföll.
=== 1.Gjaldskrá og reglur ljósleiðara Hvalfjarðarsveitar ===
2307025
Breyting á gjaldskrá og reglum ljósleiðara Hvalfjarðarsveitar.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja framlagða gjaldskrá og reglur ljósleiðara Hvalfjarðarsveitar.
=== 2.Hitaveita ===
2009013
Farið yfir verkstöðu framkvæmda hitaveitunnar og ákvörðun um næstu skref framkvæmda hitaveitunnar að Vestri Leirárgörðum.
Í samræmi við umræður fundarins eru formanni nefndarinnar og verkefnastjóra framkvæmda og eigna falið að vinna málið áfram.
=== 3.Hitaveita ===
2009013
Viðauki við gjaldskrá Heiðarveitu.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja framlagða tillögu að viðauka við gjaldskrá Heiðarveitu.
=== 4.Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2023-2026 ===
2209041
Verkstaða framkvæmda kynnt.
Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fór yfir verkstöðu framkvæmda.
=== 5.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 61 ===
2307003F
Afgreiðslur byggingarfulltrúa til kynningar
Fundi slitið - kl. 16:30.