Borgarbyggð
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 17. fundur
= Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa =
Dagskrá
=== 1.Munaðarnes L134915 Selás - Umsókn um deiliskipulag ===
2305278
Á 54. fundi skipulags- og byggingarnefndar, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, þann 2. júní 2023 var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi 4. áfanga fyrir Selás Munaðarnes í Borgarbyggð frá árinu 1997, dags. 17.04.2023.
Breytingin felst í því að útmörk skipulagssvæðis eru minnkuð að norðan og vestan. Aðrir skilmálar gildandi deiliskipulags haldast óbreyttir.
Kynnt var frá 22. júní til og með 21. júlí 2023 fyrir sumarbústaðaeigendum Sélása 1-24 í gegnum Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og tilkynning um kynninguna send bréflega. Engar athugasemdir voru gerðar við breytinguna á kynningartíma.
Breytingin felst í því að útmörk skipulagssvæðis eru minnkuð að norðan og vestan. Aðrir skilmálar gildandi deiliskipulags haldast óbreyttir.
Kynnt var frá 22. júní til og með 21. júlí 2023 fyrir sumarbústaðaeigendum Sélása 1-24 í gegnum Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og tilkynning um kynninguna send bréflega. Engar athugasemdir voru gerðar við breytinguna á kynningartíma.
=== 2.Reykholt L134439 - Umsókn um stofnun lóðar - Reykholt fjárhús ===
2306014
Þjóðkirkjan leggur fram ósk um stofnun nýrrar lóðar Reykholt fjárhús úr landinu Reykholt L134439 í Borgarbyggð. Um er að ræða 1626fm lóð undir fjárhús. Matshlutar 04 og 06 fylgja með stofnaðri lóð. Lóðin fer í notkunarflokkinn 417 Fjós og fjárhús.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar stofnun lóðarinnar Reykholt fjárhús, stærð 1626fm úr landi Reykholts L134439. Lóðin verður sett í notkunarflokkinn 417 Fjós og fjárhús.
Fundi slitið - kl. 09:00.
Breytingin felst í því að útmörk skipulagssvæðis eru minnkuð að norðan og vestan. Aðrir skilmálar gildandi deiliskipulags haldast óbreyttir.
Málsmeðferð verður skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.